Guðlaugur Victor skoraði í jafntefli | Bjarki Steinn og Emil duttu úr bikarnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2020 19:35 Guðlaugur Victor kom sínum mönnum yfir í kvöld en það dugði því miður ekki til sigurs. Darmstadt Nokkrir íslenskir leikmenn voru í eldlínunni með liðum sínum í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson tryggði Darmstadt stig í þýsku B-deildinni. Þá féllu Bjarki Steinn Bjarkason og Emil Hallfreðsson úr leik með liðum sínum í ítalska bikarnum. Guðlaugur Victor kom Darmstadt á bragðið eftir hálftímaleik á útivelli er liðið mætti Osnabrück í þýsku B-deildinni. Var Darmstadt 1-0 yfir allt fram á 78. mínútu leiksins er heimamenn jöfnuðu metin og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. 31 - GOALLLLLLLA corner isn t cleared and it drops for #Palsson who smashes it home. 0-1 #OSNSVD #sv98 pic.twitter.com/AvfX0TIYpD— SV Darmstadt 98 | International (@sv98_en) October 28, 2020 Stigið gerir lítið fyrir Darmstadt sem er í 11. sæti þegar fimm umferðir eru búnar. Var þetta þriðja jafntefli liðsins en liðið hefur aðeins unnið einn leik til þessa ásamt því að tapa einum. Bjarki Steinn var í byrjunarliði Venezia sem mætti úrvalsdeildarliði Hellas Verona í ítalska bikarnum en Venezia leikur í B-deildinni þar í landi. Verona komst í 2-0 en Bjarki Steinn og félagar náðu að jafna metin á síðustu tíu mínútum leiksins. Staðan 2-2 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Þar komst Venezia yfir en heimamenn í Verona jöfnuðu skömmu síðar. Staðan 3-3 að lokinni framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar reyndust Verona sterkari og eru því komnir áfram í næstu umferð. Bjarki Steinn átti gott skot í upphafi síðari hálfleiks en náði því miður ekki að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið. Óttar Magnús Karlsson var ekki í leikmannahópi liðsins að þessu sinni. So close. Bjarkason hits a bullet that seems destined for the back of the net, but Verona s 19-year-old keeper Ivor Pandur steps up with a spectacular save.52 | Verona-Venezia | 1-0Coppa Italia Third Round— Venezia FC (@VeneziaFC_EN) October 28, 2020 Þá fékk Emil Hallfreðsson gult spjald er lið hans – C-deildarlið Padova – tapaði fyrir efstu deildarliði Fiorentina í ítalska bikarnum í kvöld, lokatölur 2-1. Þó komst Brescia, lið Birkis Bjarnasonar og Hólmberts Aron Friðjónssonar, áfram eftir 3-0 sigur á Perugia. Hvorugur Íslendingurinn var með liðinu í kvöld. Fótbolti Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
Nokkrir íslenskir leikmenn voru í eldlínunni með liðum sínum í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson tryggði Darmstadt stig í þýsku B-deildinni. Þá féllu Bjarki Steinn Bjarkason og Emil Hallfreðsson úr leik með liðum sínum í ítalska bikarnum. Guðlaugur Victor kom Darmstadt á bragðið eftir hálftímaleik á útivelli er liðið mætti Osnabrück í þýsku B-deildinni. Var Darmstadt 1-0 yfir allt fram á 78. mínútu leiksins er heimamenn jöfnuðu metin og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. 31 - GOALLLLLLLA corner isn t cleared and it drops for #Palsson who smashes it home. 0-1 #OSNSVD #sv98 pic.twitter.com/AvfX0TIYpD— SV Darmstadt 98 | International (@sv98_en) October 28, 2020 Stigið gerir lítið fyrir Darmstadt sem er í 11. sæti þegar fimm umferðir eru búnar. Var þetta þriðja jafntefli liðsins en liðið hefur aðeins unnið einn leik til þessa ásamt því að tapa einum. Bjarki Steinn var í byrjunarliði Venezia sem mætti úrvalsdeildarliði Hellas Verona í ítalska bikarnum en Venezia leikur í B-deildinni þar í landi. Verona komst í 2-0 en Bjarki Steinn og félagar náðu að jafna metin á síðustu tíu mínútum leiksins. Staðan 2-2 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. Þar komst Venezia yfir en heimamenn í Verona jöfnuðu skömmu síðar. Staðan 3-3 að lokinni framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar reyndust Verona sterkari og eru því komnir áfram í næstu umferð. Bjarki Steinn átti gott skot í upphafi síðari hálfleiks en náði því miður ekki að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið. Óttar Magnús Karlsson var ekki í leikmannahópi liðsins að þessu sinni. So close. Bjarkason hits a bullet that seems destined for the back of the net, but Verona s 19-year-old keeper Ivor Pandur steps up with a spectacular save.52 | Verona-Venezia | 1-0Coppa Italia Third Round— Venezia FC (@VeneziaFC_EN) October 28, 2020 Þá fékk Emil Hallfreðsson gult spjald er lið hans – C-deildarlið Padova – tapaði fyrir efstu deildarliði Fiorentina í ítalska bikarnum í kvöld, lokatölur 2-1. Þó komst Brescia, lið Birkis Bjarnasonar og Hólmberts Aron Friðjónssonar, áfram eftir 3-0 sigur á Perugia. Hvorugur Íslendingurinn var með liðinu í kvöld.
Fótbolti Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira