Það styttist óðfluga í kosningar í Bandaríkjunum og enn sem komið er mælast Joe Biden og Demókratar í betri stöðu en Donald Trump og Repúblikanar. Í nýjum þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, ræðum við meðal annars um framkvæmd kosninganna í næstu viku og hvað tekur við eftir þær.
Við ræðum einnig um síðustu daga kosningabaráttunnar og annað sem kemur að pólitíkinni í Bandaríkjunum.
Eins og alltaf endar þátturinn svo á leiklestri á Trump-tísti vikunnar.