Rannsaka aðför stuðningsfólks Trumps að Biden-rútu í Texas Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2020 08:23 Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum á morgun. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú atvik sem varð á hraðbraut í Texas þar sem stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta umkringdu rútu framboðs Demókrata. Reuters segir frá því að Trump-fánum hafi verið veifað í bílunum og þeim hafi verið ekið mjög nálægt rútunni þar sem reynt hafi verið að fá rútuna til að hægja á sér. Atvikið átti sér stað þar sem rúta Demókrata var á leið frá San Antonio til Austin í Texas. Myndbönd af atvikinu voru birt á samfélagsmiðlum og birti Trump sjálfur færslu af einu slíku með textanum „Ég elska Texas!“ I LOVE TEXAS! pic.twitter.com/EP7P3AvE8L— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2020 Talsmaður framboðs Demókrata segir að ökumenn bílanna hafi reynt að þröngva rútunni af veginum eða þá fá hana til að keyra hægar. Hvorki Joe Biden né Kamala Harris voru um borð í rútunni þegar atvikið átti sér stað, en heimildarmenn CNN segja öldugadeildarþingmanninn fyrrverandi, Wendy Davis, hins vegar hafa verið í rútunni þó að þetta hafi ekki fengist staðfest. Starfsfólk framboðs Demókrata sem var í rútunni hringdi á lögreglu sem veitti að lokum rútunni fylgd á áfangastað. Eftir að atvikið kom upp var ákveðið að hætta við tvo skipulagða atburði á vegum Demókrata. Trump var allt annað en ánægður eftir að fréttir bárust af rannsókn FBI. „Í mínum huga gerðu þessir föðurlandsvinir ekkert rangt af sér.“ Sagði forsetinn að þessi í stað væri rétt að rannsaka „anarkista og æsingamenn Antifa sem kveikja í borgum okkar þar sem Demókratar stjórna.“ In my opinion, these patriots did nothing wrong. Instead, the FBI & Justice should be investigating the terrorists, anarchists, and agitators of ANTIFA, who run around burning down our Democrat run cities and hurting our people! https://t.co/of6Lna3HMU— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 2, 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Ráðherra braut ekki lög Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú atvik sem varð á hraðbraut í Texas þar sem stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta umkringdu rútu framboðs Demókrata. Reuters segir frá því að Trump-fánum hafi verið veifað í bílunum og þeim hafi verið ekið mjög nálægt rútunni þar sem reynt hafi verið að fá rútuna til að hægja á sér. Atvikið átti sér stað þar sem rúta Demókrata var á leið frá San Antonio til Austin í Texas. Myndbönd af atvikinu voru birt á samfélagsmiðlum og birti Trump sjálfur færslu af einu slíku með textanum „Ég elska Texas!“ I LOVE TEXAS! pic.twitter.com/EP7P3AvE8L— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2020 Talsmaður framboðs Demókrata segir að ökumenn bílanna hafi reynt að þröngva rútunni af veginum eða þá fá hana til að keyra hægar. Hvorki Joe Biden né Kamala Harris voru um borð í rútunni þegar atvikið átti sér stað, en heimildarmenn CNN segja öldugadeildarþingmanninn fyrrverandi, Wendy Davis, hins vegar hafa verið í rútunni þó að þetta hafi ekki fengist staðfest. Starfsfólk framboðs Demókrata sem var í rútunni hringdi á lögreglu sem veitti að lokum rútunni fylgd á áfangastað. Eftir að atvikið kom upp var ákveðið að hætta við tvo skipulagða atburði á vegum Demókrata. Trump var allt annað en ánægður eftir að fréttir bárust af rannsókn FBI. „Í mínum huga gerðu þessir föðurlandsvinir ekkert rangt af sér.“ Sagði forsetinn að þessi í stað væri rétt að rannsaka „anarkista og æsingamenn Antifa sem kveikja í borgum okkar þar sem Demókratar stjórna.“ In my opinion, these patriots did nothing wrong. Instead, the FBI & Justice should be investigating the terrorists, anarchists, and agitators of ANTIFA, who run around burning down our Democrat run cities and hurting our people! https://t.co/of6Lna3HMU— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 2, 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Ráðherra braut ekki lög Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira