„Þetta stendur og fellur með okkur sem einstaklingum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 08:30 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar á föstudag þar sem hertar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það muni taka rúma viku að sjá árangurinn af hertum sóttvarnaaðgerðum sem tóku gildi um land allt um helgina. Ná þurfi tölum yfir smitaða vel niður og ná utan um þær hópsýkingar sem eru í gangi áður en farið verði að slaka á takmörkunum. Þegar svo verði farið í að aflétta aðgerðum þurfi að gera það tiltölulega hægt. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann kvaðst ekki vera búinn að fá endanlega staðfestingu á fjölda þeirra sem greindust með veiruna í gær en sagði tölur helgarinnar alveg þokkalegar. Það þyrfti þó að skoða í því ljósi að heldur færri sýni væru tekin um helgar en á virkum dögum. „En þetta er allavega ekki í stórum vexti og ég vona að við séum ekki að fá fleiri hópsýkingar,“ sagði Þórólfur. Aðspurður hvað gæti gerst þegar farið væri að slaka á hertum aðgerðum, hvort veiran myndi ekki bara blossa upp aftur, sagði Þórólfur það mikið velta á því hvernig við högum okkur sem einstaklingar. „Það fer náttúrulega eftir því hvað við förum hratt í það að aflétta aðgerðum og það fer allt eftir því hvernig við hegðum okkur þegar við förum að aflétta aðgerðum. […] Þótt við afléttum aðgerðum og höldum áfram sem einstaklingar í þessu landi að passa okkur og gæta okkar á þessum grunnreglum þá gætum við haldið veirunni verulega niðri áfram. Ef ekki þá fáum við bara aftur svona hópsýkingar eins og við erum búin að vera að sjá. Þannig að ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta stendur og fellur með okkur sem einstaklingum, hvernig við hegðum okkur og hvernig við gerum. Ætlum við að sleppa fram af okkur beislinu þegar fer að létta á eða þegar við höldum að þetta sé búið? Þá fáum við veiruna örugglega í bakið ef bóluefni verður ekki komið,“ sagði Þórólfur. Hann var einnig spurður að því hvað mælti gegn því að leggja megináhersluna á það að vernda eldri borgara og viðkvæma hópa mjög vel fyrir veirunni en leyfa öðrum að fara um eins og eðlilega. Þórólfur sagði mjög margt mæla gegn því, til dæmis það að yngra fólk gæti einnig veikst alvarlega af Covid-19 og þurft á innlögn á gjörgæslu og öndunarvélaraðstoð að halda. Þá væri líka þekkt að yngra fólk glímdi við langvarandi alvarlegar afleiðingar Covid-19. Því væri mjög erfitt að ákveða hvar setja ætti mörkin ef farið væri í svona útfærslu á aðgerðum. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það muni taka rúma viku að sjá árangurinn af hertum sóttvarnaaðgerðum sem tóku gildi um land allt um helgina. Ná þurfi tölum yfir smitaða vel niður og ná utan um þær hópsýkingar sem eru í gangi áður en farið verði að slaka á takmörkunum. Þegar svo verði farið í að aflétta aðgerðum þurfi að gera það tiltölulega hægt. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann kvaðst ekki vera búinn að fá endanlega staðfestingu á fjölda þeirra sem greindust með veiruna í gær en sagði tölur helgarinnar alveg þokkalegar. Það þyrfti þó að skoða í því ljósi að heldur færri sýni væru tekin um helgar en á virkum dögum. „En þetta er allavega ekki í stórum vexti og ég vona að við séum ekki að fá fleiri hópsýkingar,“ sagði Þórólfur. Aðspurður hvað gæti gerst þegar farið væri að slaka á hertum aðgerðum, hvort veiran myndi ekki bara blossa upp aftur, sagði Þórólfur það mikið velta á því hvernig við högum okkur sem einstaklingar. „Það fer náttúrulega eftir því hvað við förum hratt í það að aflétta aðgerðum og það fer allt eftir því hvernig við hegðum okkur þegar við förum að aflétta aðgerðum. […] Þótt við afléttum aðgerðum og höldum áfram sem einstaklingar í þessu landi að passa okkur og gæta okkar á þessum grunnreglum þá gætum við haldið veirunni verulega niðri áfram. Ef ekki þá fáum við bara aftur svona hópsýkingar eins og við erum búin að vera að sjá. Þannig að ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta stendur og fellur með okkur sem einstaklingum, hvernig við hegðum okkur og hvernig við gerum. Ætlum við að sleppa fram af okkur beislinu þegar fer að létta á eða þegar við höldum að þetta sé búið? Þá fáum við veiruna örugglega í bakið ef bóluefni verður ekki komið,“ sagði Þórólfur. Hann var einnig spurður að því hvað mælti gegn því að leggja megináhersluna á það að vernda eldri borgara og viðkvæma hópa mjög vel fyrir veirunni en leyfa öðrum að fara um eins og eðlilega. Þórólfur sagði mjög margt mæla gegn því, til dæmis það að yngra fólk gæti einnig veikst alvarlega af Covid-19 og þurft á innlögn á gjörgæslu og öndunarvélaraðstoð að halda. Þá væri líka þekkt að yngra fólk glímdi við langvarandi alvarlegar afleiðingar Covid-19. Því væri mjög erfitt að ákveða hvar setja ætti mörkin ef farið væri í svona útfærslu á aðgerðum. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira