Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Sylvía Hall skrifar 30. október 2020 18:24 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á blaðamannafundi í dag. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. Ef yfirvöld þyrftu sífellt að bregðast við smitum á nýjum stöðum tæki lengri tíma að ná tökum á faraldrinum. „Það er mjög erfitt og myndi örugglega taka miklu lengri tíma að vera tína þetta inn mismunandi eftir svæðum. Að mínu mati er skynsamlegast að taka þetta bara allt í einu núna með leiftursókn og ná þessu niður og geta þá miklu fyrr slakað á aftur. Annars gætum við lent í því að vera að elta þetta fram og til baka, nákvæmlega eins og við höfum verið að gera,“ sagði Þórólfur í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Undanfarið hafa harðari reglur verið í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið en landsbyggðina en frá og með miðnætti verður breyting þar á. Samkomur verða takmarkaðar við tíu manns, tveggja metra reglan verður áfram í gildi og aukin áhersla á grímunotkun. Þá verða allar sundlaugar lokaðar og íþróttastarf leggst af í bili. „Við höfum verið með harðari reglur hér á höfuðborgarsvæðinu en höfum verið að sjá núna undanfarið vaxandi útbreiðslu fyrir norðan og á fleiri stöðum. Ég held að þetta sé skynsamlegri leið.“ Kári alltaf viljað loka við „minnstu og fæstu smit“ Aðspurður um ummæli Kára Stefánssonar, sem sagði það sennilega hafa verið skynsamlegra að loka öllu eftir hópsýkingu á Irishman pub í síðasta mánuði, segir Þórólfur afstöðu Kára alltaf hafa verið þá að grípa eigi til harðra aðgerða umsvifalaust. Hann kjósi frekar að reyna að ná faraldrinum niður með minna íþyngjandi aðgerðum. „Kári hefur náttúrulega alltaf verið á því frá upphafi að vera mjög harður og loka bara við minnstu og fæstu smit, það hefur verið hans afstaða og allt í góðu lagi með það. Svo eru aðrir sem vilja gera sem minnst, en við höfum alltaf sagt að við viljum reyna að ná þessu niður með eins lítið íþyngjandi aðgerðum og mögulegt er fyrir samfélagið,“ sagði Þórólfur. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur talað fyrir hertari aðgerðum. Hann segir yfirvöld hafa reynt að beina spjótum sínum að svæðum þar sem veiran hefur komið upp og beitt markvissum aðgerðum. Það hafi tekist vel til framan af en svo hafi faraldurinn tekið aðra stefnu. „Okkur hefur tekist að halda í horfinu með því, en við höfum ekki náð að keyra þetta alveg niður. Við bundum vonir við það í síðustu viku, þá var kúrvan alveg niður á við en þá komu allt í einu þessi smit upp sem við erum að eiga við núna og þá verðum við að stíga næsta skref. Ég held það sé betri nálgun að reyna að gera þetta eins mildilega og mögulegt er en vera svo tilbúin að stíga stærri skref ef það gengur ekki.“ Undanþágurnar valda ósamræmi Ný reglugerð heilbrigðisráðherra nær ekki yfir starfsemi grunnskólanna en ljóst er að einhverjar takmarkanir verða í gildi varðandi þá. Til að mynda eru börn fædd 2005 og seinna ekki lengur undanþegin tveggja metra reglu líkt og áður, en nú er miðað við fæðingarárið 2015 og seinna. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í miðri næstu viku að sögn menntamálaráðherra. Þórólfur segir meira um smit milli nemenda á grunnskólaaldri núna en var í vor og nú sé stefnt að því að „loka fyrir alla leka“ með eins fáum undanþágum og mögulegt var. „Við vildum reyna að loka fyrir alla leka alls staðar eins og vel og við gætum til þess að ná þessu öllu niður, gera þetta á eins skýran hátt með eins fáum undanþágum og mögulegt er því þessar undanþágur sem við höfum verið að veita hafa verið að valda smá ruglingi,“ sagði Þórólfur. „Núna erum við að reyna að gera þetta á einsleitan máta og eins skýrt og mögulegt er, og þá kemur það upp að sumum finnst kannski verið að beita suma of hörðum aðgerðum og aðra ekki. Ég held að það sé mikilvægt að gera þetta svona núna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segir stöðuna aldrei hafa verið verri en nú Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir stöðuna miklu flóknari og verri nú en nokkurn tímann í fyrstu bylgjunni. 30. október 2020 12:06 Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30 Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. Ef yfirvöld þyrftu sífellt að bregðast við smitum á nýjum stöðum tæki lengri tíma að ná tökum á faraldrinum. „Það er mjög erfitt og myndi örugglega taka miklu lengri tíma að vera tína þetta inn mismunandi eftir svæðum. Að mínu mati er skynsamlegast að taka þetta bara allt í einu núna með leiftursókn og ná þessu niður og geta þá miklu fyrr slakað á aftur. Annars gætum við lent í því að vera að elta þetta fram og til baka, nákvæmlega eins og við höfum verið að gera,“ sagði Þórólfur í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Undanfarið hafa harðari reglur verið í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið en landsbyggðina en frá og með miðnætti verður breyting þar á. Samkomur verða takmarkaðar við tíu manns, tveggja metra reglan verður áfram í gildi og aukin áhersla á grímunotkun. Þá verða allar sundlaugar lokaðar og íþróttastarf leggst af í bili. „Við höfum verið með harðari reglur hér á höfuðborgarsvæðinu en höfum verið að sjá núna undanfarið vaxandi útbreiðslu fyrir norðan og á fleiri stöðum. Ég held að þetta sé skynsamlegri leið.“ Kári alltaf viljað loka við „minnstu og fæstu smit“ Aðspurður um ummæli Kára Stefánssonar, sem sagði það sennilega hafa verið skynsamlegra að loka öllu eftir hópsýkingu á Irishman pub í síðasta mánuði, segir Þórólfur afstöðu Kára alltaf hafa verið þá að grípa eigi til harðra aðgerða umsvifalaust. Hann kjósi frekar að reyna að ná faraldrinum niður með minna íþyngjandi aðgerðum. „Kári hefur náttúrulega alltaf verið á því frá upphafi að vera mjög harður og loka bara við minnstu og fæstu smit, það hefur verið hans afstaða og allt í góðu lagi með það. Svo eru aðrir sem vilja gera sem minnst, en við höfum alltaf sagt að við viljum reyna að ná þessu niður með eins lítið íþyngjandi aðgerðum og mögulegt er fyrir samfélagið,“ sagði Þórólfur. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur talað fyrir hertari aðgerðum. Hann segir yfirvöld hafa reynt að beina spjótum sínum að svæðum þar sem veiran hefur komið upp og beitt markvissum aðgerðum. Það hafi tekist vel til framan af en svo hafi faraldurinn tekið aðra stefnu. „Okkur hefur tekist að halda í horfinu með því, en við höfum ekki náð að keyra þetta alveg niður. Við bundum vonir við það í síðustu viku, þá var kúrvan alveg niður á við en þá komu allt í einu þessi smit upp sem við erum að eiga við núna og þá verðum við að stíga næsta skref. Ég held það sé betri nálgun að reyna að gera þetta eins mildilega og mögulegt er en vera svo tilbúin að stíga stærri skref ef það gengur ekki.“ Undanþágurnar valda ósamræmi Ný reglugerð heilbrigðisráðherra nær ekki yfir starfsemi grunnskólanna en ljóst er að einhverjar takmarkanir verða í gildi varðandi þá. Til að mynda eru börn fædd 2005 og seinna ekki lengur undanþegin tveggja metra reglu líkt og áður, en nú er miðað við fæðingarárið 2015 og seinna. Takmarkanir á skólastarfi verða kynntar um helgina og taka gildi í miðri næstu viku að sögn menntamálaráðherra. Þórólfur segir meira um smit milli nemenda á grunnskólaaldri núna en var í vor og nú sé stefnt að því að „loka fyrir alla leka“ með eins fáum undanþágum og mögulegt var. „Við vildum reyna að loka fyrir alla leka alls staðar eins og vel og við gætum til þess að ná þessu öllu niður, gera þetta á eins skýran hátt með eins fáum undanþágum og mögulegt er því þessar undanþágur sem við höfum verið að veita hafa verið að valda smá ruglingi,“ sagði Þórólfur. „Núna erum við að reyna að gera þetta á einsleitan máta og eins skýrt og mögulegt er, og þá kemur það upp að sumum finnst kannski verið að beita suma of hörðum aðgerðum og aðra ekki. Ég held að það sé mikilvægt að gera þetta svona núna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Segir stöðuna aldrei hafa verið verri en nú Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir stöðuna miklu flóknari og verri nú en nokkurn tímann í fyrstu bylgjunni. 30. október 2020 12:06 Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30 Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Segir stöðuna aldrei hafa verið verri en nú Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir stöðuna miklu flóknari og verri nú en nokkurn tímann í fyrstu bylgjunni. 30. október 2020 12:06
Vék frá tillögum Þórólfs í einu atriði Heilbrigðisráðherra vék frá minnisblaði sóttvarnalæknis um takmarkanir vegna kórónuveirunnar í einu tilviki. 30. október 2020 13:30
Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13