Bandaríska sendiráðið sakar Fréttablaðið um „falsfréttaflutning“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. október 2020 07:18 Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, er ötull stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. Tilefni færslunnar er frétt á vef Fréttablaðsins í gær þar sem greint var frá kórónuveirusmiti í sendiráðinu. Í fréttinni var vísað í heimildir blaðsins varðandi það að starfsmaður sendiráðsins hefði greinst með kórónuveiruna í liðinni viku. Engu að síður hafi allir starfsmenn verið kallaðir til vinnu um helgina vegna flutninga sendiráðsins í nýtt húsnæði við Engjateig. Starfsmennirnir eigi að aðstoða við flutningana. Rætt var við Kristinn Gilsdorf, upplýsingafulltrúa sendiráðsins, í fréttinni sem kannaðist ekki við málið. Í Facebook-færslu sendiráðsins í nótt er fullyrt að tekist hafi að vígja nýja sendiráðið án þess að upp kæmi kórónuveirusmit. „Löngu eftir“ að sendiráðið var vígt hafi hins vegar íslenskur starfsmaður sendiráðsins smitast og var smitið rakið til smits sem kom upp í íslenskum skóla. Has Fake News Arrived in Iceland? America has succeeded with the #NewUSEmbassy completed and dedicated while having...Posted by US Embassy Reykjavik Iceland on Thursday, October 29, 2020 Ekki kemur fram í færslunni hvenær sendiráðið var vígt eða hvort búið sé að flytja þangað og þá hvenær það ætti að hafa verið. Hins vegar má sjá í Twitter-færslu sendiherrans Jeffrey Ross Gunter að sendiráðið var vígt 20. október. Gunter tísti í gær og sagði flutninga standa yfir. Hann væri mjög spenntur fyrir því að vera innan skamms í nýju húsnæði. All @usembreykjavik are on the move. Excited to be in the #NewUSEmbassy shortly! Making it happen for #America and #Iceland. Thank you again to friend & strong leader @AddisonTadDavis, your tremendous team at @State_OBO, & all our great colleagues @StateDeptDSS. Success! pic.twitter.com/UtVnrVcoWf— Ambassador Gunter (@USAmbIceland) October 29, 2020 Í færslu sendiráðsins á Facebook segir að það sé til skammar að sjá Fréttablaðið stunda „ábyrgðarlausa blaðamennsku“. Þá hafi Ísland því miður eina hæstu tíðni kórónuveirusmita í Evrópu. Ekki er farið nánar í þá tölfræði í Facebook-færslunni en samkvæmt nýjustu tölum Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar er fjórtán daga nýgengi smita á hverja 100 þúsund íbúa hér á landi 256. Það er vissulega hátt en er mun hærra í mörgum öðrum Evrópulöndum, til að mynda Belgíu þar sem það er 1498, í Hollandi er það 771, í Frakklandi 680 og í Bretlandi 431. Í færslunni segir síðan að það sé hræðilegt og sorglegt að „Falsfrétta-Fréttablaðið“ (Fake News Fréttablaðið) hafi verið svo „ófaglegt og sýnt svo mikla óvirðingu með því að nota kórónuveiruna í pólitískum tilgangi í þessari krísu. Bandaríska sendiráðið í Reykjavík hefur alltaf verið og er eitt öruggasta athvarfið frá Covid-19 á Íslandi,“ segir svo í færslunni. Ötull stuðningsmaður Trumps Jeffrey Ross Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, árið 2018. Forsetinn hefur einmitt ítrekað undanfarin ár sakað fjölmiðla sem hann telur ekki hliðholla sér um falsfréttaflutning og jafnvel ráðist að einstaka blaðamönnum á fréttamannafundum. Gunter er reynslulaus sem erindreki en hann hefur um árabil verið húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Hann er virkur í Repúblikanaflokki Bandaríkjanna og ötull stuðningsmaður Trumps. Í sumar voru sagðar fréttir af því að hann vildi fá að bera byssu hér á landi. Þá vildi hann aukna öryggisgæslu en í frétt CBS var sendiherrann sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt frá því hann kom til landsins í fyrra. Þá vakti Gunter einnig mikla athygli hér á landi í sumar þegar hann tísti um kórónuveiruna og kallaði hana „ósýnilegu Kínaveiruna“. Fjölmargir gagnrýndu sendiherrann fyrir þessi orð, eins og fjallað var um hér á Vísi. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum næstkomandi þriðjudag. Þar sækist Trump eftir endurkjöri en ef marka má skoðanakannanir á hann á brattann að sækja gegn Joe Biden, frambjóðanda Demókrata. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Sendiráð á Íslandi Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Fleiri fréttir Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Sjá meira
Í færslu á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi sem birt var í nótt er spurt hvort að falsfréttir séu komnar til Íslands. Tilefni færslunnar er frétt á vef Fréttablaðsins í gær þar sem greint var frá kórónuveirusmiti í sendiráðinu. Í fréttinni var vísað í heimildir blaðsins varðandi það að starfsmaður sendiráðsins hefði greinst með kórónuveiruna í liðinni viku. Engu að síður hafi allir starfsmenn verið kallaðir til vinnu um helgina vegna flutninga sendiráðsins í nýtt húsnæði við Engjateig. Starfsmennirnir eigi að aðstoða við flutningana. Rætt var við Kristinn Gilsdorf, upplýsingafulltrúa sendiráðsins, í fréttinni sem kannaðist ekki við málið. Í Facebook-færslu sendiráðsins í nótt er fullyrt að tekist hafi að vígja nýja sendiráðið án þess að upp kæmi kórónuveirusmit. „Löngu eftir“ að sendiráðið var vígt hafi hins vegar íslenskur starfsmaður sendiráðsins smitast og var smitið rakið til smits sem kom upp í íslenskum skóla. Has Fake News Arrived in Iceland? America has succeeded with the #NewUSEmbassy completed and dedicated while having...Posted by US Embassy Reykjavik Iceland on Thursday, October 29, 2020 Ekki kemur fram í færslunni hvenær sendiráðið var vígt eða hvort búið sé að flytja þangað og þá hvenær það ætti að hafa verið. Hins vegar má sjá í Twitter-færslu sendiherrans Jeffrey Ross Gunter að sendiráðið var vígt 20. október. Gunter tísti í gær og sagði flutninga standa yfir. Hann væri mjög spenntur fyrir því að vera innan skamms í nýju húsnæði. All @usembreykjavik are on the move. Excited to be in the #NewUSEmbassy shortly! Making it happen for #America and #Iceland. Thank you again to friend & strong leader @AddisonTadDavis, your tremendous team at @State_OBO, & all our great colleagues @StateDeptDSS. Success! pic.twitter.com/UtVnrVcoWf— Ambassador Gunter (@USAmbIceland) October 29, 2020 Í færslu sendiráðsins á Facebook segir að það sé til skammar að sjá Fréttablaðið stunda „ábyrgðarlausa blaðamennsku“. Þá hafi Ísland því miður eina hæstu tíðni kórónuveirusmita í Evrópu. Ekki er farið nánar í þá tölfræði í Facebook-færslunni en samkvæmt nýjustu tölum Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar er fjórtán daga nýgengi smita á hverja 100 þúsund íbúa hér á landi 256. Það er vissulega hátt en er mun hærra í mörgum öðrum Evrópulöndum, til að mynda Belgíu þar sem það er 1498, í Hollandi er það 771, í Frakklandi 680 og í Bretlandi 431. Í færslunni segir síðan að það sé hræðilegt og sorglegt að „Falsfrétta-Fréttablaðið“ (Fake News Fréttablaðið) hafi verið svo „ófaglegt og sýnt svo mikla óvirðingu með því að nota kórónuveiruna í pólitískum tilgangi í þessari krísu. Bandaríska sendiráðið í Reykjavík hefur alltaf verið og er eitt öruggasta athvarfið frá Covid-19 á Íslandi,“ segir svo í færslunni. Ötull stuðningsmaður Trumps Jeffrey Ross Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi af Donald Trump, Bandaríkjaforseta, árið 2018. Forsetinn hefur einmitt ítrekað undanfarin ár sakað fjölmiðla sem hann telur ekki hliðholla sér um falsfréttaflutning og jafnvel ráðist að einstaka blaðamönnum á fréttamannafundum. Gunter er reynslulaus sem erindreki en hann hefur um árabil verið húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Hann er virkur í Repúblikanaflokki Bandaríkjanna og ötull stuðningsmaður Trumps. Í sumar voru sagðar fréttir af því að hann vildi fá að bera byssu hér á landi. Þá vildi hann aukna öryggisgæslu en í frétt CBS var sendiherrann sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt frá því hann kom til landsins í fyrra. Þá vakti Gunter einnig mikla athygli hér á landi í sumar þegar hann tísti um kórónuveiruna og kallaði hana „ósýnilegu Kínaveiruna“. Fjölmargir gagnrýndu sendiherrann fyrir þessi orð, eins og fjallað var um hér á Vísi. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum næstkomandi þriðjudag. Þar sækist Trump eftir endurkjöri en ef marka má skoðanakannanir á hann á brattann að sækja gegn Joe Biden, frambjóðanda Demókrata.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Sendiráð á Íslandi Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Fleiri fréttir Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Sjá meira