Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2020 20:15 Haukur Páll hefur ærna ástæðu til að fagna í kvöld. Vísir/Daníel Þór Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Hann hefði þó viljað eiga möguleika á því að vinna tvöfalt en Valur átti að mæta KR í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. „Við vorum að klára æfingu þegar við fáum þessar fréttir. Sumir sem höfðu klárað æfingu fyrr og voru farnir á meðan aðrir fóru beint í símann og sáu að mótinu hefði verið hætt. Við þurftum því að fara hringja í menn og fá það aftur út á æfingavöll til að allavega ræða það að við værum Íslandsmeistarar. Það er svo sem lítið hægt að gera á þessum tímum og mjög sérstakt að verða Íslandsmeistari á þennan hátt,“ sagði Haukur Páll við Vísi í kvöld. Er þetta þriðji Íslandsmeistaratitill Hauks Páls með Val og eflaust sá sem stendur hvað mest upp úr er horft er til baka. Haukur Páll lyftir Íslandsmeistaratitlinum árið 2018.Vísir/Bára „Þetta er náttúrulega algjört einsdæmi, að mótinu sé bara hætt. Ég vil samt meina að við séum verðugir meistarar þrátt fyrir að við hefðum viljað – leikmenn og allir í kringum félagið – klára Íslandsmótið. En það var svo sem ekki í okkar höndum að gera það. Finnst við þó engu að síður verðugir Íslandsmeistarar.“ „Ég get svo sem aðeins talað fyrir sjálfan mig en það sem ég hef heyrt innan Vals þá vildu allir klára mótið. Skil samt vel þann pirring (að mótinu hafi verið hætt) hjá liðum sem áttu möguleika á að fara upp um deild eða bjarga sér frá falli.“ „Klárlega hefðum við viljað klára mótið og eiga möguleika á að vinna Mjólkurbikarinn líka. Við vorum með ágætt forskot í deildinni og það var í okkar höndum að klára Íslandsmótið. Við hefðum getað unnið tvöfalt, við hefðum getað sett stigamet og svo veit ég ekki með markamet en við erum allavega með mjög góða markatölu svo það var margt að keppa að,“ sagði Haukur og ljóst að ef það hefði verið mögulegt hefði hann alltaf viljað klára mót sumarsins. „Þetta er náttúrulega búið að vera stórfurðulegt Íslandsmót. Það byrjar mjög seint, það kemur stopp strax í byrjun móts. Svo kemur annað stopp inn í miðju móti. Menn voru rosalega mikið að æfa sjálfir, mikið um útihlaup og svo vorum við til að mynda mikið í æfingum með styrktarþjálfara í gegnum forritið Zoom. Svo varð náttúrulega að taka ákvörðun, þó svo að við hefðum viljað spila þessa fjóra leiki þá kom annað í veg fyrir það,“ sagði fyrirliði Íslandsmeistara Vals að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48 Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30 Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00 Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Freyr sagði já við Brann Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Hann hefði þó viljað eiga möguleika á því að vinna tvöfalt en Valur átti að mæta KR í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. „Við vorum að klára æfingu þegar við fáum þessar fréttir. Sumir sem höfðu klárað æfingu fyrr og voru farnir á meðan aðrir fóru beint í símann og sáu að mótinu hefði verið hætt. Við þurftum því að fara hringja í menn og fá það aftur út á æfingavöll til að allavega ræða það að við værum Íslandsmeistarar. Það er svo sem lítið hægt að gera á þessum tímum og mjög sérstakt að verða Íslandsmeistari á þennan hátt,“ sagði Haukur Páll við Vísi í kvöld. Er þetta þriðji Íslandsmeistaratitill Hauks Páls með Val og eflaust sá sem stendur hvað mest upp úr er horft er til baka. Haukur Páll lyftir Íslandsmeistaratitlinum árið 2018.Vísir/Bára „Þetta er náttúrulega algjört einsdæmi, að mótinu sé bara hætt. Ég vil samt meina að við séum verðugir meistarar þrátt fyrir að við hefðum viljað – leikmenn og allir í kringum félagið – klára Íslandsmótið. En það var svo sem ekki í okkar höndum að gera það. Finnst við þó engu að síður verðugir Íslandsmeistarar.“ „Ég get svo sem aðeins talað fyrir sjálfan mig en það sem ég hef heyrt innan Vals þá vildu allir klára mótið. Skil samt vel þann pirring (að mótinu hafi verið hætt) hjá liðum sem áttu möguleika á að fara upp um deild eða bjarga sér frá falli.“ „Klárlega hefðum við viljað klára mótið og eiga möguleika á að vinna Mjólkurbikarinn líka. Við vorum með ágætt forskot í deildinni og það var í okkar höndum að klára Íslandsmótið. Við hefðum getað unnið tvöfalt, við hefðum getað sett stigamet og svo veit ég ekki með markamet en við erum allavega með mjög góða markatölu svo það var margt að keppa að,“ sagði Haukur og ljóst að ef það hefði verið mögulegt hefði hann alltaf viljað klára mót sumarsins. „Þetta er náttúrulega búið að vera stórfurðulegt Íslandsmót. Það byrjar mjög seint, það kemur stopp strax í byrjun móts. Svo kemur annað stopp inn í miðju móti. Menn voru rosalega mikið að æfa sjálfir, mikið um útihlaup og svo vorum við til að mynda mikið í æfingum með styrktarþjálfara í gegnum forritið Zoom. Svo varð náttúrulega að taka ákvörðun, þó svo að við hefðum viljað spila þessa fjóra leiki þá kom annað í veg fyrir það,“ sagði fyrirliði Íslandsmeistara Vals að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48 Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30 Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00 Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Freyr sagði já við Brann Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48
Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30
Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00
Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50