Til greina kemur að færri en tuttugu megi koma saman Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. október 2020 19:31 Mikið hefur mætt á starfsfólki Landspítalans síðustu daga eftir að hópsýking kom upp á Landakoti. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri legið inni á spítala vegna kórónuveirunnar hér á landi og nú eða sextíu og einn. Sóttvarnalæknir vill herða sóttvarnaaðgerðir og segir til greina koma að fækka þeim sem geta komið saman en í dag mega tuttugu gera það. Einn lést af völdum Covid-19 síðastliðinn sólarhring. Sá sem lést var á níræðisaldri. Þetta er tólfta dauðsfallið hér á landi af völdum Covid-19 en tveir hafa látist í þriðju bylgju faraldursins. Alls greindust 86 með kórónuveiruna innanlands í gær en 62 þeirra voru í sóttkví. Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni að enn greinist margir með veiruna utan sóttkvíar og smituðum á landamærum fjölgi. Hann segir því fátt annað í stöðunni en að herða veiruaðgerðir og mun skila heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum á morgun eða hinn. Eins og staðan er í dag séum við „á brúninni“ með að missa tökin á faraldrinum en hópsýkingin á Landakoti hefur haft mikil áhrif. „Við höfum ekki mikið svigrúm inn á sjúkrahúsinu til dæmis á Landspítalanum. Sem betur fer er enginn inniliggjandi á Akureyri. Það eru ekki mörg fleiri sjúkrahús sem að geta vistað þessa sjúklinga sem þurfa svona sérhæfða meðferð. Þannig það þarf ekki mikið að bæta í til þess að þessi sjúkrahús lendi í verulegum vanda og þá er of seint í rassinn gripið. Þannig við þurfum eiginlega að fara að hugsa málið núna hvað við getum gert,“ segir Þórólfur Nú eru í gildi samkomutakmarkanir sem fela í sér að ekki mega fleiri en tuttugu koma saman. Þórólfur segir til greina koma að herða reglurnar þannig að færri geti komið saman. „Ef að það verður gripið til harðari ráðstafana þá er það eitt af úrræðunum,“ segir Þórólfur. Kórónuveirufaraldurinn hefur stungið sér niður í Ölduselsskóla.Vísir/Sigurjón Veiran hefur náð að stinga sér niður í leik- og grunnskólum. Tuttugu nemendur í Ölduselsskóla og sjö starfsmenn hafa til að mynda greinst með kórónuveiruna. Grunn- og leikskólahald hefur að mestu verið óbreytt þar sem rýmri reglur gilda um börn. „Við höfum fram til þessa verið með svona vægari gagnvart yngri börnum og held að það hafi sýnt sig hér og annars staðar erlendis að það er rétt stefna að gera það og við munum reyna að hafa það að leiðarljósi áfram,“ segir Þórólfur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur rætt við Þórólf í dag og býst við því að fá minnisblað frá honum á næstu dögum. „Ég býst við því að við séum að fara inn í bara svona hefðbundinn takt að því leytinu til að nýjar reglur taki gildi 3. nóvember og gildi í tvær til þrjár vikur og að þær verði ræddar á fundi ríkisstjórnar á föstudag.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 117 smitaðir vegna Landakots Hundrað og sautján hafa greinst með kórónuveiruna sem tengjast hópsýkingunni á Landakoti. Um 60 sjúklinga er að ræða og 57 starfsmenn. 28. október 2020 17:46 Sér fram á hertar aðgerðir og boðar skýrar reglur Svandís Svavarsdóttir heilbirgðisráðherra segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag vegna fjölgunar smita í samfélaginu. 28. október 2020 16:26 Á brúninni með að missa tökin á faraldrinum Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að enn greinist margir með kórónuveiruna utan sóttkvíar og að smituðum á landamærunum fjölgi einnig. 28. október 2020 11:48 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Aldrei hafa fleiri legið inni á spítala vegna kórónuveirunnar hér á landi og nú eða sextíu og einn. Sóttvarnalæknir vill herða sóttvarnaaðgerðir og segir til greina koma að fækka þeim sem geta komið saman en í dag mega tuttugu gera það. Einn lést af völdum Covid-19 síðastliðinn sólarhring. Sá sem lést var á níræðisaldri. Þetta er tólfta dauðsfallið hér á landi af völdum Covid-19 en tveir hafa látist í þriðju bylgju faraldursins. Alls greindust 86 með kórónuveiruna innanlands í gær en 62 þeirra voru í sóttkví. Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni að enn greinist margir með veiruna utan sóttkvíar og smituðum á landamærum fjölgi. Hann segir því fátt annað í stöðunni en að herða veiruaðgerðir og mun skila heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum á morgun eða hinn. Eins og staðan er í dag séum við „á brúninni“ með að missa tökin á faraldrinum en hópsýkingin á Landakoti hefur haft mikil áhrif. „Við höfum ekki mikið svigrúm inn á sjúkrahúsinu til dæmis á Landspítalanum. Sem betur fer er enginn inniliggjandi á Akureyri. Það eru ekki mörg fleiri sjúkrahús sem að geta vistað þessa sjúklinga sem þurfa svona sérhæfða meðferð. Þannig það þarf ekki mikið að bæta í til þess að þessi sjúkrahús lendi í verulegum vanda og þá er of seint í rassinn gripið. Þannig við þurfum eiginlega að fara að hugsa málið núna hvað við getum gert,“ segir Þórólfur Nú eru í gildi samkomutakmarkanir sem fela í sér að ekki mega fleiri en tuttugu koma saman. Þórólfur segir til greina koma að herða reglurnar þannig að færri geti komið saman. „Ef að það verður gripið til harðari ráðstafana þá er það eitt af úrræðunum,“ segir Þórólfur. Kórónuveirufaraldurinn hefur stungið sér niður í Ölduselsskóla.Vísir/Sigurjón Veiran hefur náð að stinga sér niður í leik- og grunnskólum. Tuttugu nemendur í Ölduselsskóla og sjö starfsmenn hafa til að mynda greinst með kórónuveiruna. Grunn- og leikskólahald hefur að mestu verið óbreytt þar sem rýmri reglur gilda um börn. „Við höfum fram til þessa verið með svona vægari gagnvart yngri börnum og held að það hafi sýnt sig hér og annars staðar erlendis að það er rétt stefna að gera það og við munum reyna að hafa það að leiðarljósi áfram,“ segir Þórólfur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur rætt við Þórólf í dag og býst við því að fá minnisblað frá honum á næstu dögum. „Ég býst við því að við séum að fara inn í bara svona hefðbundinn takt að því leytinu til að nýjar reglur taki gildi 3. nóvember og gildi í tvær til þrjár vikur og að þær verði ræddar á fundi ríkisstjórnar á föstudag.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir 117 smitaðir vegna Landakots Hundrað og sautján hafa greinst með kórónuveiruna sem tengjast hópsýkingunni á Landakoti. Um 60 sjúklinga er að ræða og 57 starfsmenn. 28. október 2020 17:46 Sér fram á hertar aðgerðir og boðar skýrar reglur Svandís Svavarsdóttir heilbirgðisráðherra segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag vegna fjölgunar smita í samfélaginu. 28. október 2020 16:26 Á brúninni með að missa tökin á faraldrinum Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að enn greinist margir með kórónuveiruna utan sóttkvíar og að smituðum á landamærunum fjölgi einnig. 28. október 2020 11:48 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
117 smitaðir vegna Landakots Hundrað og sautján hafa greinst með kórónuveiruna sem tengjast hópsýkingunni á Landakoti. Um 60 sjúklinga er að ræða og 57 starfsmenn. 28. október 2020 17:46
Sér fram á hertar aðgerðir og boðar skýrar reglur Svandís Svavarsdóttir heilbirgðisráðherra segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni bæði í gær og í dag vegna fjölgunar smita í samfélaginu. 28. október 2020 16:26
Á brúninni með að missa tökin á faraldrinum Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að enn greinist margir með kórónuveiruna utan sóttkvíar og að smituðum á landamærunum fjölgi einnig. 28. október 2020 11:48