„Þetta stendur og fellur með okkur sem einstaklingum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 08:30 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar á föstudag þar sem hertar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það muni taka rúma viku að sjá árangurinn af hertum sóttvarnaaðgerðum sem tóku gildi um land allt um helgina. Ná þurfi tölum yfir smitaða vel niður og ná utan um þær hópsýkingar sem eru í gangi áður en farið verði að slaka á takmörkunum. Þegar svo verði farið í að aflétta aðgerðum þurfi að gera það tiltölulega hægt. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann kvaðst ekki vera búinn að fá endanlega staðfestingu á fjölda þeirra sem greindust með veiruna í gær en sagði tölur helgarinnar alveg þokkalegar. Það þyrfti þó að skoða í því ljósi að heldur færri sýni væru tekin um helgar en á virkum dögum. „En þetta er allavega ekki í stórum vexti og ég vona að við séum ekki að fá fleiri hópsýkingar,“ sagði Þórólfur. Aðspurður hvað gæti gerst þegar farið væri að slaka á hertum aðgerðum, hvort veiran myndi ekki bara blossa upp aftur, sagði Þórólfur það mikið velta á því hvernig við högum okkur sem einstaklingar. „Það fer náttúrulega eftir því hvað við förum hratt í það að aflétta aðgerðum og það fer allt eftir því hvernig við hegðum okkur þegar við förum að aflétta aðgerðum. […] Þótt við afléttum aðgerðum og höldum áfram sem einstaklingar í þessu landi að passa okkur og gæta okkar á þessum grunnreglum þá gætum við haldið veirunni verulega niðri áfram. Ef ekki þá fáum við bara aftur svona hópsýkingar eins og við erum búin að vera að sjá. Þannig að ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta stendur og fellur með okkur sem einstaklingum, hvernig við hegðum okkur og hvernig við gerum. Ætlum við að sleppa fram af okkur beislinu þegar fer að létta á eða þegar við höldum að þetta sé búið? Þá fáum við veiruna örugglega í bakið ef bóluefni verður ekki komið,“ sagði Þórólfur. Hann var einnig spurður að því hvað mælti gegn því að leggja megináhersluna á það að vernda eldri borgara og viðkvæma hópa mjög vel fyrir veirunni en leyfa öðrum að fara um eins og eðlilega. Þórólfur sagði mjög margt mæla gegn því, til dæmis það að yngra fólk gæti einnig veikst alvarlega af Covid-19 og þurft á innlögn á gjörgæslu og öndunarvélaraðstoð að halda. Þá væri líka þekkt að yngra fólk glímdi við langvarandi alvarlegar afleiðingar Covid-19. Því væri mjög erfitt að ákveða hvar setja ætti mörkin ef farið væri í svona útfærslu á aðgerðum. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það muni taka rúma viku að sjá árangurinn af hertum sóttvarnaaðgerðum sem tóku gildi um land allt um helgina. Ná þurfi tölum yfir smitaða vel niður og ná utan um þær hópsýkingar sem eru í gangi áður en farið verði að slaka á takmörkunum. Þegar svo verði farið í að aflétta aðgerðum þurfi að gera það tiltölulega hægt. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann kvaðst ekki vera búinn að fá endanlega staðfestingu á fjölda þeirra sem greindust með veiruna í gær en sagði tölur helgarinnar alveg þokkalegar. Það þyrfti þó að skoða í því ljósi að heldur færri sýni væru tekin um helgar en á virkum dögum. „En þetta er allavega ekki í stórum vexti og ég vona að við séum ekki að fá fleiri hópsýkingar,“ sagði Þórólfur. Aðspurður hvað gæti gerst þegar farið væri að slaka á hertum aðgerðum, hvort veiran myndi ekki bara blossa upp aftur, sagði Þórólfur það mikið velta á því hvernig við högum okkur sem einstaklingar. „Það fer náttúrulega eftir því hvað við förum hratt í það að aflétta aðgerðum og það fer allt eftir því hvernig við hegðum okkur þegar við förum að aflétta aðgerðum. […] Þótt við afléttum aðgerðum og höldum áfram sem einstaklingar í þessu landi að passa okkur og gæta okkar á þessum grunnreglum þá gætum við haldið veirunni verulega niðri áfram. Ef ekki þá fáum við bara aftur svona hópsýkingar eins og við erum búin að vera að sjá. Þannig að ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta stendur og fellur með okkur sem einstaklingum, hvernig við hegðum okkur og hvernig við gerum. Ætlum við að sleppa fram af okkur beislinu þegar fer að létta á eða þegar við höldum að þetta sé búið? Þá fáum við veiruna örugglega í bakið ef bóluefni verður ekki komið,“ sagði Þórólfur. Hann var einnig spurður að því hvað mælti gegn því að leggja megináhersluna á það að vernda eldri borgara og viðkvæma hópa mjög vel fyrir veirunni en leyfa öðrum að fara um eins og eðlilega. Þórólfur sagði mjög margt mæla gegn því, til dæmis það að yngra fólk gæti einnig veikst alvarlega af Covid-19 og þurft á innlögn á gjörgæslu og öndunarvélaraðstoð að halda. Þá væri líka þekkt að yngra fólk glímdi við langvarandi alvarlegar afleiðingar Covid-19. Því væri mjög erfitt að ákveða hvar setja ætti mörkin ef farið væri í svona útfærslu á aðgerðum. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira