Mikael segir íbúa Vínar í áfalli vegna skotárásarinnar í gær Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2020 09:55 Mikael og Elma Stefanía við Burgtheater hvar Elma starfar. Fólkið í hinni afar friðsömu og fögru Vínarborg er í áfalli eftir skotárásina í gærkvöldi. Mikael og Elma búa ásamt tveimur dætrum steinsnar frá vettvangi atburðanna. aðsend „Við búum hérna í miðbænum þannig að við erum tiltölulega nálægt atburðum gærkvöldsins. Kannski í um kílómetra fjarlægð eða einni lestarstöð. Við heyrðum í sírenum og þyrlum fram eftir kvöldi,“ segir Mikael Torfason rithöfundur í samtali við Vísi nú í morgun. Mikael er búsettur í Vínarborg, ásamt eiginkonu sinni Elmu Stefaníu Ágústsdóttur leikkonu og tveimur dætrum. Hann segir borgarbúum afar brugðið, þeir séu reyndar í áfalli en ríkisstjórn landsins hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg eftir skotárásina í gær. „Jú, okkur og borgarbúum er mjög brugðið. Hér er allt frekar lamað. Okkur hafa borist skilaboð frá stjórnvöldum og skólayfirvöldum að halda börnunum heima ef þess er nokkur kostur. Hér er mikill viðbúnaður.“ Mikael segir það undirstrika voða verknaðarins að Vín sé þekkt fyrir það að vera sérlega friðsæl borg og kemst einatt á lista yfir þær borgir sem teljast fjölskylduvænastar og öruggastar að búa í. „Við bjuggum í Berlín áður sem er stórborg, Vín er lítil og sæt þannig að þetta er verulegt sjokk fyrir okkur og aðra borgarbúa. Vín hefur seinni ár staðið langt utan vettvangs heimsátakanna.“ Sláandi að brjálæðingur með vélbyssu fari um skjótandi í Vín af öllum stöðum Eins og fram hefur komið í fréttum hóf hryðjuverkamaðurinn skothríð sína í kringum átta leitið í gærkvöldi og var svo felldur. „Nú virðist sem hann hafi verið einn á ferð en fór hratt yfir, samkvæmt fréttum. Hann réðst að einhverjum bar, en lögreglan náði honum tiltölulega snemma. Hann mun vera tengdur öðrum Isismönnum.“ Mikael segir það vitaskuld svo að allir fjölmiðlar í Austurríki séu undirlagðir af fréttum af viðburðinum, enda sláandi að um borgina fari einhver brjálæðingur með vélbyssu um borgina á stöðum sem eru vel þekktir hér í borg. „Já, Graben meðal annars, einni helstu verslunargötu borgarinnar sem auðvitað allir þekkja. Og flestir sem hafa komið til Vínar. Þetta heitir 1. hverfið. Fjórir látnir, tveir karlmenn og tvær konur og margir á spítala.“ Árásarmaðurinn fæddur í Vín Mikael segir að í þarlendum fjölmiðlum hafi komið fram að maðurinn hafi verið einn á ferð þó hann tengist hópi annarra sem vildu ganga til liðs við ISIS í Sýrlandi. „Þetta tengist allt því. Florian Klenk, sem er ritstjóri Falter, sem er hin austurríska Stund, telst vera virtur en umdeildur blaðamaður hér, segir að hryðjuverkamaðurinn hafi verið tvítugur og fæddur í Vín. Af albönskum ættum með norður-makedónískt vegabréf. Hann er sem sagt með tvöfaldan ríkisborgararétt. Foreldrar hans eru ekki mjög trúuð en hann var á radar yfirvalda hér vegna tengsla við aðra islamista sem vildu til Sýrlands til að berjast með Isis,“ segir Mikael. En svo hefur morguninn farið í rifrildi á twittersíðu blaðamannsins um hvort rétt hafi verið að birta þær upplýsingar eða ekki. Klenk stendur í ströngu við að útskýra fyrir fólki að það sé nákvæmlega svona sem samfélagsmiðlar og þá fjölmiðlar virki. Austurríki Hryðjuverk í Vín Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35 Íslendingar í Vín segja ástandið hrikalegt Skotárás varð í Vínarborg í kvöld og hafa umfangsmiklar lögregluaðgerðir staðið yfir á að minnsta kosti sex stöðum í borginni. 2. nóvember 2020 21:46 Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Málið er fast“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
„Við búum hérna í miðbænum þannig að við erum tiltölulega nálægt atburðum gærkvöldsins. Kannski í um kílómetra fjarlægð eða einni lestarstöð. Við heyrðum í sírenum og þyrlum fram eftir kvöldi,“ segir Mikael Torfason rithöfundur í samtali við Vísi nú í morgun. Mikael er búsettur í Vínarborg, ásamt eiginkonu sinni Elmu Stefaníu Ágústsdóttur leikkonu og tveimur dætrum. Hann segir borgarbúum afar brugðið, þeir séu reyndar í áfalli en ríkisstjórn landsins hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg eftir skotárásina í gær. „Jú, okkur og borgarbúum er mjög brugðið. Hér er allt frekar lamað. Okkur hafa borist skilaboð frá stjórnvöldum og skólayfirvöldum að halda börnunum heima ef þess er nokkur kostur. Hér er mikill viðbúnaður.“ Mikael segir það undirstrika voða verknaðarins að Vín sé þekkt fyrir það að vera sérlega friðsæl borg og kemst einatt á lista yfir þær borgir sem teljast fjölskylduvænastar og öruggastar að búa í. „Við bjuggum í Berlín áður sem er stórborg, Vín er lítil og sæt þannig að þetta er verulegt sjokk fyrir okkur og aðra borgarbúa. Vín hefur seinni ár staðið langt utan vettvangs heimsátakanna.“ Sláandi að brjálæðingur með vélbyssu fari um skjótandi í Vín af öllum stöðum Eins og fram hefur komið í fréttum hóf hryðjuverkamaðurinn skothríð sína í kringum átta leitið í gærkvöldi og var svo felldur. „Nú virðist sem hann hafi verið einn á ferð en fór hratt yfir, samkvæmt fréttum. Hann réðst að einhverjum bar, en lögreglan náði honum tiltölulega snemma. Hann mun vera tengdur öðrum Isismönnum.“ Mikael segir það vitaskuld svo að allir fjölmiðlar í Austurríki séu undirlagðir af fréttum af viðburðinum, enda sláandi að um borgina fari einhver brjálæðingur með vélbyssu um borgina á stöðum sem eru vel þekktir hér í borg. „Já, Graben meðal annars, einni helstu verslunargötu borgarinnar sem auðvitað allir þekkja. Og flestir sem hafa komið til Vínar. Þetta heitir 1. hverfið. Fjórir látnir, tveir karlmenn og tvær konur og margir á spítala.“ Árásarmaðurinn fæddur í Vín Mikael segir að í þarlendum fjölmiðlum hafi komið fram að maðurinn hafi verið einn á ferð þó hann tengist hópi annarra sem vildu ganga til liðs við ISIS í Sýrlandi. „Þetta tengist allt því. Florian Klenk, sem er ritstjóri Falter, sem er hin austurríska Stund, telst vera virtur en umdeildur blaðamaður hér, segir að hryðjuverkamaðurinn hafi verið tvítugur og fæddur í Vín. Af albönskum ættum með norður-makedónískt vegabréf. Hann er sem sagt með tvöfaldan ríkisborgararétt. Foreldrar hans eru ekki mjög trúuð en hann var á radar yfirvalda hér vegna tengsla við aðra islamista sem vildu til Sýrlands til að berjast með Isis,“ segir Mikael. En svo hefur morguninn farið í rifrildi á twittersíðu blaðamannsins um hvort rétt hafi verið að birta þær upplýsingar eða ekki. Klenk stendur í ströngu við að útskýra fyrir fólki að það sé nákvæmlega svona sem samfélagsmiðlar og þá fjölmiðlar virki.
Austurríki Hryðjuverk í Vín Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35 Íslendingar í Vín segja ástandið hrikalegt Skotárás varð í Vínarborg í kvöld og hafa umfangsmiklar lögregluaðgerðir staðið yfir á að minnsta kosti sex stöðum í borginni. 2. nóvember 2020 21:46 Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Málið er fast“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35
Íslendingar í Vín segja ástandið hrikalegt Skotárás varð í Vínarborg í kvöld og hafa umfangsmiklar lögregluaðgerðir staðið yfir á að minnsta kosti sex stöðum í borginni. 2. nóvember 2020 21:46
Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07