Tryggvi Hrafn skoraði í uppgjöri toppliðina | Sverrir Ingi enn ósigraður í Grikklandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. nóvember 2020 17:15 Sverrir Ingi og félagar hafa ekki enn tapað leik á leiktíðinni heima fyrir. Andrei Shramko/Getty Images Lillestrøm er komið upp í annað sæti norsku B-deildarinnar eftir 3-0 sigur á toppliði Tromsø í dag. Tryggvi Hrafn Haraldsson var meðal markaskorara. PAOK, lið Sverris Inga Ingasonar, vann mikilvægan sigur í grísku úrvalsdeildinni. Sverrir Ingi og félagar hafa ekki enn tapað leik. Gott gengi Lillestrøm í norsku B-deildinni heldur áfram en liðið fékk Tromsø í heimsókn í dag. Leikurinn verður seint sagður hafa verið spennandi en Fredrik Krogstad hafði skorað tvívegis á fyrstu 14 mínútum leiksins og staðan því orðin 2-0 Lillestrøm í vil. Þannig var staðan fram að hálfleik. Tryggvi Hrafn skoraði strax í upphafi þess síðari og gerði í raun út um leik dagsins. Björn Bergmann Sigurðarson kom svo af varamannabekk liðsins á 68. mínútu og því voru tveir Íslendingar inn á hjá Lillestrøm þangað til Tryggvi var tekinn af velli þegar tíu mínútur voru eftir. 47 Min - TRYGGVI HRAFN HARALDSSON LEGGER PÅ TIL 3-0 PÅ ÅRÅSEN! Kommer helt alene med keeper og gjør alt rett, setter den i lengste! pic.twitter.com/tGhgmuDnqQ— Lillestrøm SK (@LillestromSK) November 1, 2020 Lokatölur 3-0 Lillestrøm í vil og liðið nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Tromsø. Þá á Lillestrøm leik til góða. Sverrir Ingi var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá PAOK er liðið heimsótti Panetolikos. Fór það svo að gestirnir unnu gríðar mikilvægan 3-1 sigur. Nika Ninua skoraði annað mark PAOK þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og Antonio Čolak gulltryggði sigurinn með þriðja marki liðsins þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Sigurinn lyftir PAOK upp í 3. sæti deildarinnar með þrjá sigra og þrjú jafntefli í fyrstu sex leikjum deildarinnar. Liðið hefur ekki enn tapað leik. Sverrir Ingi lék allan leikinn í vörn PAOK. Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Sjá meira
Lillestrøm er komið upp í annað sæti norsku B-deildarinnar eftir 3-0 sigur á toppliði Tromsø í dag. Tryggvi Hrafn Haraldsson var meðal markaskorara. PAOK, lið Sverris Inga Ingasonar, vann mikilvægan sigur í grísku úrvalsdeildinni. Sverrir Ingi og félagar hafa ekki enn tapað leik. Gott gengi Lillestrøm í norsku B-deildinni heldur áfram en liðið fékk Tromsø í heimsókn í dag. Leikurinn verður seint sagður hafa verið spennandi en Fredrik Krogstad hafði skorað tvívegis á fyrstu 14 mínútum leiksins og staðan því orðin 2-0 Lillestrøm í vil. Þannig var staðan fram að hálfleik. Tryggvi Hrafn skoraði strax í upphafi þess síðari og gerði í raun út um leik dagsins. Björn Bergmann Sigurðarson kom svo af varamannabekk liðsins á 68. mínútu og því voru tveir Íslendingar inn á hjá Lillestrøm þangað til Tryggvi var tekinn af velli þegar tíu mínútur voru eftir. 47 Min - TRYGGVI HRAFN HARALDSSON LEGGER PÅ TIL 3-0 PÅ ÅRÅSEN! Kommer helt alene med keeper og gjør alt rett, setter den i lengste! pic.twitter.com/tGhgmuDnqQ— Lillestrøm SK (@LillestromSK) November 1, 2020 Lokatölur 3-0 Lillestrøm í vil og liðið nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Tromsø. Þá á Lillestrøm leik til góða. Sverrir Ingi var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá PAOK er liðið heimsótti Panetolikos. Fór það svo að gestirnir unnu gríðar mikilvægan 3-1 sigur. Nika Ninua skoraði annað mark PAOK þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og Antonio Čolak gulltryggði sigurinn með þriðja marki liðsins þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Sigurinn lyftir PAOK upp í 3. sæti deildarinnar með þrjá sigra og þrjú jafntefli í fyrstu sex leikjum deildarinnar. Liðið hefur ekki enn tapað leik. Sverrir Ingi lék allan leikinn í vörn PAOK.
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Sjá meira