Kannanir benda til sigurs Bidens Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. nóvember 2020 18:32 Svona lítur staðan út miðað við meðaltal skoðanakannana. Vísir/Hafsteinn Þótt skoðanakannanir bendi til sigurs Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata, er hvergi nærri útilokað að Donald Trump forseti nái endurkjöri þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun. Kosningakerfið vestan hafs virkar þannig að fyrir hvert ríki sem frambjóðandi vinnur fær hann alla kjörmenn þess ríkis. 270 kjörmannaatkvæði þarf til að vinna kosningarnar. Kosningaspá FiveThirtyEight sýnir stöðuna sem sjá má á myndinni að ofan, ef kannanir reynast réttar. Biden fengi þá 350 kjörmenn en Trump 188. Í helstu barátturíkjum er hins vegar mjótt á munum. Trump leiðir í Iowa, Texas og Ohio en Biden annars staðar. Munurinn er þó víða afar lítill. Vegna kórónuveirunnar greiðir nú fordæmalaus fjöldi atkvæði með pósti og samkvæmt rannsóknum eru Demókratar mun líklegri til að greiða atkvæði á þann hátt. Í til dæmis Pennsylvaníu eru póstatkvæðin talin síðast gæti staðan því litið afar vel út fyrir Trump snemma á kosninganótt. Trump sagði í gær að sér þætti hrikalegt að leyfilegt væri að safna saman kjörseðlum og telja þá eftir kjördag á meðan Biden sagði forsetann óttast vilja þjóðarinnar. Vísir/Hafsteinn Einnig er kosið um öll sæti í fulltrúadeild þingsins og er fastlega búist við því að Demókratar haldi meirihluta sínum þar. Þá er kosið um þriðjung sæta í öldungadeildinni og er töluvert meiri spenna í þeirri baráttu en Demókratar þó taldir örlítið líklegri til þess að vinna meirihluta sæta. Vísir/Hafsteinn Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Þótt skoðanakannanir bendi til sigurs Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata, er hvergi nærri útilokað að Donald Trump forseti nái endurkjöri þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun. Kosningakerfið vestan hafs virkar þannig að fyrir hvert ríki sem frambjóðandi vinnur fær hann alla kjörmenn þess ríkis. 270 kjörmannaatkvæði þarf til að vinna kosningarnar. Kosningaspá FiveThirtyEight sýnir stöðuna sem sjá má á myndinni að ofan, ef kannanir reynast réttar. Biden fengi þá 350 kjörmenn en Trump 188. Í helstu barátturíkjum er hins vegar mjótt á munum. Trump leiðir í Iowa, Texas og Ohio en Biden annars staðar. Munurinn er þó víða afar lítill. Vegna kórónuveirunnar greiðir nú fordæmalaus fjöldi atkvæði með pósti og samkvæmt rannsóknum eru Demókratar mun líklegri til að greiða atkvæði á þann hátt. Í til dæmis Pennsylvaníu eru póstatkvæðin talin síðast gæti staðan því litið afar vel út fyrir Trump snemma á kosninganótt. Trump sagði í gær að sér þætti hrikalegt að leyfilegt væri að safna saman kjörseðlum og telja þá eftir kjördag á meðan Biden sagði forsetann óttast vilja þjóðarinnar. Vísir/Hafsteinn Einnig er kosið um öll sæti í fulltrúadeild þingsins og er fastlega búist við því að Demókratar haldi meirihluta sínum þar. Þá er kosið um þriðjung sæta í öldungadeildinni og er töluvert meiri spenna í þeirri baráttu en Demókratar þó taldir örlítið líklegri til þess að vinna meirihluta sæta. Vísir/Hafsteinn
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira