„Búið að vera rosalega erfitt af því að þetta er svo langt ferli“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. nóvember 2020 13:33 Bríet Elfar fer um víðan völl í viðtalinu. Bríet Ísis Elfar er einn vinsælasti tónlistarmaður Íslands og kom hún ung fram á sjónarsviðið og vakti strax verðskuldaða athygli. Hún er nýjasti getur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans en í þættinum ræðir hún meðal annars um æskuna sína og að hún hafi haldið að hún væri álfaprinsessa á sínum tíma. „Ég hélt sem barn alltaf að ég væri álfaprinsessa og mamma fór með mér langar leiðir úti í náttúrunni til að finna álfa. Það byrjaði þannig að ég fann fugl sem var meiddur og kom honum fyrir inni í helli undir stein þar sem hann yrði öruggur og kom svo aftur 2 dögum seinna og þá var hann farinn og ég hélt að þetta væri Jesú-moment. Ég var rosalega dreymin sem barn og með mikið ímyndunarafl og hef alltaf verið náttúrubarn.” Bríet segist vera mikið náttúrubarn og tengir það við að hafa farið í svitahof (Sweat-Lodge) með reglulegu millibili alveg síðan hún var barn. Mamma hennar er einn af frumkvöðlum Íslands í þessum athöfnum sem Indíánar hafa stundað í aldaraðir. „Sweat er eitthvað sem fólk gerir til að hlúa að sér, tengjast náttúrunni og losna við egóið. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa alist upp við þessar athafnir og það hefur gert mig að manneskjunni sem ég er í dag. Þetta er heilun og hreinsun og Indjánarnir töluðu um þetta sem endurfæðingu. Ég geri þetta til að stækka hjartað og minnka egóið. Að fara í þetta sem fullorðinn einstaklingur er meira krefjandi. Maður mætir sjálfum sér. Börn einhvern vegin eru bara og eru miklu frjálsari og ekki jafn meðvituð um sjálfan sig.” Bríet segist hafa haldið sig mikið heima hjá sér eftir að nýja platan hennar kom út og að nú sé hún að fara í gegnum tímabil þar sem hún þarf að hlúa að sjálfri sér. „Ég skal bara viðurkenna það að þetta er búið að vera rosalega erfitt af því að þetta er svo langt ferli og svo miklar tilfinningar. Þú vilt ekki meiða neinn og þú ert að fara svo ótrúlega nálægt hjartanu þínu, en þú verður að sleppa þessu, af því að annars ertu að bæla. En ég er ekkert endilega búin að átta mig á því að ég þurfi að syngja þetta það sem eftir er af ævinni, en það skiptir ekki máli. Maður lærir það bara. Ég get ekki gefið eitthvað frá mér sem er ekki beint frá hjartanu. Ég hef gert það og ég veit að ég vil það ekki.” Hún segist átta sig á því að fram undan séu ef til vill aðeins öðruvísi tímar, eftir að vinsældir hennar náðu nýjum hæðum „Núna er maður búinn að gefa út listaverk og athyglin er öðruvísi núna, af því að fólk vill stærri bita. Ég er auðvitað mjög þakklát fyrir það, en er að venjast því. Þegar fólk er búið að heyra svona mikið persónulegt vill það meira. Mér finnst þetta einhvern veginn búið að vera svolítið erfitt núna, af því að athyglin er öðruvísi. Ég var að semja þessa plötu af því að mér leið svona og ég þurfti að koma þessu frá mér. Mér fannst ég ekki hafa neitt að segja á heila plötu, en svo kom þetta stóra fyrirbæri sem kallast ástarsorg og þá bara dritaðist frá mér þessi plata. En þó að maður hafi átt stórt lag og unnið með frábæru fólki veit maður aldrei hvernig tónlistinni verður tekið.” Bríet er meðvituð um mikilvægi þess að halda sér á jörðinni þegar vel gengur. „Maður er endalaust að berjast við egóið sitt og það er erfitt að halda sér á jörðinni þegar allir eru að segja þér hvað þú ert frábær og að gera góða hluti og þess vegna þarf maður að passa mikið upp á sjálfan sig. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það verður ekki alltaf þannig að lögin mín séu vinsælust og þess vegna verð ég að halda mér á jörðinni.” Væri grátandi Hún segist á ákveðinn hátt þakklát fyrir að geta ekki haldið tónleika á þessari stundu, þar sem hún segist hreinlega ekki tilbúin í að spila lögin af nýju plötunni fyrir framan hóp af fólki. „Ég held ég gæti ekki sungið fyrir framan fólk núna. Ég væri bara grátandi. Þannig að ég held að tímasetningin hafi verið fullkomin. Ég hlakka mikið til að gera það og það mun gerast, en það er gott að það fái aðeins að bíða. Mér er búið að finnast yndislegt að fá að jafna mig aðeins, vera með kaffi uppi í rúmi og spjalla við mömmu. Maður fattar ekki hvað þetta er búið að vera mikið átak að gera plötuna og koma henni út. Maður er að klifra og klifra upp og svo hoppar maður niður og þá kemur eðlilega crash og maður þarf að leyfa því að líða hjá.” Bríet segist ekki endilega hafa ætlað sér að verða tónlistarkona, heldur hafi eitt leitt af öðru og valdið því að nú sé hún á þeim stað sem hún er núna. „Ég er þrettán ára þegar ég byrja að læra á gítar og var fengin til að spila Off-Venue á Airwawes ári síðar. Eftir þá tónleika var fólk sem vildi vinna með mér og það fór af stað ferli sem er í raun enn í gangi. Mér leið aldrei eins og ég yrði að vera tónlistarkona, heldur fannst bara gaman að taka í gítarinn með pabba. En ég hef alltaf verið svo mikil já manneskja að ég segi bara já ef ég er beðin um að flytja tónlist og það hefur bæði gert mér gott og slæmt. Ég hef stundum hleypt fólki of nálægt mér, en að sama skapi hef ég fengið ótrúleg tækifæri.” Í þættinum ræða Sölvi og Bríet um tónlistina, ástarsorg, hvað fylgir því að vera landsþekkt, reynslu af svitahofum og margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Bríet Ísis Elfar er einn vinsælasti tónlistarmaður Íslands og kom hún ung fram á sjónarsviðið og vakti strax verðskuldaða athygli. Hún er nýjasti getur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans en í þættinum ræðir hún meðal annars um æskuna sína og að hún hafi haldið að hún væri álfaprinsessa á sínum tíma. „Ég hélt sem barn alltaf að ég væri álfaprinsessa og mamma fór með mér langar leiðir úti í náttúrunni til að finna álfa. Það byrjaði þannig að ég fann fugl sem var meiddur og kom honum fyrir inni í helli undir stein þar sem hann yrði öruggur og kom svo aftur 2 dögum seinna og þá var hann farinn og ég hélt að þetta væri Jesú-moment. Ég var rosalega dreymin sem barn og með mikið ímyndunarafl og hef alltaf verið náttúrubarn.” Bríet segist vera mikið náttúrubarn og tengir það við að hafa farið í svitahof (Sweat-Lodge) með reglulegu millibili alveg síðan hún var barn. Mamma hennar er einn af frumkvöðlum Íslands í þessum athöfnum sem Indíánar hafa stundað í aldaraðir. „Sweat er eitthvað sem fólk gerir til að hlúa að sér, tengjast náttúrunni og losna við egóið. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa alist upp við þessar athafnir og það hefur gert mig að manneskjunni sem ég er í dag. Þetta er heilun og hreinsun og Indjánarnir töluðu um þetta sem endurfæðingu. Ég geri þetta til að stækka hjartað og minnka egóið. Að fara í þetta sem fullorðinn einstaklingur er meira krefjandi. Maður mætir sjálfum sér. Börn einhvern vegin eru bara og eru miklu frjálsari og ekki jafn meðvituð um sjálfan sig.” Bríet segist hafa haldið sig mikið heima hjá sér eftir að nýja platan hennar kom út og að nú sé hún að fara í gegnum tímabil þar sem hún þarf að hlúa að sjálfri sér. „Ég skal bara viðurkenna það að þetta er búið að vera rosalega erfitt af því að þetta er svo langt ferli og svo miklar tilfinningar. Þú vilt ekki meiða neinn og þú ert að fara svo ótrúlega nálægt hjartanu þínu, en þú verður að sleppa þessu, af því að annars ertu að bæla. En ég er ekkert endilega búin að átta mig á því að ég þurfi að syngja þetta það sem eftir er af ævinni, en það skiptir ekki máli. Maður lærir það bara. Ég get ekki gefið eitthvað frá mér sem er ekki beint frá hjartanu. Ég hef gert það og ég veit að ég vil það ekki.” Hún segist átta sig á því að fram undan séu ef til vill aðeins öðruvísi tímar, eftir að vinsældir hennar náðu nýjum hæðum „Núna er maður búinn að gefa út listaverk og athyglin er öðruvísi núna, af því að fólk vill stærri bita. Ég er auðvitað mjög þakklát fyrir það, en er að venjast því. Þegar fólk er búið að heyra svona mikið persónulegt vill það meira. Mér finnst þetta einhvern veginn búið að vera svolítið erfitt núna, af því að athyglin er öðruvísi. Ég var að semja þessa plötu af því að mér leið svona og ég þurfti að koma þessu frá mér. Mér fannst ég ekki hafa neitt að segja á heila plötu, en svo kom þetta stóra fyrirbæri sem kallast ástarsorg og þá bara dritaðist frá mér þessi plata. En þó að maður hafi átt stórt lag og unnið með frábæru fólki veit maður aldrei hvernig tónlistinni verður tekið.” Bríet er meðvituð um mikilvægi þess að halda sér á jörðinni þegar vel gengur. „Maður er endalaust að berjast við egóið sitt og það er erfitt að halda sér á jörðinni þegar allir eru að segja þér hvað þú ert frábær og að gera góða hluti og þess vegna þarf maður að passa mikið upp á sjálfan sig. Ég geri mér fulla grein fyrir því að það verður ekki alltaf þannig að lögin mín séu vinsælust og þess vegna verð ég að halda mér á jörðinni.” Væri grátandi Hún segist á ákveðinn hátt þakklát fyrir að geta ekki haldið tónleika á þessari stundu, þar sem hún segist hreinlega ekki tilbúin í að spila lögin af nýju plötunni fyrir framan hóp af fólki. „Ég held ég gæti ekki sungið fyrir framan fólk núna. Ég væri bara grátandi. Þannig að ég held að tímasetningin hafi verið fullkomin. Ég hlakka mikið til að gera það og það mun gerast, en það er gott að það fái aðeins að bíða. Mér er búið að finnast yndislegt að fá að jafna mig aðeins, vera með kaffi uppi í rúmi og spjalla við mömmu. Maður fattar ekki hvað þetta er búið að vera mikið átak að gera plötuna og koma henni út. Maður er að klifra og klifra upp og svo hoppar maður niður og þá kemur eðlilega crash og maður þarf að leyfa því að líða hjá.” Bríet segist ekki endilega hafa ætlað sér að verða tónlistarkona, heldur hafi eitt leitt af öðru og valdið því að nú sé hún á þeim stað sem hún er núna. „Ég er þrettán ára þegar ég byrja að læra á gítar og var fengin til að spila Off-Venue á Airwawes ári síðar. Eftir þá tónleika var fólk sem vildi vinna með mér og það fór af stað ferli sem er í raun enn í gangi. Mér leið aldrei eins og ég yrði að vera tónlistarkona, heldur fannst bara gaman að taka í gítarinn með pabba. En ég hef alltaf verið svo mikil já manneskja að ég segi bara já ef ég er beðin um að flytja tónlist og það hefur bæði gert mér gott og slæmt. Ég hef stundum hleypt fólki of nálægt mér, en að sama skapi hef ég fengið ótrúleg tækifæri.” Í þættinum ræða Sölvi og Bríet um tónlistina, ástarsorg, hvað fylgir því að vera landsþekkt, reynslu af svitahofum og margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira