„Nú eru tölurnar bara hækkandi dag frá degi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. október 2020 08:59 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að almenningur þurfi að draga sig dálítið inn í skel næstu tvær vikur svo hægt sé að ná kórónuveirusmitum innanlands niður. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir tölur yfir fjölda smitaðra með kórónuveiruna fara hækkandi dag frá degi. Það sé ekki gott og ástandið í faraldrinum sé þannig að ekki sé vit í öðru en að skerpa línurnar í sóttvarnaaðgerðum með einhverjum hætti. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann fór ekki nánar út í það hversu margir greindust með veiruna innanlands í gær, fimmtudag, en á miðvikudag greindust 42 einstaklingar. Heimildir Vísis herma að töluvert fleiri hafi greinst jákvæðir í gær. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði tillögum sínum að hertum aðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í gær. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar fyrir hádegi í dag þar sem tillögurnar verða til umfjöllunar. „Við verðum bara að sjá hver niðurstaðan verður úr því. Allavega er ástandið þannig að ég held að það sé ekki vit í öðru en að skerpa línurnar með einhverjum hætti og það eru auðvitað margar leiðir til í því. Við erum búin að vera núna í tólf vikur með tiltölulega harðar aðgerðir og nú eru tölurnar bara hækkandi dag frá degi og það er ekki gott,“ sagði Víðir í Bítinu í morgun. Hann minnti á að núna væru í gildi nánast jafnharðar aðgerðir og voru í vor í fyrstu bylgju faraldursins. Tuttugu manna samkomubann væri í gildi, ýmis þjónusta lokuð á höfuðborgarsvæðinu og valkvæðum aðgerðum hefur verið frestað á landsvísu. Fólk dragi sig inn í skel í tvær vikur Aðspurður hvort setja ætti á útgöngubann eða loka verslunum svaraði Víðir neitandi. „Ég sé þetta dálítið þannig fyrir mér að þetta sé svona mikið átak að fara í núna en við þurfum kannski ekki að vera mjög lengi í því ef við förum bara í það með þeim krafti sem við sáum að við gátum í vor. Þegar stranga samkomubannið var sett á 23. mars þá settu bara allir undir sig hausinn í tvær og eftir það vorum við farin að sjá út úr þessu og ég held að það sé akkúrat það sem við þurfum að gera núna.“ Reynt yrði að hafa eins mikla þjónustu opna og mögulegt væri. „En ef við förum öll í það að hægja á öllu sem við erum að gera þá auðvitað minnkar verslun. Við erum pínulítið að hvetja fólk til að draga sig pínulítið inn í skel í tvær vikur,“ sagði Víðir. Spurður út í hvort aðgerðir yrðu kynntar á fundi á eftir kvaðst hann ekki vita hvernig ríkisstjórnin muni fjalla um málið. „Þetta er bara í ferli hjá þeim og gildandi reglur fyrir hlutinn af þeim gildir til mánudags og seinni hlutinn til 10. En Þórólfur hefur sagt að það sem hann er að fjalla um í sínu minnisblaði að hann vilji að það taki gildi sem fyrst og ég held að það hljóti að vera það sem við erum öll að horfa á að ef við ætlum að herða okkur í þessu þá þurfum við bara að byrja á því strax og það styttir þetta. Við sjáum þetta fyrir okkur að brýna okkur núna og ef það gengur vel í tvær, þrjár vikur þá getum við farið að horfa til baka og slaka á,“ sagði Víðir. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir tölur yfir fjölda smitaðra með kórónuveiruna fara hækkandi dag frá degi. Það sé ekki gott og ástandið í faraldrinum sé þannig að ekki sé vit í öðru en að skerpa línurnar í sóttvarnaaðgerðum með einhverjum hætti. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann fór ekki nánar út í það hversu margir greindust með veiruna innanlands í gær, fimmtudag, en á miðvikudag greindust 42 einstaklingar. Heimildir Vísis herma að töluvert fleiri hafi greinst jákvæðir í gær. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði tillögum sínum að hertum aðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í gær. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar fyrir hádegi í dag þar sem tillögurnar verða til umfjöllunar. „Við verðum bara að sjá hver niðurstaðan verður úr því. Allavega er ástandið þannig að ég held að það sé ekki vit í öðru en að skerpa línurnar með einhverjum hætti og það eru auðvitað margar leiðir til í því. Við erum búin að vera núna í tólf vikur með tiltölulega harðar aðgerðir og nú eru tölurnar bara hækkandi dag frá degi og það er ekki gott,“ sagði Víðir í Bítinu í morgun. Hann minnti á að núna væru í gildi nánast jafnharðar aðgerðir og voru í vor í fyrstu bylgju faraldursins. Tuttugu manna samkomubann væri í gildi, ýmis þjónusta lokuð á höfuðborgarsvæðinu og valkvæðum aðgerðum hefur verið frestað á landsvísu. Fólk dragi sig inn í skel í tvær vikur Aðspurður hvort setja ætti á útgöngubann eða loka verslunum svaraði Víðir neitandi. „Ég sé þetta dálítið þannig fyrir mér að þetta sé svona mikið átak að fara í núna en við þurfum kannski ekki að vera mjög lengi í því ef við förum bara í það með þeim krafti sem við sáum að við gátum í vor. Þegar stranga samkomubannið var sett á 23. mars þá settu bara allir undir sig hausinn í tvær og eftir það vorum við farin að sjá út úr þessu og ég held að það sé akkúrat það sem við þurfum að gera núna.“ Reynt yrði að hafa eins mikla þjónustu opna og mögulegt væri. „En ef við förum öll í það að hægja á öllu sem við erum að gera þá auðvitað minnkar verslun. Við erum pínulítið að hvetja fólk til að draga sig pínulítið inn í skel í tvær vikur,“ sagði Víðir. Spurður út í hvort aðgerðir yrðu kynntar á fundi á eftir kvaðst hann ekki vita hvernig ríkisstjórnin muni fjalla um málið. „Þetta er bara í ferli hjá þeim og gildandi reglur fyrir hlutinn af þeim gildir til mánudags og seinni hlutinn til 10. En Þórólfur hefur sagt að það sem hann er að fjalla um í sínu minnisblaði að hann vilji að það taki gildi sem fyrst og ég held að það hljóti að vera það sem við erum öll að horfa á að ef við ætlum að herða okkur í þessu þá þurfum við bara að byrja á því strax og það styttir þetta. Við sjáum þetta fyrir okkur að brýna okkur núna og ef það gengur vel í tvær, þrjár vikur þá getum við farið að horfa til baka og slaka á,“ sagði Víðir. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira