Formaður knattspyrnudeildar KR telur KSÍ ekki hafa haft heimild til að enda mótið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2020 22:30 Páll Kristjánsson er formaður knattspyrnudeildar KR. Vísir/Baldur Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur Knattspyrnusamband Íslands ekki hafa heimild til að taka þá ákvörðun sem sambandið tók í dag. Það er að enda Íslandsmótið í knattspyrnu sem og bikarkeppnina. Fyrr í kvöld tilkynnti KSÍ að Íslandsmóti karla og kvenna yrði hætt. Þá yrði bikarkeppnin ekki kláruð. Páll, sem er hæstaréttarlögmaður, er mjög ósáttur við ákvörðun KSÍ og telur sambandið ekki hafa haft heimild til að setja þá reglugerð sem á endanum var miðað við. „Ég var í flugi frá Akureyri þegar tilkynningin kom og því með svona 500 ósvöruð símtöl þegar ég lenti,“ sagði Páll þegar Vísir heyrði í honum og hélt svo áfram. „Þessi ákvörðun kom mér verulega á óvart þar sem ég ræddi við KSÍ í dag og gerði þeim ljóst að við teldum ekki að stjórnin hefði heimild til að taka þessa ákvörðun. Reglugerðin væri einfaldlega ekki í samræmi við lög knattspyrnusambandsins. Því teljum við einfaldlega að þessi ákvörðun standist ekki skoðun, allavega að okkar mati,“ sagði Páll enn fremur. Þar á hann við þá reglugerð sem KSÍ setti um að mótinu yrði að vera lokið fyrir 1. desember. í sömu reglugerð kom fram að ef það væri búið að leika tvo þriðju hluta mótsins [2/3] þá mætti hætta leik. Páll vill meina að KSÍ hafi hlaupið á sig með því að setja reglugerð þess efnis að mótin yrði að klára fyrir 1. desember á þessu ári. „Ég hef sagt það áður að þetta sé vandamál sem KSÍ skapaði sér sjálft með þessu 1. desember viðmiði sínu. Við erum þar af leiðandi búin að setja óþarfa pressu á stjórnvöld að það verði að klára mótin fyrir ákveðinn tíma. Fyrir mér er algjörlega óskiljanlegt af hverju þessi 1. desember dagsetning varð jafn heilög og raun ber vitni.“ „Þarna ratar einhver dagsetning inn í reglur án þess að neinn í stjórn KSÍ geti svarað fyrir það,“ sagði Páll jafnframt. „Við mundum funda í fyrramálið og ákveða hver næstu skref okkar KR-inga verða. Þetta er eflaust ekki það síðasta sem gerist í þessu máli,“ sagði Páll um framhaldið. Kvennalið KR situr á botni Pepsi Max deildar kvenna og er þar af leiðandi fallið. Liðið á hins vegar fjóra leiki eftir í deildinni á meðan önnur lið eiga flest aðeins tvo leiki eftir. Þá á karlalið KR inni leik gegn Stjörnunni og myndi hann vinnast væri ljóst að KR kæmist í Evrópukeppni. Miðað við ákvörðun KSÍ er ljóst að svo verður ekki. Páll viðurkenndi að þetta væri mikið áfall fyrir KR, sem og íslenska knattspyrnu. Þá telur hann að það sé verið að gengisfella bikarkeppni KSÍ. „Ég skil ekki hvaða hagsmunir liggja þarna að leiðarljósi. Ég væri til í að sjá hvernig einstaka stjórnarmenn kusu í málinu. Það eru allir þreyttir á ástandinu í þjóðfélaginu en hér tel ég að það sé verið að fórna stærri hagsmunum fyrir minni. Hér er verið að fórna bæði félags- og fjárhagslegum hagsmunum fyrir minni hagsmuni sem eiga ekki að stjórna för,“ sagði Páll að endingu við Vísi nú síðla kvölds. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Pepsi Max-deild kvenna Reykjavík Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30 Guðni: Staðan var orðin óviðunandi með þessu langa stoppi Guðni Bergsson segir að sex vikna stopp frá æfingum hafi verið óviðunandi og því hafi KSÍ tekið þá þungbæru ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótum - sem og bikarkeppnum - karla og kvenna í knattspyrnu. 30. október 2020 21:01 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur Knattspyrnusamband Íslands ekki hafa heimild til að taka þá ákvörðun sem sambandið tók í dag. Það er að enda Íslandsmótið í knattspyrnu sem og bikarkeppnina. Fyrr í kvöld tilkynnti KSÍ að Íslandsmóti karla og kvenna yrði hætt. Þá yrði bikarkeppnin ekki kláruð. Páll, sem er hæstaréttarlögmaður, er mjög ósáttur við ákvörðun KSÍ og telur sambandið ekki hafa haft heimild til að setja þá reglugerð sem á endanum var miðað við. „Ég var í flugi frá Akureyri þegar tilkynningin kom og því með svona 500 ósvöruð símtöl þegar ég lenti,“ sagði Páll þegar Vísir heyrði í honum og hélt svo áfram. „Þessi ákvörðun kom mér verulega á óvart þar sem ég ræddi við KSÍ í dag og gerði þeim ljóst að við teldum ekki að stjórnin hefði heimild til að taka þessa ákvörðun. Reglugerðin væri einfaldlega ekki í samræmi við lög knattspyrnusambandsins. Því teljum við einfaldlega að þessi ákvörðun standist ekki skoðun, allavega að okkar mati,“ sagði Páll enn fremur. Þar á hann við þá reglugerð sem KSÍ setti um að mótinu yrði að vera lokið fyrir 1. desember. í sömu reglugerð kom fram að ef það væri búið að leika tvo þriðju hluta mótsins [2/3] þá mætti hætta leik. Páll vill meina að KSÍ hafi hlaupið á sig með því að setja reglugerð þess efnis að mótin yrði að klára fyrir 1. desember á þessu ári. „Ég hef sagt það áður að þetta sé vandamál sem KSÍ skapaði sér sjálft með þessu 1. desember viðmiði sínu. Við erum þar af leiðandi búin að setja óþarfa pressu á stjórnvöld að það verði að klára mótin fyrir ákveðinn tíma. Fyrir mér er algjörlega óskiljanlegt af hverju þessi 1. desember dagsetning varð jafn heilög og raun ber vitni.“ „Þarna ratar einhver dagsetning inn í reglur án þess að neinn í stjórn KSÍ geti svarað fyrir það,“ sagði Páll jafnframt. „Við mundum funda í fyrramálið og ákveða hver næstu skref okkar KR-inga verða. Þetta er eflaust ekki það síðasta sem gerist í þessu máli,“ sagði Páll um framhaldið. Kvennalið KR situr á botni Pepsi Max deildar kvenna og er þar af leiðandi fallið. Liðið á hins vegar fjóra leiki eftir í deildinni á meðan önnur lið eiga flest aðeins tvo leiki eftir. Þá á karlalið KR inni leik gegn Stjörnunni og myndi hann vinnast væri ljóst að KR kæmist í Evrópukeppni. Miðað við ákvörðun KSÍ er ljóst að svo verður ekki. Páll viðurkenndi að þetta væri mikið áfall fyrir KR, sem og íslenska knattspyrnu. Þá telur hann að það sé verið að gengisfella bikarkeppni KSÍ. „Ég skil ekki hvaða hagsmunir liggja þarna að leiðarljósi. Ég væri til í að sjá hvernig einstaka stjórnarmenn kusu í málinu. Það eru allir þreyttir á ástandinu í þjóðfélaginu en hér tel ég að það sé verið að fórna stærri hagsmunum fyrir minni. Hér er verið að fórna bæði félags- og fjárhagslegum hagsmunum fyrir minni hagsmuni sem eiga ekki að stjórna för,“ sagði Páll að endingu við Vísi nú síðla kvölds.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Pepsi Max-deild kvenna Reykjavík Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30 Guðni: Staðan var orðin óviðunandi með þessu langa stoppi Guðni Bergsson segir að sex vikna stopp frá æfingum hafi verið óviðunandi og því hafi KSÍ tekið þá þungbæru ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótum - sem og bikarkeppnum - karla og kvenna í knattspyrnu. 30. október 2020 21:01 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - KR | Vesturbæingar vonast eftir fyrsta útisigrinum Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50
Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30
Guðni: Staðan var orðin óviðunandi með þessu langa stoppi Guðni Bergsson segir að sex vikna stopp frá æfingum hafi verið óviðunandi og því hafi KSÍ tekið þá þungbæru ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótum - sem og bikarkeppnum - karla og kvenna í knattspyrnu. 30. október 2020 21:01