Segir stöðuna aldrei hafa verið verri en nú Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 30. október 2020 12:06 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, hefur miklar áhyggjur af stöðunni vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir stöðuna miklu flóknari og verri nú en nokkurn tímann í fyrstu bylgjunni. Staðan hafi í raun aldrei verið verri. Hann segir sóttvarnalækni hafa lagt til mjög skýrar reglur í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. 75 greindust með kórónuveiruna innanlands en meirihluti þeirra, eða alls sextíu manns, var í sóttkví við greiningu. Víðir segir í viðtali við fréttastofu að rauð flögg séu víða. Hann nefnir hópsýkinguna á Landakoti sem kom upp fyrir rúmri viku og svo smit inni í íbúðakjörnum hjá eldra fólki, bæði á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar sem tengjast í einhverjum tilfellum smitinu á Landakoti. Þá bendir hann einnig á hópsmit á Norðurlandi. „Sem virðist vera að breiða mjög hratt úr sér á Eyjafjarðarsvæðinu og svo erum við með svona klasa hingað og þangað. Við erum með ansi marga hópa svona fimm, sex, sjö, mikið af bara vinnustöðum sem eru að koma upp og þetta virðist gerast og breiðast út mjög hratt og alveg með ólíkindum hvað þetta virðist koma fólki á óvart hvað þetta gerist hratt innan vinnustaða til dæmis,“ segir Víðir. Skilaboðin þurfa að vera skýrari Hann gefur lítið sem ekkert upp um hvaða tillögur Þórólfur setti fram í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra enda séu þær ennþá til umfjöllunar hjá ríkisstjórninni sem fundar enn um málið í Ráðherrabústaðnum. Áætlað er að ný reglugerð ráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir verði kynnt á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar klukkan 13. Víðir leggur þó áherslu á að nýjar reglur verði skýrar og einfaldari en er til að mynda í núverandi reglugerð. Skilaboðin þurfi að vera skýrari. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að hertar aðgerðir dugi til þess að ná tökum á faraldrinum segir Víðir: „Það eina sem dugar til til þess að ná tökum á þessum faraldri er að við drögum núna djúpt andann og drögum okkur inn í skelina í tvær vikur og hreyfum okkur eins lítið og verum í eins litlum samskiptum við annað fólk og við mögulega getum.“ „Við þurfum að hægja verulega á okkur næstu tvær vikurnar“ Það sé alveg sama hvað ríkisstjórnin ákveður og hvaða línur verði lagðar; þetta sé algjörlega undir okkur öllum komið. „Og við þurfum að hægja verulega á okkur næstu tvær vikurnar,“ segir Víðir. Spurður út í hvort það spili ekki inn í stöðuna að smitið sé dreifðara um samfélagið nú heldur en í fyrstu bylgju segir Víðir stöðuna nú miklu flóknari. „Þetta er miklu flóknari staða og miklu verri en hún var í mars. Við höfum aldrei verið á svona vondum stað í faraldrinum hingað til.“ Það spili margt inn í þessa alvarlegu stöðu, til að mynda stórar hópsýkingar í miðbæ Reykjavíkur, í hnefaleikastöð í Kópavogi, á Landakoti og fyrir norðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hópsýking á Landakoti Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir stöðuna miklu flóknari og verri nú en nokkurn tímann í fyrstu bylgjunni. Staðan hafi í raun aldrei verið verri. Hann segir sóttvarnalækni hafa lagt til mjög skýrar reglur í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. 75 greindust með kórónuveiruna innanlands en meirihluti þeirra, eða alls sextíu manns, var í sóttkví við greiningu. Víðir segir í viðtali við fréttastofu að rauð flögg séu víða. Hann nefnir hópsýkinguna á Landakoti sem kom upp fyrir rúmri viku og svo smit inni í íbúðakjörnum hjá eldra fólki, bæði á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar sem tengjast í einhverjum tilfellum smitinu á Landakoti. Þá bendir hann einnig á hópsmit á Norðurlandi. „Sem virðist vera að breiða mjög hratt úr sér á Eyjafjarðarsvæðinu og svo erum við með svona klasa hingað og þangað. Við erum með ansi marga hópa svona fimm, sex, sjö, mikið af bara vinnustöðum sem eru að koma upp og þetta virðist gerast og breiðast út mjög hratt og alveg með ólíkindum hvað þetta virðist koma fólki á óvart hvað þetta gerist hratt innan vinnustaða til dæmis,“ segir Víðir. Skilaboðin þurfa að vera skýrari Hann gefur lítið sem ekkert upp um hvaða tillögur Þórólfur setti fram í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra enda séu þær ennþá til umfjöllunar hjá ríkisstjórninni sem fundar enn um málið í Ráðherrabústaðnum. Áætlað er að ný reglugerð ráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir verði kynnt á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar klukkan 13. Víðir leggur þó áherslu á að nýjar reglur verði skýrar og einfaldari en er til að mynda í núverandi reglugerð. Skilaboðin þurfi að vera skýrari. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að hertar aðgerðir dugi til þess að ná tökum á faraldrinum segir Víðir: „Það eina sem dugar til til þess að ná tökum á þessum faraldri er að við drögum núna djúpt andann og drögum okkur inn í skelina í tvær vikur og hreyfum okkur eins lítið og verum í eins litlum samskiptum við annað fólk og við mögulega getum.“ „Við þurfum að hægja verulega á okkur næstu tvær vikurnar“ Það sé alveg sama hvað ríkisstjórnin ákveður og hvaða línur verði lagðar; þetta sé algjörlega undir okkur öllum komið. „Og við þurfum að hægja verulega á okkur næstu tvær vikurnar,“ segir Víðir. Spurður út í hvort það spili ekki inn í stöðuna að smitið sé dreifðara um samfélagið nú heldur en í fyrstu bylgju segir Víðir stöðuna nú miklu flóknari. „Þetta er miklu flóknari staða og miklu verri en hún var í mars. Við höfum aldrei verið á svona vondum stað í faraldrinum hingað til.“ Það spili margt inn í þessa alvarlegu stöðu, til að mynda stórar hópsýkingar í miðbæ Reykjavíkur, í hnefaleikastöð í Kópavogi, á Landakoti og fyrir norðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Hópsýking á Landakoti Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira