Tímasetningarnar sem þú þarft að hafa á hreinu fyrir nóttina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. nóvember 2020 12:46 Gríðarlegur fjöldi póstatkvæða mun hafa afgerandi áhrif á kosninganóttina. Ap/Elise Amendola Kjördagur er runninn upp í Bandaríkjunum og í dag ákveða Bandaríkjamenn hvort Donald Trump sitji áfram sem forseti eða Joe Biden taki við og verði 46. forseti Bandaríkjanna. Kosningarnar í ár eru um margt ólíkar þeim áður hafa verið haldnar, ekki síst vegna metfjölda atkvæða sem greidd hafa verið fyrir kjördag. Bandaríkin ná yfir sex mismunandi tímabelti og því ekki létt verk að ná utan um hvenær úrslit liggja fyrir. Til að mynda er fimm tíma munur á austurströnd Bandaríkjanna og Íslandi. Margir munu eflaust fylgjast með í nótt og hér að neðan má finna handhæga tímalínu þar sem farið er yfir klukkan hvað má gera ráð fyrir að eitthvað sé að frétta. Óvenjulegar kosningar Við þessa tímalínu er þó sá fyrirvari settur að það eru ágætar líkur á því að úrslit kosninganna munu ekki liggja fyrir í nótt, eins og yfirleitt má gera ráð fyrir. Er það vegna þess gríðarlega fjölda póstatkvæða sem borist hafa fyrir kjördag, um 60 milljónir af þeim rétt tæplega 100 milljónum atkvæða sem þegar hafa verið greidd. Ríkin fimmtíu hafa hins vegar mismunandi reglur um það hvenær póstatkvæði eru talin og það gæti haft áhrif á það hvenær endanleg úrslit liggja fyrir. Sem dæmi um þetta má nefna að í samantekt tölfræðisíðunnar FiveThirtyEight má sjá að búast má við að aðeins sextán af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna verði búin að telja nær öll atkvæði í nótt. 24 af þeim verða að mati FiveThirtyEigt búinn að telja flest atkvæðin en ekki öll og tíu ríki, auk Washington DC verða aðeins búin að telja sum atkvæði. Dökkgrænt tákna þau ríki þar sem búist er við að nær öll atkvæði verða talin í nótt, milligrænt táknar þau ríki þar sem búist er við að flest atkvæði verða talin í nótt en ljósgrænt þau ríki þar sem aðeins er búist við að sum atkvæði verði talin í nótt.Mynd/538 Þar á meðal er Pennsylvanía, sem er eitt af þeim lykilríkjum sem talið er geta einna helst ráðið úrslitum um niðurstöður kosninganna en Biden og Trump horfa báðir mjög til þess að næla í þá tuttugu kjörmenn sem eru í boði þar. Einnig skal nefna að Kalifornía, með sína 55 kjörmenn, er í þessum hóp. Það er því alls ekki víst að úrslitin muni ráðast í nótt. Tölurnar geta verið villandi í fyrstu Þá bendir BBC á að þær tölur sem berist fyrst geti að einhverju leyti verið villandi þar sem sum ríki telji fyrst þau atkvæði sem greidd eru á kjördag. Talið er að þar geti Trump haft forskot þar sem stuðningsmenn hans séu líklegri til þess að mæta á kjörstað til þess að kjósa. Til þess að flækja málin enn frekar telja sum ríki þau atkvæði sem berast fyrir kjördag fyrst, og talið er að þar muni Biden hafa forskot þar sem Demókratar hafa verið duglegri en Repúblikanar að greiða póstatkvæði. THEFORECASTIS FINAL!https://t.co/qvcuDxpYK0Don't forget to vote! pic.twitter.com/5MAL6zlP4k— Micah Cohen (@micahcohen) November 3, 2020 Það er því ekki endilega hægt að reikna með afgerandi niðurstöðum, en engu að síður er vert að fylgjast með þessum tímasetningum hér að neðan. Sem fyrr segir eru sex mismunandi tímabelti í Bandaríkjunum en til einföldunar er hér miðað við klukkuna á austurströnd Bandaríkjanna. 18.00 að bandarískum tíma - 23.00 að íslenskum tíma. Kjörstaðir loka í Indíana (ellefu kjörmenn) og Kentucky (átta kjörmenn). Ekki er búist við niðurstöðum frá Indíana enda þar á bæ menn þekktir yfir að telja atkvæðin löturhægt. Talið er líklegt að Trump taki bæði þessi ríki. 19.00 að bandarískum tíma - 24.00 að íslenskum tíma Nú hefst fjörið. Kjörstaðir loka í stærstum hluta Flórída (29 kjörmenn), Suður-Karólínu (níu kjörmenn), Virginíu (þrettán kjörmenn), Georgíu (sextán kjörmenn), Alabama (níu kjörmenn), New Hampshire (fjórir kjörmenn) og Vermont (þrír kjörmenn). Í Flórída hafa kjörstjórnir unnið hörðum höndum að því að telja póstatkvæði. Í samantekt 538 er nefnt að þar séu kjörstjórnir vanar að höndla með mikið magn slíkra akvæða og því gæti það verið svo að niðurstöðurnar í Flórída liggi fyrir nokkrum tímum frá því að kjörstaðar loka. Ef mjótt er á mununum mun það þó líklega dragast á langinn. Ríkið er afar mikilvægt í þessum kosningum með sína 29 kjörmenn. Ef Biden nælir í þá er útlit fyrir að úrslit kosninganna verði honum í vil, en ef Trump hefur betur gæti spenna verið framundan. Biðröð við kjörstað vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu í New York á föstudag. New York er eitt þeirra ríkja sem er svo gott sem öruggt að Biden vinni.Vísir/EPA Georgía er alla jafna öruggt ríki fyrir Repúblikana en er í þetta skiptið í flokki ríkja sem gætu sveiflast yfir til Demókrata. Ekki er þó búist við afgerandi niðurstöðum þar fljótt þar sem kjörstjórn í Atlanta, fjölmennasta borg ríkisins og vígi Demókrata, er yfirleitt lengi að telja atkvæðin þar. 19.30 að bandarískum tíma - 00.30 að íslenskum tíma. Kjörstaðir loka í Norður-Karólínu (fimmtán kjörmenn), Ohio (átján kjörmenn) og Vestur-Virginíu (fimm kjörmenn). Búist er við fyrstu tölum í Norður-Karólínu um þetta leyti þar sem utankjörfundaratkvæði eru gjarnan talin fyrst. Þar kusu fjölmargir demókratar fyrir kjördag og því útlit fyrir að Biden muni leiða þar til, til að byrja með að minnsta kosti. Demókratar eru þó vongóðir um að Biden næli í kjörmennina fimmtán. Ohio hefur á undanförnum árum verið lykilríki lykilríkjanna. Trump náði ríkinu síðast og Demókratar horfa hýru auga þangað. Þar hafa menn talið utankjörfundaratkvæði síðustu vikur og því ekki ólíklegt að fyrstu tölur verði efnilegar fyrir Biden. Það gæti þó breyst þegar atkvæðin frá Cleveland eru talin, þar sem Trump er vinsæll. Þau atkvæði koma yfirleitt seint í pottinn á kjördag. 20.00 að bandarískum tíma - 01.00 að íslenskum tíma Fyrstu tölur ættu að berast frá Texas með sína 38 kjörmenn. Ríkið hefur verið eitt helsta vígi repúblikana undanfarin ár en demókratar hafa þó sótt á að undanförnu. Séu tölurnar Biden í vil er möguleiki á að sögulegur sigur sé í kortunum fyrir frambjóðanda demókrata þetta árið. Kjörstaðir í Pennsylvaníu (20 kjörmenn) loka klukkan átta að bandarískum tíma. Líkt og komið var inn á hér að ofan er þetta eitt mikilvægasta ríki kosninganna þetta árið. Það eru þó taldar engar líkur á því að niðurstöður kosninganna í ríkinu liggi fyrir á kjördag, þar sem búist er við að það taki fjölmarga daga að telja öll póstatkvæðin sem borist hafa. 21.00 að bandarískum tíma - 02.00 að íslenskum tíma Tölur ættu að berast frá Arizona með sína ellefu kjörmenn, sömuleiðis frá Colorado (níu kjörmenn), Nýju-Mexíkó (fimm kjörmenn) og Wisconsin með tíu kjörmenn. 22.00 að bandarískum tíma - 03.00 að íslenskum tíma Ertu enn þá vakandi? Utah (sex kjörmenn), Nevada (sex kjörmenn) og Iowa (sex kjörmenn) gætu sýnt spilin og fyrstu tölur í leiðinni. Hafi Iowa snúist á sveif með Biden má búast við að kvöldið hafi ekki verið gott fyrir Trump. Trump mun líklega næla sér í kjörmennina í Utah en Nevada er talið hallast að Biden. Trump þarf að vonast eftir enn stærri kannanaskekkju en árið 2016 til þess að hafa sigur á Biden. Ekki er þó útilokað að Trump nái endurkjöri.Vísir 23.00 að bandarískum tíma - 04.00 að íslenskum tíma Kalifornía (55 kjörmenn), Oregon (sjö kjörmenn), Washington (tólf kjörmenn) loka kjörstöðum sínum en búist er fastlega við að Biden næli sér í vesturströndina eins og hún leggur sig. Hawaii lokar einnig kjörstöðum klukkan fjögur að íslenskum tíma. Ef útlit er fyrir að annar hvor frambjóðandin sé með afgerandi forystu áður en tölur berast frá þessum ríkjum má fastlega gera ráð fyrir að niðurstöðurnar hér geti farið langt með það að skera úr um hvort stóru fjölmiðlarnir í Bandaríkjunum telji sig vera í aðstöðu til þess að lýsa yfir sigurvegara. Það gæti því verið þess virði að vaka til fjögur, en það er alfarið á þína ábyrgð. 01.00 að bandarískum tíma - 06.00 að íslenskum tíma. Alaska með sína þrjá kjörmenn lokar kjörstöðum. Liggja úrslitin fyrir? Það er ómögulegt að segja. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Fréttaskýringar Tengdar fréttir Kannanir benda til sigurs Bidens Þótt skoðanakannanir bendi til sigurs Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata, er hvergi nærri útilokað að Donald Trump forseti nái endurkjöri þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun. 2. nóvember 2020 18:32 Vaktin: Örlagadagur í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér 46. forseta landsins. Mun Repúblikaninn og sitjandi forsetinn Donald Trump halda embættinu eða tekst Demókratanum og fyrrverandi varaforsetanum Joe Biden að snúa aftur á kunnuglegar slóðir? 3. nóvember 2020 10:45 Svona gæti Trump unnið Kjósendur í nokkrum lykilríkjum gætu enn tryggt Donald Trump Bandaríkjaforseta endurkjör þrátt fyrir að Joe Biden, frambjóðandi demókrata, hafi nú mælst með afgerandi forskot á landsvísu um margra vikna skeið. 2. nóvember 2020 14:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Kjördagur er runninn upp í Bandaríkjunum og í dag ákveða Bandaríkjamenn hvort Donald Trump sitji áfram sem forseti eða Joe Biden taki við og verði 46. forseti Bandaríkjanna. Kosningarnar í ár eru um margt ólíkar þeim áður hafa verið haldnar, ekki síst vegna metfjölda atkvæða sem greidd hafa verið fyrir kjördag. Bandaríkin ná yfir sex mismunandi tímabelti og því ekki létt verk að ná utan um hvenær úrslit liggja fyrir. Til að mynda er fimm tíma munur á austurströnd Bandaríkjanna og Íslandi. Margir munu eflaust fylgjast með í nótt og hér að neðan má finna handhæga tímalínu þar sem farið er yfir klukkan hvað má gera ráð fyrir að eitthvað sé að frétta. Óvenjulegar kosningar Við þessa tímalínu er þó sá fyrirvari settur að það eru ágætar líkur á því að úrslit kosninganna munu ekki liggja fyrir í nótt, eins og yfirleitt má gera ráð fyrir. Er það vegna þess gríðarlega fjölda póstatkvæða sem borist hafa fyrir kjördag, um 60 milljónir af þeim rétt tæplega 100 milljónum atkvæða sem þegar hafa verið greidd. Ríkin fimmtíu hafa hins vegar mismunandi reglur um það hvenær póstatkvæði eru talin og það gæti haft áhrif á það hvenær endanleg úrslit liggja fyrir. Sem dæmi um þetta má nefna að í samantekt tölfræðisíðunnar FiveThirtyEight má sjá að búast má við að aðeins sextán af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna verði búin að telja nær öll atkvæði í nótt. 24 af þeim verða að mati FiveThirtyEigt búinn að telja flest atkvæðin en ekki öll og tíu ríki, auk Washington DC verða aðeins búin að telja sum atkvæði. Dökkgrænt tákna þau ríki þar sem búist er við að nær öll atkvæði verða talin í nótt, milligrænt táknar þau ríki þar sem búist er við að flest atkvæði verða talin í nótt en ljósgrænt þau ríki þar sem aðeins er búist við að sum atkvæði verði talin í nótt.Mynd/538 Þar á meðal er Pennsylvanía, sem er eitt af þeim lykilríkjum sem talið er geta einna helst ráðið úrslitum um niðurstöður kosninganna en Biden og Trump horfa báðir mjög til þess að næla í þá tuttugu kjörmenn sem eru í boði þar. Einnig skal nefna að Kalifornía, með sína 55 kjörmenn, er í þessum hóp. Það er því alls ekki víst að úrslitin muni ráðast í nótt. Tölurnar geta verið villandi í fyrstu Þá bendir BBC á að þær tölur sem berist fyrst geti að einhverju leyti verið villandi þar sem sum ríki telji fyrst þau atkvæði sem greidd eru á kjördag. Talið er að þar geti Trump haft forskot þar sem stuðningsmenn hans séu líklegri til þess að mæta á kjörstað til þess að kjósa. Til þess að flækja málin enn frekar telja sum ríki þau atkvæði sem berast fyrir kjördag fyrst, og talið er að þar muni Biden hafa forskot þar sem Demókratar hafa verið duglegri en Repúblikanar að greiða póstatkvæði. THEFORECASTIS FINAL!https://t.co/qvcuDxpYK0Don't forget to vote! pic.twitter.com/5MAL6zlP4k— Micah Cohen (@micahcohen) November 3, 2020 Það er því ekki endilega hægt að reikna með afgerandi niðurstöðum, en engu að síður er vert að fylgjast með þessum tímasetningum hér að neðan. Sem fyrr segir eru sex mismunandi tímabelti í Bandaríkjunum en til einföldunar er hér miðað við klukkuna á austurströnd Bandaríkjanna. 18.00 að bandarískum tíma - 23.00 að íslenskum tíma. Kjörstaðir loka í Indíana (ellefu kjörmenn) og Kentucky (átta kjörmenn). Ekki er búist við niðurstöðum frá Indíana enda þar á bæ menn þekktir yfir að telja atkvæðin löturhægt. Talið er líklegt að Trump taki bæði þessi ríki. 19.00 að bandarískum tíma - 24.00 að íslenskum tíma Nú hefst fjörið. Kjörstaðir loka í stærstum hluta Flórída (29 kjörmenn), Suður-Karólínu (níu kjörmenn), Virginíu (þrettán kjörmenn), Georgíu (sextán kjörmenn), Alabama (níu kjörmenn), New Hampshire (fjórir kjörmenn) og Vermont (þrír kjörmenn). Í Flórída hafa kjörstjórnir unnið hörðum höndum að því að telja póstatkvæði. Í samantekt 538 er nefnt að þar séu kjörstjórnir vanar að höndla með mikið magn slíkra akvæða og því gæti það verið svo að niðurstöðurnar í Flórída liggi fyrir nokkrum tímum frá því að kjörstaðar loka. Ef mjótt er á mununum mun það þó líklega dragast á langinn. Ríkið er afar mikilvægt í þessum kosningum með sína 29 kjörmenn. Ef Biden nælir í þá er útlit fyrir að úrslit kosninganna verði honum í vil, en ef Trump hefur betur gæti spenna verið framundan. Biðröð við kjörstað vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu í New York á föstudag. New York er eitt þeirra ríkja sem er svo gott sem öruggt að Biden vinni.Vísir/EPA Georgía er alla jafna öruggt ríki fyrir Repúblikana en er í þetta skiptið í flokki ríkja sem gætu sveiflast yfir til Demókrata. Ekki er þó búist við afgerandi niðurstöðum þar fljótt þar sem kjörstjórn í Atlanta, fjölmennasta borg ríkisins og vígi Demókrata, er yfirleitt lengi að telja atkvæðin þar. 19.30 að bandarískum tíma - 00.30 að íslenskum tíma. Kjörstaðir loka í Norður-Karólínu (fimmtán kjörmenn), Ohio (átján kjörmenn) og Vestur-Virginíu (fimm kjörmenn). Búist er við fyrstu tölum í Norður-Karólínu um þetta leyti þar sem utankjörfundaratkvæði eru gjarnan talin fyrst. Þar kusu fjölmargir demókratar fyrir kjördag og því útlit fyrir að Biden muni leiða þar til, til að byrja með að minnsta kosti. Demókratar eru þó vongóðir um að Biden næli í kjörmennina fimmtán. Ohio hefur á undanförnum árum verið lykilríki lykilríkjanna. Trump náði ríkinu síðast og Demókratar horfa hýru auga þangað. Þar hafa menn talið utankjörfundaratkvæði síðustu vikur og því ekki ólíklegt að fyrstu tölur verði efnilegar fyrir Biden. Það gæti þó breyst þegar atkvæðin frá Cleveland eru talin, þar sem Trump er vinsæll. Þau atkvæði koma yfirleitt seint í pottinn á kjördag. 20.00 að bandarískum tíma - 01.00 að íslenskum tíma Fyrstu tölur ættu að berast frá Texas með sína 38 kjörmenn. Ríkið hefur verið eitt helsta vígi repúblikana undanfarin ár en demókratar hafa þó sótt á að undanförnu. Séu tölurnar Biden í vil er möguleiki á að sögulegur sigur sé í kortunum fyrir frambjóðanda demókrata þetta árið. Kjörstaðir í Pennsylvaníu (20 kjörmenn) loka klukkan átta að bandarískum tíma. Líkt og komið var inn á hér að ofan er þetta eitt mikilvægasta ríki kosninganna þetta árið. Það eru þó taldar engar líkur á því að niðurstöður kosninganna í ríkinu liggi fyrir á kjördag, þar sem búist er við að það taki fjölmarga daga að telja öll póstatkvæðin sem borist hafa. 21.00 að bandarískum tíma - 02.00 að íslenskum tíma Tölur ættu að berast frá Arizona með sína ellefu kjörmenn, sömuleiðis frá Colorado (níu kjörmenn), Nýju-Mexíkó (fimm kjörmenn) og Wisconsin með tíu kjörmenn. 22.00 að bandarískum tíma - 03.00 að íslenskum tíma Ertu enn þá vakandi? Utah (sex kjörmenn), Nevada (sex kjörmenn) og Iowa (sex kjörmenn) gætu sýnt spilin og fyrstu tölur í leiðinni. Hafi Iowa snúist á sveif með Biden má búast við að kvöldið hafi ekki verið gott fyrir Trump. Trump mun líklega næla sér í kjörmennina í Utah en Nevada er talið hallast að Biden. Trump þarf að vonast eftir enn stærri kannanaskekkju en árið 2016 til þess að hafa sigur á Biden. Ekki er þó útilokað að Trump nái endurkjöri.Vísir 23.00 að bandarískum tíma - 04.00 að íslenskum tíma Kalifornía (55 kjörmenn), Oregon (sjö kjörmenn), Washington (tólf kjörmenn) loka kjörstöðum sínum en búist er fastlega við að Biden næli sér í vesturströndina eins og hún leggur sig. Hawaii lokar einnig kjörstöðum klukkan fjögur að íslenskum tíma. Ef útlit er fyrir að annar hvor frambjóðandin sé með afgerandi forystu áður en tölur berast frá þessum ríkjum má fastlega gera ráð fyrir að niðurstöðurnar hér geti farið langt með það að skera úr um hvort stóru fjölmiðlarnir í Bandaríkjunum telji sig vera í aðstöðu til þess að lýsa yfir sigurvegara. Það gæti því verið þess virði að vaka til fjögur, en það er alfarið á þína ábyrgð. 01.00 að bandarískum tíma - 06.00 að íslenskum tíma. Alaska með sína þrjá kjörmenn lokar kjörstöðum. Liggja úrslitin fyrir? Það er ómögulegt að segja.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Fréttaskýringar Tengdar fréttir Kannanir benda til sigurs Bidens Þótt skoðanakannanir bendi til sigurs Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata, er hvergi nærri útilokað að Donald Trump forseti nái endurkjöri þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun. 2. nóvember 2020 18:32 Vaktin: Örlagadagur í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér 46. forseta landsins. Mun Repúblikaninn og sitjandi forsetinn Donald Trump halda embættinu eða tekst Demókratanum og fyrrverandi varaforsetanum Joe Biden að snúa aftur á kunnuglegar slóðir? 3. nóvember 2020 10:45 Svona gæti Trump unnið Kjósendur í nokkrum lykilríkjum gætu enn tryggt Donald Trump Bandaríkjaforseta endurkjör þrátt fyrir að Joe Biden, frambjóðandi demókrata, hafi nú mælst með afgerandi forskot á landsvísu um margra vikna skeið. 2. nóvember 2020 14:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Kannanir benda til sigurs Bidens Þótt skoðanakannanir bendi til sigurs Joes Bidens, forsetaframbjóðanda Demókrata, er hvergi nærri útilokað að Donald Trump forseti nái endurkjöri þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun. 2. nóvember 2020 18:32
Vaktin: Örlagadagur í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér 46. forseta landsins. Mun Repúblikaninn og sitjandi forsetinn Donald Trump halda embættinu eða tekst Demókratanum og fyrrverandi varaforsetanum Joe Biden að snúa aftur á kunnuglegar slóðir? 3. nóvember 2020 10:45
Svona gæti Trump unnið Kjósendur í nokkrum lykilríkjum gætu enn tryggt Donald Trump Bandaríkjaforseta endurkjör þrátt fyrir að Joe Biden, frambjóðandi demókrata, hafi nú mælst með afgerandi forskot á landsvísu um margra vikna skeið. 2. nóvember 2020 14:04