Róbert Trausti látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2020 13:13 Róbert Trausti Árnason. Róbert Trausti Árnason, fyrrverandi sendiherra, fréttastjóri og forsetaritari er látinn. Róbert lést á líknardeild Landspítalans þann 23. október síðastliðinn, 69 ára að aldri. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Róbert Trausti fæddist í Reykjavík þann 24. apríl 1951, sonur Önnu Áslaugar Guðmundsdóttur og Árna Guðmundssonar. Hann lauk stúdentsprófi frá M.R. árið 1973 og BA-prófi frá Félagsvísindadeild Háskóla Íslands árið 1979. Hann lauk MA-prófi í stjórnmálafræði frá Queen´s University í Kingston, Kanada, árið 1981. Róbert Trausti starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Atlantshafsbandalaginu í Brussel í Belgíu á árunum 1981 til 1986. Hann hóf síðan störf í utanríkisráðuneytinu og var skipaður sendiherra árið 1990. Árið 1996 var Róbert Trausti skipaður sendiherra Íslands í Danmörku og gegndi því starfi til ársins 1999 þegar hann tók við embætti forsetaritara. Róbert Trausti lét af því starfi í mars árið 2000 þegar hann varð forstjóri Keflavíkurverktaka. Róbert var um skeið þulur hjá Ríkisútvarpinu og síðar meir fréttastjóri á Hringbraut. Þá vann hann í níu ár hjá Samtökum atvinnulífsins sem verkefnastjóri Evrópumála. Róbert Trausti var sæmdur stórkrossi Dannebrogsorðunnar árið 1996. Eftirlifandi eiginkona Róberts Trausta er Klara Hilmarsdóttir guðfræðingur. Útför Róberts Trausta verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík þann 9. nóvember kl. 13. Aðeins nánustu aðstandendur verða viðstaddir en streymt verður frá athöfninni. Andlát Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Róbert Trausti Árnason, fyrrverandi sendiherra, fréttastjóri og forsetaritari er látinn. Róbert lést á líknardeild Landspítalans þann 23. október síðastliðinn, 69 ára að aldri. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Róbert Trausti fæddist í Reykjavík þann 24. apríl 1951, sonur Önnu Áslaugar Guðmundsdóttur og Árna Guðmundssonar. Hann lauk stúdentsprófi frá M.R. árið 1973 og BA-prófi frá Félagsvísindadeild Háskóla Íslands árið 1979. Hann lauk MA-prófi í stjórnmálafræði frá Queen´s University í Kingston, Kanada, árið 1981. Róbert Trausti starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Atlantshafsbandalaginu í Brussel í Belgíu á árunum 1981 til 1986. Hann hóf síðan störf í utanríkisráðuneytinu og var skipaður sendiherra árið 1990. Árið 1996 var Róbert Trausti skipaður sendiherra Íslands í Danmörku og gegndi því starfi til ársins 1999 þegar hann tók við embætti forsetaritara. Róbert Trausti lét af því starfi í mars árið 2000 þegar hann varð forstjóri Keflavíkurverktaka. Róbert var um skeið þulur hjá Ríkisútvarpinu og síðar meir fréttastjóri á Hringbraut. Þá vann hann í níu ár hjá Samtökum atvinnulífsins sem verkefnastjóri Evrópumála. Róbert Trausti var sæmdur stórkrossi Dannebrogsorðunnar árið 1996. Eftirlifandi eiginkona Róberts Trausta er Klara Hilmarsdóttir guðfræðingur. Útför Róberts Trausta verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík þann 9. nóvember kl. 13. Aðeins nánustu aðstandendur verða viðstaddir en streymt verður frá athöfninni.
Andlát Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira