„Þetta reynir allt mjög á þolrifin“ Sylvía Hall skrifar 30. október 2020 21:51 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir vonbrigði að þurfa að standa í þeim sporum að tilkynna hertar aðgerðir. Aðgerðirnar sem voru áður í gildi hafi einfaldlega ekki virkað sem skyldi og því þurfi að bregðast við. „ Ég veit að þetta reynir allt mjög á þolrifin en við verðum áfram að höfða til skynsemi fólks og undirstrika mikilvægi samstöðunnar. Við stöndum í þessu saman og verðum að styðja hvert annað eftir megni á meðan við glímum við ölduna sem nú skellur á okkur af miklum þunga,“ skrifar Áslaug á Facebook-síðu sína í dag. Hún minnir á að allir geti haft áhrif með því að virða gildandi reglur og takmarkanir. Að mati Áslaugar er nauðsynlegt að huga að því hversu mikil áhrif samkomutakmarkanir hafa á þjóðfélagið og segir hún ríkisstjórnina ætla að gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að takmarka neikvæð áhrif aðgerðanna á líf fólks. „Ljóst er að þegar svo ríkir almannahagsmunir krefjast þess að gripið sé til hertari aðgerða þá verður það ekki gert bótalaust. Allt veltur á því að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Það er mikilvægt fyrir störfin, almennt heilsufar, skólahald, starfsemi heilbrigðiskerfisins og efnahagslífið í heild sinni.“ Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Óbreyttar reglur hefðu þýtt lengri takmarkanir Áslaug segir ríkisstjórnina hafa staðið frammi fyrir þeirri ákvörðun að hafa reglurnar óbreyttar í lengri tíma eða grípa til „afgerandi takmarkana“ í skamman tíma. Líkt og fyrr sagði voru gildandi reglur ekki að virka og því hafi þau kosið að fara þá leið sem þau töldu árangursríkari. Þannig gæti aðstæður færst „í eðlilegra horf í tæka tíð fyrir jól og áramót“. „Mig langar líka að þakka almenningi öllum, það er ekki sjálfsagt að vera með okkur í þessu. Þá sérstaklega unga fólkinu sem eru að fórna miklu í þessu ástandi, sérstaklega hvað varðar félagslíf og samskipti við sína félaga. Takk!“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Ríkisstjórnin kynnir frekari efnahagsaðgerðir til sögunnar Ríkisstjórnin hefur samþykkt að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. 30. október 2020 20:01 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir vonbrigði að þurfa að standa í þeim sporum að tilkynna hertar aðgerðir. Aðgerðirnar sem voru áður í gildi hafi einfaldlega ekki virkað sem skyldi og því þurfi að bregðast við. „ Ég veit að þetta reynir allt mjög á þolrifin en við verðum áfram að höfða til skynsemi fólks og undirstrika mikilvægi samstöðunnar. Við stöndum í þessu saman og verðum að styðja hvert annað eftir megni á meðan við glímum við ölduna sem nú skellur á okkur af miklum þunga,“ skrifar Áslaug á Facebook-síðu sína í dag. Hún minnir á að allir geti haft áhrif með því að virða gildandi reglur og takmarkanir. Að mati Áslaugar er nauðsynlegt að huga að því hversu mikil áhrif samkomutakmarkanir hafa á þjóðfélagið og segir hún ríkisstjórnina ætla að gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að takmarka neikvæð áhrif aðgerðanna á líf fólks. „Ljóst er að þegar svo ríkir almannahagsmunir krefjast þess að gripið sé til hertari aðgerða þá verður það ekki gert bótalaust. Allt veltur á því að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Það er mikilvægt fyrir störfin, almennt heilsufar, skólahald, starfsemi heilbrigðiskerfisins og efnahagslífið í heild sinni.“ Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Óbreyttar reglur hefðu þýtt lengri takmarkanir Áslaug segir ríkisstjórnina hafa staðið frammi fyrir þeirri ákvörðun að hafa reglurnar óbreyttar í lengri tíma eða grípa til „afgerandi takmarkana“ í skamman tíma. Líkt og fyrr sagði voru gildandi reglur ekki að virka og því hafi þau kosið að fara þá leið sem þau töldu árangursríkari. Þannig gæti aðstæður færst „í eðlilegra horf í tæka tíð fyrir jól og áramót“. „Mig langar líka að þakka almenningi öllum, það er ekki sjálfsagt að vera með okkur í þessu. Þá sérstaklega unga fólkinu sem eru að fórna miklu í þessu ástandi, sérstaklega hvað varðar félagslíf og samskipti við sína félaga. Takk!“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Ríkisstjórnin kynnir frekari efnahagsaðgerðir til sögunnar Ríkisstjórnin hefur samþykkt að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. 30. október 2020 20:01 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13
Ríkisstjórnin kynnir frekari efnahagsaðgerðir til sögunnar Ríkisstjórnin hefur samþykkt að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. 30. október 2020 20:01