Arnór notaði hugleiðslu til að vinna sig út úr þunglyndi Stefán Árni Pálsson skrifar 29. október 2020 13:30 Arnór Guðjohnsen einn besti knattspyrnumaður Íslandssögunnar en hann hefur gengið í gegnum margt undanfarin ár sem hann opnar sig um í samtali við Sölva Tryggvason í hlaðvarpi hans. Þar talar hann um það hvernig hugleiðsla kom honum út úr þunglyndi. „Árið 2014 lendi ég í bílslysi. Ég braut fimm rifbein, vinstra hnéð fór í mask og aftara krossbandið og seinna í ferlinu kom svo í ljós að ég hafði brotið 2 hálsliði, sem uppgötvast ekki fyrr en ári seinna. Þetta fer að ágerast og svo kemur í ljós að hálsliðirnir hanga bara uppi á bólgum sem höfðu harðnað og þær fóru svo að þrýsta á mænuna. Það er haft samband við skurðlækni sem vill gera við þetta fljótt og lýsir því fyrir mér að ég verði settur í svæfingu og öndunarvél og ég hugsaði bara með mér að ég yrði að kveðja fólkið mitt,“ segir Arnór en aðgerðin gekk aftur á móti vonum framar. „En svo eftir aðgerðina er ég búinn að vera bara heima og er orðinn talsvert þunglyndur og sat bara uppi í sófa og horfði á sjónvarpið. Svo ýtir konan mín í mig og segir mér að fara að koma mér af stað, en það er ekki fyrr en ég byrja aftur að hugleiða sem ég fann að allt fór að fara í rétta átt. Fram að því hafði ég bara tengt þetta við fótboltann, en þarna fann ég að þetta jók sjálfstraustið og bætti líðan á allan hátt. Og það er eiginlega út af minni eigin reynslu sem ég vil vekja athygli á mikilvægi þess að skoða þennan þátt bæði hjá íþróttafólki og fólki almennt.” Arnór hafði komist í kynni við hugleiðslu eftir að hafa hitt kraftaverkalækni á Húsavík þegar hann var að spila. „Ég var búinn að vera meira og minna meiddur í tvö ár eftir að hafa rifið vinstri lærvöðva. Vöðvinn togaði meira að segja beinið með þegar hann rifnaði af því að hann var svo sterkur og rassbeinið togaðist frá. Svo er það þannig að ég er heima í sumarfríi og fer norður á Húsavík til ömmu og það fyrsta sem hún segir: „Nú ert þú að fara að hitta Einar lækni frænda þinn á Einarsstöðum. Hann er læknamiðill“. Mér leist mátulega vel á það, en lét slag standa. Þegar við bönkuðum á dyrnar kemur til dyra pínulítill maður sem var eins og álfur í útliti. En þegar hann tók í höndina á mér tók ég eftir því að hann var með risalúkur,“ en eftir smá spjall bað hann Arnór um að koma méð sér inn í herbergi. „Nóttina áður hafði mig dreymt draum þar sem ég ligg á skurðborði og yfir mér stumrar læknir með yfirvaraskegg. Ég sé síðan að á borðinu hjá Einari er mynd af þessum sama manni. Mér krossbrá og segi honum frá þessu og þá svarar hann. Já, hann gerir svolítið í því að láta dreyma sig áður en fólk kemur til mín. Þetta átti víst að vera einhver danskur læknir sem var látinn. Svo byrjar Einar þessi að leggja á mig hendur og er með hendurnar yfir mér í svona klukkutíma. Segir svo við mig að ég eigi að hugsa til hans í fimm mínútur næstu tvö kvöld og þá eigi þetta að vera komið. Ég man að ég hugsaði að ég yrði að skamma ömmu fyrir þessa vitleysu, en ég lét til leiðast og settist á stól næstu tvö kvöld og hugsaði til hans. Ég get svo svarið það að svona tveimur dögum seinna voru allir verkir farnir eftir tveggja ára basl. Þetta vakti upp rosalegar spurningar hjá mér og breytti mér að vissu leyti.” Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Arnór Guðjohnsen einn besti knattspyrnumaður Íslandssögunnar en hann hefur gengið í gegnum margt undanfarin ár sem hann opnar sig um í samtali við Sölva Tryggvason í hlaðvarpi hans. Þar talar hann um það hvernig hugleiðsla kom honum út úr þunglyndi. „Árið 2014 lendi ég í bílslysi. Ég braut fimm rifbein, vinstra hnéð fór í mask og aftara krossbandið og seinna í ferlinu kom svo í ljós að ég hafði brotið 2 hálsliði, sem uppgötvast ekki fyrr en ári seinna. Þetta fer að ágerast og svo kemur í ljós að hálsliðirnir hanga bara uppi á bólgum sem höfðu harðnað og þær fóru svo að þrýsta á mænuna. Það er haft samband við skurðlækni sem vill gera við þetta fljótt og lýsir því fyrir mér að ég verði settur í svæfingu og öndunarvél og ég hugsaði bara með mér að ég yrði að kveðja fólkið mitt,“ segir Arnór en aðgerðin gekk aftur á móti vonum framar. „En svo eftir aðgerðina er ég búinn að vera bara heima og er orðinn talsvert þunglyndur og sat bara uppi í sófa og horfði á sjónvarpið. Svo ýtir konan mín í mig og segir mér að fara að koma mér af stað, en það er ekki fyrr en ég byrja aftur að hugleiða sem ég fann að allt fór að fara í rétta átt. Fram að því hafði ég bara tengt þetta við fótboltann, en þarna fann ég að þetta jók sjálfstraustið og bætti líðan á allan hátt. Og það er eiginlega út af minni eigin reynslu sem ég vil vekja athygli á mikilvægi þess að skoða þennan þátt bæði hjá íþróttafólki og fólki almennt.” Arnór hafði komist í kynni við hugleiðslu eftir að hafa hitt kraftaverkalækni á Húsavík þegar hann var að spila. „Ég var búinn að vera meira og minna meiddur í tvö ár eftir að hafa rifið vinstri lærvöðva. Vöðvinn togaði meira að segja beinið með þegar hann rifnaði af því að hann var svo sterkur og rassbeinið togaðist frá. Svo er það þannig að ég er heima í sumarfríi og fer norður á Húsavík til ömmu og það fyrsta sem hún segir: „Nú ert þú að fara að hitta Einar lækni frænda þinn á Einarsstöðum. Hann er læknamiðill“. Mér leist mátulega vel á það, en lét slag standa. Þegar við bönkuðum á dyrnar kemur til dyra pínulítill maður sem var eins og álfur í útliti. En þegar hann tók í höndina á mér tók ég eftir því að hann var með risalúkur,“ en eftir smá spjall bað hann Arnór um að koma méð sér inn í herbergi. „Nóttina áður hafði mig dreymt draum þar sem ég ligg á skurðborði og yfir mér stumrar læknir með yfirvaraskegg. Ég sé síðan að á borðinu hjá Einari er mynd af þessum sama manni. Mér krossbrá og segi honum frá þessu og þá svarar hann. Já, hann gerir svolítið í því að láta dreyma sig áður en fólk kemur til mín. Þetta átti víst að vera einhver danskur læknir sem var látinn. Svo byrjar Einar þessi að leggja á mig hendur og er með hendurnar yfir mér í svona klukkutíma. Segir svo við mig að ég eigi að hugsa til hans í fimm mínútur næstu tvö kvöld og þá eigi þetta að vera komið. Ég man að ég hugsaði að ég yrði að skamma ömmu fyrir þessa vitleysu, en ég lét til leiðast og settist á stól næstu tvö kvöld og hugsaði til hans. Ég get svo svarið það að svona tveimur dögum seinna voru allir verkir farnir eftir tveggja ára basl. Þetta vakti upp rosalegar spurningar hjá mér og breytti mér að vissu leyti.”
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira