Hertar aðgerðir í Belgíu frá og með morgundeginum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. október 2020 19:43 Samfélagslegar takmarkanir í Belgíu hafa verið hertar verulega. Jonathan Raa/NurPhoto via Getty Stjórnvöld í Belgíu hafa ákveðið að grípa til enn harðari samfélagslegra takmarkana en undanfarið hafa verið í gildi til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Frá þessu greindi Alexander De Croo, forsætisráðherra landsins, á fréttamannafundi í dag. Héðan í frá verður aðeins heimilt að fá eina manneskju í heimsókn til sín, sem er svokallaður „knústengiliður.“ Þar er um að ræða sömu manneskjuna í hvert skipti. Þeim sem búa einir er heimilt að eiga tvo „knústengiliði“ samkvæmt nýju reglunum. Þá verður öllum verslunum, sem ekki eru taldar nauðsynlegar, lokað. Þó verður enn hægt að sækja vörur hjá verslunum. Þá verður hárgreiðslustofum, snyrtistofum og öðrum stofnunum sem ekki geta sinnt hlutverki sínu án líkamlegrar nálægðar, lokað. Það nær þó ekki yfir stofnanir sem sinna heilbrigðisþjónustu. Þá munu aðgerðirnar hafa veruleg áhrif á skólastarf. Fólki verður áfram heimilt að safnast saman utandyra, með þeim skilyrðum að ekki séu fleiri en fjórir saman í hóp, og að fjarlægðartakmörk og grímunotkun séu viðhöfð. „Landið okkar er statt í heilbrigðisneyðarástandi. Þrýstingurinn er mikill, eins og þið hafið eflaust séð á síðustu dögum. Þessa stundina höfum við aðeins um einn kost að velja. Það er að styðja eins þétt við bakið á heilbrigðiskerfinu okkar og við getum. Við verðum að draga eins mikið úr líkamlegum samskiptum og við getum,“ sagði De Croo á blaðamannafundinum í morgun. Aðgerðirnar taka gildi á morgun, rétt eins og þær hertu aðgerðir sem stjórnvöld hérlendis kynntu í dag. Ráðgert er að þær gildi til 13. desember, en þær verða þó endurmetnar með tilliti til framgangs faraldursins þann 1. desember. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 392.000 manns greinst með kórónuveiruna í Belgíu og rúmlega 11.300 manns látist af völdum Covid-19. Dánartíðni vegna Covid-19 í landinu er ein sú hæsta í heiminum, en fyrir hverja milljón íbúa hafa 974 látist úr sjúkdóminum. Belgía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Belgíu á gjörgæslu vegna Covid-19 Sophie Wilmes, utanríkisráðherra Belgíu og fyrrverandi forsætisráðherra, liggur nú á gjörgæslu á sjúkrahúsi í úthverfi Brussel, um viku eftir að hún greindist með kórónuveirusmit. 22. október 2020 14:30 Belgar í basli vegna Covid Yfirvöld í Belgíu hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Ástandið núna er sagt verra en það var í mars, þegar fyrsta bylgja veirunnar fór þar yfir. 19. október 2020 22:01 Heilbrigðisstarfsfólk beðið um að vinna þrátt fyrir að vera með veiruna Heilbrigðisstarfsfólk í borginni Liège í Belgíu hefur verið beðið um að halda áfram störfum þrátt fyrir að það kunni að greinast með Covid-19. 26. október 2020 23:25 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Stjórnvöld í Belgíu hafa ákveðið að grípa til enn harðari samfélagslegra takmarkana en undanfarið hafa verið í gildi til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Frá þessu greindi Alexander De Croo, forsætisráðherra landsins, á fréttamannafundi í dag. Héðan í frá verður aðeins heimilt að fá eina manneskju í heimsókn til sín, sem er svokallaður „knústengiliður.“ Þar er um að ræða sömu manneskjuna í hvert skipti. Þeim sem búa einir er heimilt að eiga tvo „knústengiliði“ samkvæmt nýju reglunum. Þá verður öllum verslunum, sem ekki eru taldar nauðsynlegar, lokað. Þó verður enn hægt að sækja vörur hjá verslunum. Þá verður hárgreiðslustofum, snyrtistofum og öðrum stofnunum sem ekki geta sinnt hlutverki sínu án líkamlegrar nálægðar, lokað. Það nær þó ekki yfir stofnanir sem sinna heilbrigðisþjónustu. Þá munu aðgerðirnar hafa veruleg áhrif á skólastarf. Fólki verður áfram heimilt að safnast saman utandyra, með þeim skilyrðum að ekki séu fleiri en fjórir saman í hóp, og að fjarlægðartakmörk og grímunotkun séu viðhöfð. „Landið okkar er statt í heilbrigðisneyðarástandi. Þrýstingurinn er mikill, eins og þið hafið eflaust séð á síðustu dögum. Þessa stundina höfum við aðeins um einn kost að velja. Það er að styðja eins þétt við bakið á heilbrigðiskerfinu okkar og við getum. Við verðum að draga eins mikið úr líkamlegum samskiptum og við getum,“ sagði De Croo á blaðamannafundinum í morgun. Aðgerðirnar taka gildi á morgun, rétt eins og þær hertu aðgerðir sem stjórnvöld hérlendis kynntu í dag. Ráðgert er að þær gildi til 13. desember, en þær verða þó endurmetnar með tilliti til framgangs faraldursins þann 1. desember. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 392.000 manns greinst með kórónuveiruna í Belgíu og rúmlega 11.300 manns látist af völdum Covid-19. Dánartíðni vegna Covid-19 í landinu er ein sú hæsta í heiminum, en fyrir hverja milljón íbúa hafa 974 látist úr sjúkdóminum.
Belgía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Belgíu á gjörgæslu vegna Covid-19 Sophie Wilmes, utanríkisráðherra Belgíu og fyrrverandi forsætisráðherra, liggur nú á gjörgæslu á sjúkrahúsi í úthverfi Brussel, um viku eftir að hún greindist með kórónuveirusmit. 22. október 2020 14:30 Belgar í basli vegna Covid Yfirvöld í Belgíu hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Ástandið núna er sagt verra en það var í mars, þegar fyrsta bylgja veirunnar fór þar yfir. 19. október 2020 22:01 Heilbrigðisstarfsfólk beðið um að vinna þrátt fyrir að vera með veiruna Heilbrigðisstarfsfólk í borginni Liège í Belgíu hefur verið beðið um að halda áfram störfum þrátt fyrir að það kunni að greinast með Covid-19. 26. október 2020 23:25 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Utanríkisráðherra Belgíu á gjörgæslu vegna Covid-19 Sophie Wilmes, utanríkisráðherra Belgíu og fyrrverandi forsætisráðherra, liggur nú á gjörgæslu á sjúkrahúsi í úthverfi Brussel, um viku eftir að hún greindist með kórónuveirusmit. 22. október 2020 14:30
Belgar í basli vegna Covid Yfirvöld í Belgíu hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni þar í landi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Ástandið núna er sagt verra en það var í mars, þegar fyrsta bylgja veirunnar fór þar yfir. 19. október 2020 22:01
Heilbrigðisstarfsfólk beðið um að vinna þrátt fyrir að vera með veiruna Heilbrigðisstarfsfólk í borginni Liège í Belgíu hefur verið beðið um að halda áfram störfum þrátt fyrir að það kunni að greinast með Covid-19. 26. október 2020 23:25