Forsetaframbjóðandi hjá Barcelona vill fá Guardiola aftur til baka til félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2020 07:30 Pep Guardiola og Lionel Messi upplifðu frábæra tíma saman hjá Barcelona á sínum tíma. EPA-EFE/ETTORE FERRARI Sá sem er líklegastur til að vera kjörinn næsti forseti Barcelona er með það háleita markmið að sameina þá Lionel Messi og Pep Guardiola á nýjan leik. Victor Font er sigurstranglegastur í komandi forsetakosningum hjá Barcelona og hann vill endurheimta mennina sem voru í lykilhlutverki þegar Barcelona liðið var upp á sitt besta. Josep Maria Bartomeu sagði af sér sem forseti Barcelona í vikunni ásamt allri stjórninni en von var á vantraustsyfirlýsingu gegn honum. Bartomeu og stjórn hans hefur fengið á sig mikla gagnrýni en undir hans forystu hefur Barcelona misst mátt sinn inn á vellinum og nánast breyst í meðalllið á evrópskan mælikvarða eftir að hafa verið eitt allra besta fótboltalið heims í mörg ár. Barcelona's presidential frontrunner reportedly wants to bring Pep Guardiola back to the club.Gossip column https://t.co/zPCLt848Yv pic.twitter.com/i2JIzlQkE6— BBC Sport (@BBCSport) October 30, 2020 Barcelona hefur eytt stórum upphæðum í nýja leikmenn og flestir þeirra hafa verið langt frá því að standa undir væntingum. Á sama tíma gengur lítið í að búa til næstu stjörnur félagsins í akademíunni eins og félagið gerði svo vel hér á árum áður. Lionel Messi var einn af þeim sem var mjög ósáttur með stjórnarhætti Josep Maria Bartomeu og gagnrýndi hans opinberlega. Messi ætlaði að yfirgefa Barcelona í haust en vildi ekki fara dómstólaleiðina og ákvað að klára síðasta tímabilið í samningu sínum. Victor Font vill horfa til baka til gullaldarliðs félagsins og talar um að endurvekja Johan Cruyff leikstílinn sem hefur verið svo lengi í hávegum hafður á Nývangi. "We need to bring them back" Barcelona presidential frontrunner Victor Font has "no doubt" Lionel Messi will stay and wants Pep Guardiola to return to the club — Sky Sports News (@SkySportsNews) October 29, 2020 Font er heldur ekki í vafa um að Lionel Messi geri nýjan samning við Barcelona og hitti ekki Pep Guardiola hjá Manchester City heldur sameinist þeir frekar hjá Barcelona. „Flestir af okkar bestu mönnum þekkja Barca stílinn og þeir elska líka félagið. Menn eins og Pep Guardiola, Xavi, Iniesta og Puyol. Þetta eru allt goðsagnir sem elska Barcelona en vinna ekki fyrir Barcelona í dag. Við þurfum að ná í þá til baka og tryggja það að við séum með mjög samkeppnishæft verkefni í gangi,“ sagði Victor Font í viðtali við Sky Sports. „Það eina sem Messi þarf að vita núna að hann sé hluti af samkeppnishæfu liði sem setur markið á að vinna næstu Meistaradeild. Við erum í engum vafa um það, ef við komust til valda, að okkur takist að halda honum hjá félaginu,“ sagði Victor Font. Spænski boltinn Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjá meira
Sá sem er líklegastur til að vera kjörinn næsti forseti Barcelona er með það háleita markmið að sameina þá Lionel Messi og Pep Guardiola á nýjan leik. Victor Font er sigurstranglegastur í komandi forsetakosningum hjá Barcelona og hann vill endurheimta mennina sem voru í lykilhlutverki þegar Barcelona liðið var upp á sitt besta. Josep Maria Bartomeu sagði af sér sem forseti Barcelona í vikunni ásamt allri stjórninni en von var á vantraustsyfirlýsingu gegn honum. Bartomeu og stjórn hans hefur fengið á sig mikla gagnrýni en undir hans forystu hefur Barcelona misst mátt sinn inn á vellinum og nánast breyst í meðalllið á evrópskan mælikvarða eftir að hafa verið eitt allra besta fótboltalið heims í mörg ár. Barcelona's presidential frontrunner reportedly wants to bring Pep Guardiola back to the club.Gossip column https://t.co/zPCLt848Yv pic.twitter.com/i2JIzlQkE6— BBC Sport (@BBCSport) October 30, 2020 Barcelona hefur eytt stórum upphæðum í nýja leikmenn og flestir þeirra hafa verið langt frá því að standa undir væntingum. Á sama tíma gengur lítið í að búa til næstu stjörnur félagsins í akademíunni eins og félagið gerði svo vel hér á árum áður. Lionel Messi var einn af þeim sem var mjög ósáttur með stjórnarhætti Josep Maria Bartomeu og gagnrýndi hans opinberlega. Messi ætlaði að yfirgefa Barcelona í haust en vildi ekki fara dómstólaleiðina og ákvað að klára síðasta tímabilið í samningu sínum. Victor Font vill horfa til baka til gullaldarliðs félagsins og talar um að endurvekja Johan Cruyff leikstílinn sem hefur verið svo lengi í hávegum hafður á Nývangi. "We need to bring them back" Barcelona presidential frontrunner Victor Font has "no doubt" Lionel Messi will stay and wants Pep Guardiola to return to the club — Sky Sports News (@SkySportsNews) October 29, 2020 Font er heldur ekki í vafa um að Lionel Messi geri nýjan samning við Barcelona og hitti ekki Pep Guardiola hjá Manchester City heldur sameinist þeir frekar hjá Barcelona. „Flestir af okkar bestu mönnum þekkja Barca stílinn og þeir elska líka félagið. Menn eins og Pep Guardiola, Xavi, Iniesta og Puyol. Þetta eru allt goðsagnir sem elska Barcelona en vinna ekki fyrir Barcelona í dag. Við þurfum að ná í þá til baka og tryggja það að við séum með mjög samkeppnishæft verkefni í gangi,“ sagði Victor Font í viðtali við Sky Sports. „Það eina sem Messi þarf að vita núna að hann sé hluti af samkeppnishæfu liði sem setur markið á að vinna næstu Meistaradeild. Við erum í engum vafa um það, ef við komust til valda, að okkur takist að halda honum hjá félaginu,“ sagði Victor Font.
Spænski boltinn Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjá meira