Skipulagsdagur í öllum skólum höfuðborgarsvæðisins á mánudag Sylvía Hall skrifar 31. október 2020 18:24 Mánudagurinn verður nýttur í að skipuleggja skólastarfið með hliðsjón af núgildandi takmörkunum. Vísir/hanna Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi næstkomandi mánudag. Er þetta gert vegna hertra sóttvarnareglna og verður dagurinn nýttur í að skipuleggja starfið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu nú síðdegis þar sem segir að nánari upplýsingar um skólastarf verði sent frá skólum til foreldra og forráðamanna. Þar verði framhaldið skýrt og mun skóla- og frístundastarf hefjast með breyttu sniði á þriðjudag, 3. nóvember. Nýjar samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti og kveður samkomubann nú á um tíu manna hámarksfjölda. Núgildandi reglugerð kemur til með að hafa áhrif á skólastarf með einhverjum hætti, enda börn fædd 2005 og seinna ekki lengur undanþegin nálægðartakmörkunum. Á blaðamannafundi í gær greindi Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra frá því að skólarnir yrðu opnir, en með takmörkunun þó. Takmarkanirnar myndu taka gildi um miðja næstu viku. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í gær að meira væri um smit milli nemenda á grunnskólaaldri núna en var í vor og nú sé stefnt að því að „loka fyrir alla leka“ með eins fáum undanþágum og mögulegt er. „Við vildum reyna að loka fyrir alla leka alls staðar eins og vel og við gætum til þess að ná þessu öllu niður, gera þetta á eins skýran hátt með eins fáum undanþágum og mögulegt er því þessar undanþágur sem við höfum verið að veita hafa verið að valda smá ruglingi,“ sagði Þórólfur. Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi næstkomandi mánudag. Er þetta gert vegna hertra sóttvarnareglna og verður dagurinn nýttur í að skipuleggja starfið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu nú síðdegis þar sem segir að nánari upplýsingar um skólastarf verði sent frá skólum til foreldra og forráðamanna. Þar verði framhaldið skýrt og mun skóla- og frístundastarf hefjast með breyttu sniði á þriðjudag, 3. nóvember. Nýjar samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti og kveður samkomubann nú á um tíu manna hámarksfjölda. Núgildandi reglugerð kemur til með að hafa áhrif á skólastarf með einhverjum hætti, enda börn fædd 2005 og seinna ekki lengur undanþegin nálægðartakmörkunum. Á blaðamannafundi í gær greindi Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra frá því að skólarnir yrðu opnir, en með takmörkunun þó. Takmarkanirnar myndu taka gildi um miðja næstu viku. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í gær að meira væri um smit milli nemenda á grunnskólaaldri núna en var í vor og nú sé stefnt að því að „loka fyrir alla leka“ með eins fáum undanþágum og mögulegt er. „Við vildum reyna að loka fyrir alla leka alls staðar eins og vel og við gætum til þess að ná þessu öllu niður, gera þetta á eins skýran hátt með eins fáum undanþágum og mögulegt er því þessar undanþágur sem við höfum verið að veita hafa verið að valda smá ruglingi,“ sagði Þórólfur.
Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Skynsamlegast að ná þessu niður með „leiftursókn“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir taldi rétt að samkomutakmarkanir myndu gilda fyrir landið allt, enda væri fjölgun smita ekki lengur bundin við höfuðborgarsvæðið. 30. október 2020 18:24