Landsbankinn aldrei lánað jafnmikið til heimila Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2020 17:51 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Einar Hagnaður Landsbankans á þriðja ársfjórðungi 2020 nam 4 milljörðum króna, eftir skatta, samanborið við 3,2 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið áður. Afkoma Landsbankans var jákvæð um 699 milljónir króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 samanborið við 14,4 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Bankinn hefur aldrei lánað jafnmikið til heimila og á fyrstu níu mánuðum ársins 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans vegna þriðja ársfjórðungsuppgjörs sem kynnt var í dag. Þar segir að hreinar vaxtatekjur hafi verið 28,4 milljarðar króna samanborið við 30,1 milljarð króna á sama tímabili árið á undan, sem er sex prósent lækkun á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 5,7 milljörðum króna og lækkuðu um sjö prósent frá sama tímabili árið áður. Lánaði 89 milljarða í íbúðalán Á fyrstu níu mánuðum ársins nam virðisrýrnun útlána um 13,6 milljörðum króna, sem jafngildir um 1% af eignasafni bankans, samanborið við 3,4 milljarða króna á sama tímabili 2019. Virðisrýrnunin var að langmestu leyti bókfærð á fyrri helmingi ársins og byggði m.a. á ítarlegu mati á væntu útlánatapi vegna áhrifa COVID-19. Virðisrýrnun útlána á þriðja ársfjórðungi nam um 120 milljónum króna. Rekstrarkostnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 nam 17,4 milljörðum króna, samanborið við 17,7 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Þar af var launakostnaður 10,8 milljarðar króna samanborið við 10,7 milljarða króna árið áður. Annar rekstrarkostnaður var 6,6 milljarðar króna samanborið við 7 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Útlán til einstaklinga og fyrirtækja jukust um 10,1% frá áramótum, eða um rúma 115 milljarða króna, en þar af voru um 38 milljarðar króna vegna gengisbreytinga. Landsbankinn hefur aldrei lánað jafnmikið til heimila og á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 en alls lánaði bankinn 89 milljarða króna í íbúðalán. Innlán hjá Landsbankanum jukust um 106 milljarða króna frá áramótum, sem er 15% aukning. „Gott uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung endurspeglar styrk á miklum óvissutímum og bankinn er sem fyrr í góðri stöðu til að styðja við bakið á viðskiptavinum. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður í efnahagslífinu finnum við fyrir góðum meðbyr. Mikil eftirspurn er eftir íbúðalánum bankans, jafnt af hálfu þeirra sem eru að kaupa fasteign og þeirra sem eru að endurfjármagna á betri kjörum. Góður gangur hefur verið í eignastýringu og fyrirtækjaráðgjöf bankans, innlán hafa aukist umtalsvert á árinu og nýlega lauk bankinn vel heppnuðu skuldabréfaútboði í norskum og sænskum krónum sem sýnir að bankinn hefur góðan aðgang að erlendum fjármagnsmörkuðum. Við brugðumst fljótt við áhrifum kórónuveirufaraldurins bæði með því að bjóða viðskiptavinum ýmis úrræði til að takast á við vandann og með því að leggja verulegar fjárhæðir til hliðar vegna vænts útlánataps. Mat bankans á virðisrýrnun sem var gjaldfærð á fyrri árshelmingi var raunsætt og því hafa framlög í virðisrýrnunarsjóð ekki verið aukin nema að litlu leyti á þriðja ársfjórðungi. Áfram er þó mikil óvissa um áhrif faraldursins,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans í tilkynningunni sem nálgast má hér. Íslenskir bankar Húsnæðismál Tengdar fréttir Íslandsbanki hagnaðist um 3,4 milljarða á þriðja ársfjórðungi Hagnaður af rekstri Íslandsbanka eftir skatta nam 3,4 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 2,1 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. 28. október 2020 17:39 Afkoma Arion tæpir fjórir milljarðar á þriðja ársfjórðungi Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi var alls 3,9 milljarðar króna, sem er umtalsvert betri afkoma en á þriðja ársfjórðungi síðasta árs að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. 28. október 2020 17:27 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Sjá meira
Hagnaður Landsbankans á þriðja ársfjórðungi 2020 nam 4 milljörðum króna, eftir skatta, samanborið við 3,2 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið áður. Afkoma Landsbankans var jákvæð um 699 milljónir króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 samanborið við 14,4 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2019. Bankinn hefur aldrei lánað jafnmikið til heimila og á fyrstu níu mánuðum ársins 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans vegna þriðja ársfjórðungsuppgjörs sem kynnt var í dag. Þar segir að hreinar vaxtatekjur hafi verið 28,4 milljarðar króna samanborið við 30,1 milljarð króna á sama tímabili árið á undan, sem er sex prósent lækkun á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 5,7 milljörðum króna og lækkuðu um sjö prósent frá sama tímabili árið áður. Lánaði 89 milljarða í íbúðalán Á fyrstu níu mánuðum ársins nam virðisrýrnun útlána um 13,6 milljörðum króna, sem jafngildir um 1% af eignasafni bankans, samanborið við 3,4 milljarða króna á sama tímabili 2019. Virðisrýrnunin var að langmestu leyti bókfærð á fyrri helmingi ársins og byggði m.a. á ítarlegu mati á væntu útlánatapi vegna áhrifa COVID-19. Virðisrýrnun útlána á þriðja ársfjórðungi nam um 120 milljónum króna. Rekstrarkostnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 nam 17,4 milljörðum króna, samanborið við 17,7 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Þar af var launakostnaður 10,8 milljarðar króna samanborið við 10,7 milljarða króna árið áður. Annar rekstrarkostnaður var 6,6 milljarðar króna samanborið við 7 milljarða króna á sama tímabili árið áður. Útlán til einstaklinga og fyrirtækja jukust um 10,1% frá áramótum, eða um rúma 115 milljarða króna, en þar af voru um 38 milljarðar króna vegna gengisbreytinga. Landsbankinn hefur aldrei lánað jafnmikið til heimila og á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 en alls lánaði bankinn 89 milljarða króna í íbúðalán. Innlán hjá Landsbankanum jukust um 106 milljarða króna frá áramótum, sem er 15% aukning. „Gott uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung endurspeglar styrk á miklum óvissutímum og bankinn er sem fyrr í góðri stöðu til að styðja við bakið á viðskiptavinum. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður í efnahagslífinu finnum við fyrir góðum meðbyr. Mikil eftirspurn er eftir íbúðalánum bankans, jafnt af hálfu þeirra sem eru að kaupa fasteign og þeirra sem eru að endurfjármagna á betri kjörum. Góður gangur hefur verið í eignastýringu og fyrirtækjaráðgjöf bankans, innlán hafa aukist umtalsvert á árinu og nýlega lauk bankinn vel heppnuðu skuldabréfaútboði í norskum og sænskum krónum sem sýnir að bankinn hefur góðan aðgang að erlendum fjármagnsmörkuðum. Við brugðumst fljótt við áhrifum kórónuveirufaraldurins bæði með því að bjóða viðskiptavinum ýmis úrræði til að takast á við vandann og með því að leggja verulegar fjárhæðir til hliðar vegna vænts útlánataps. Mat bankans á virðisrýrnun sem var gjaldfærð á fyrri árshelmingi var raunsætt og því hafa framlög í virðisrýrnunarsjóð ekki verið aukin nema að litlu leyti á þriðja ársfjórðungi. Áfram er þó mikil óvissa um áhrif faraldursins,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans í tilkynningunni sem nálgast má hér.
Íslenskir bankar Húsnæðismál Tengdar fréttir Íslandsbanki hagnaðist um 3,4 milljarða á þriðja ársfjórðungi Hagnaður af rekstri Íslandsbanka eftir skatta nam 3,4 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 2,1 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. 28. október 2020 17:39 Afkoma Arion tæpir fjórir milljarðar á þriðja ársfjórðungi Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi var alls 3,9 milljarðar króna, sem er umtalsvert betri afkoma en á þriðja ársfjórðungi síðasta árs að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. 28. október 2020 17:27 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Sjá meira
Íslandsbanki hagnaðist um 3,4 milljarða á þriðja ársfjórðungi Hagnaður af rekstri Íslandsbanka eftir skatta nam 3,4 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 2,1 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. 28. október 2020 17:39
Afkoma Arion tæpir fjórir milljarðar á þriðja ársfjórðungi Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi var alls 3,9 milljarðar króna, sem er umtalsvert betri afkoma en á þriðja ársfjórðungi síðasta árs að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. 28. október 2020 17:27