Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2020 17:50 Valur trónir á toppi Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu nú þegar KSÍ hefur staðfest að keppni verði hætt. Vísir/Bára Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. Var tilkynning þess efnis birt á vef sambandsins nú rétt í þessu. „Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 30. október, að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ 2020, í samræmi við 5. grein í reglugerð um viðmiðanir og sértækar ráðstafanir vegna heimsfaraldurs kórónaveiru [Covid-19], sem gefin var út í júlí síðastliðnum. Ákvörðunin tekur strax gildi,“ segir í tilkynningu sambandsins. Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 30. október, að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ 2020. Ákvörðunin tekur strax gildi. https://t.co/Gm6VlwyBe5— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 30, 2020 Þýðir þetta að keppni er hætt í öllum deildum bæði karla- og kvenna megin. Á þetta einnig við um keppni í Mjólkurbikarnum og því verður ekkert lið krýnt Mjólkurbikarmeistari 2020. Varðandi Íslandsmót „Í 5. grein reglugerðarinnar kemur fram að hafi að lágmarki 2/3 hlutar heildarleikja í efstu deild, 1. deild og 2. deild verið leiknir samkvæmt mótaskrá ræður meðalfjöldi stiga hvers liðs fyrir sig í hverjum leik sem það hefur lokið á þeim degi þegar móti er aflýst, endanlegri niðurröðun. Telst Íslandsmótinu þar með lokið. Skulu þá Íslandsmeistarar krýndir og lið færast á milli deilda með sama hætti og ef allir leikir í öllum deildum á Íslandsmóti hefðu verið leiknir.“ FH, Breiðablik og Stjarnan fara í Evrópukeppni í karlaflokki en KR situr eftir. Því er Valur Íslandsmeistari í karlaflokki og Breiðablik í kvennaflokki. Fjölnir og Grótta falla því úr Pepsi Max-deild karla á meðan FH og KR falla úr Pepsi Max-deild kvenna. Lengjudeildirnar Keflavík og Leiknir Reykjavík fara upp úr Lengjudeild karla en Fram situr eftir með súrt ennið þar sem liðið er með lakari markatölu en Leiknir. Magni Grenivík og Leiknir Fáskrúðsfjörður falla úr deildinni en Þróttur Reykjavík heldur sæti sínu í deildinni. Munar aðeins einu marki á markatölu Þróttar og Magna. Í Lengjudeild kvenna höfðu Tindastóll og Keflavík tryggt sér sæti í Pepsi Max deildinni að ári á meðan Fjölnir og Völsungur voru fallin. Aðrar deildir Þá fara Kórdrengir og Selfoss upp í Lengjudeildina á meðan Víðir Garði og sameiginlegt lið Dalvíkur og Reynis falla niður í 3. deild. KV og Reynir Sandgerði voru þegar farin upp úr 3. deildinni og það sama má segja um ÍH og KFS sem voru löngu búin að tryggja sér sæti í 3. deildinni næsta sumar. Í 2. deild kvenna fara lið HK og Grindavíkur upp í Lengjudeildina. Hér má lesa tilkynningu KSÍ í heild sinni. Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Valur Breiðablik Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. Var tilkynning þess efnis birt á vef sambandsins nú rétt í þessu. „Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 30. október, að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ 2020, í samræmi við 5. grein í reglugerð um viðmiðanir og sértækar ráðstafanir vegna heimsfaraldurs kórónaveiru [Covid-19], sem gefin var út í júlí síðastliðnum. Ákvörðunin tekur strax gildi,“ segir í tilkynningu sambandsins. Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 30. október, að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ 2020. Ákvörðunin tekur strax gildi. https://t.co/Gm6VlwyBe5— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 30, 2020 Þýðir þetta að keppni er hætt í öllum deildum bæði karla- og kvenna megin. Á þetta einnig við um keppni í Mjólkurbikarnum og því verður ekkert lið krýnt Mjólkurbikarmeistari 2020. Varðandi Íslandsmót „Í 5. grein reglugerðarinnar kemur fram að hafi að lágmarki 2/3 hlutar heildarleikja í efstu deild, 1. deild og 2. deild verið leiknir samkvæmt mótaskrá ræður meðalfjöldi stiga hvers liðs fyrir sig í hverjum leik sem það hefur lokið á þeim degi þegar móti er aflýst, endanlegri niðurröðun. Telst Íslandsmótinu þar með lokið. Skulu þá Íslandsmeistarar krýndir og lið færast á milli deilda með sama hætti og ef allir leikir í öllum deildum á Íslandsmóti hefðu verið leiknir.“ FH, Breiðablik og Stjarnan fara í Evrópukeppni í karlaflokki en KR situr eftir. Því er Valur Íslandsmeistari í karlaflokki og Breiðablik í kvennaflokki. Fjölnir og Grótta falla því úr Pepsi Max-deild karla á meðan FH og KR falla úr Pepsi Max-deild kvenna. Lengjudeildirnar Keflavík og Leiknir Reykjavík fara upp úr Lengjudeild karla en Fram situr eftir með súrt ennið þar sem liðið er með lakari markatölu en Leiknir. Magni Grenivík og Leiknir Fáskrúðsfjörður falla úr deildinni en Þróttur Reykjavík heldur sæti sínu í deildinni. Munar aðeins einu marki á markatölu Þróttar og Magna. Í Lengjudeild kvenna höfðu Tindastóll og Keflavík tryggt sér sæti í Pepsi Max deildinni að ári á meðan Fjölnir og Völsungur voru fallin. Aðrar deildir Þá fara Kórdrengir og Selfoss upp í Lengjudeildina á meðan Víðir Garði og sameiginlegt lið Dalvíkur og Reynis falla niður í 3. deild. KV og Reynir Sandgerði voru þegar farin upp úr 3. deildinni og það sama má segja um ÍH og KFS sem voru löngu búin að tryggja sér sæti í 3. deildinni næsta sumar. Í 2. deild kvenna fara lið HK og Grindavíkur upp í Lengjudeildina. Hér má lesa tilkynningu KSÍ í heild sinni.
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Valur Breiðablik Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira