Fyrrverandi yfirmaður senegalsks fjölskylduföður segir málið hrikalegt Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. nóvember 2020 19:00 Fyrrverandi yfirmaður fjölskylduföðurs frá Senegal, sem á að vísa úr landi ásamt eiginkonu og börnum, segir málið hrikalegt. Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan skuli hafa beðið í sex ár eftir niðurstöðu í málinu sínu. Fjölskyldan hefur búið á Íslandi og starfað í næstum sjö ár. Hjónin hafa án árangurs barist fyrir því að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Þau eiga tvær dætur, sex og þriggja ára, sem eru fæddar og uppaldar á Íslandi. Málið hefur farið í gegn um stjórnsýsluna og dómskerfið og að óbreyttu á að vísa þeim úr landi. Fjölskyldufaðirinn vann í uppvaski á Hótel Canopy í þrjú ár þar til honum var sagt upp nýlega vegna heimsfaraldursins. „Hann er fyrirmyndarstarfsmaður. Vann sína vinnu betur en vel, fór í önnur verk líka og bara fyrirmyndarstarfsmaður,“ segir Jón Guðni Þórarinsson fyrrverandi yfirkokkur á Hótel Canopy. Hann hafi verið mjög vel liðinn meðal samstarfsmanna sem blöskri málið. „Þetta er hrikalegt. Hann er með tvær stelpur sem eru jafn íslenskar og ég, þær fæddust hérna og önnur er í leikskóla og hin í skóla. Það er hagur barnanna sem er númer eitt tvö og þrjú og hagur þeirra er að hafa foreldra sína hér,“ segir Jón Guðni. Óboðlegur tími að mati ráðherra Dómsmálaráðherra segir að á síðustu árum hafi miklu verið breytt í útlendingalögum, málsmeðferðartími hafi verið styttur og að þetta mál samræmist ekki þeim nýju viðmiðum. „Þetta er auðvitað óboðlegur tími,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Málið sýni mikilvægi þess að breyta reglum um atvinnuleyfi sem veitt eru hér á landi. „Að þegar fólk vill koma hingað til landsins og starfa að við verðum að hafa opnari augun fyrir fólki utan EES,“ segir Áslaug Arna. Lögmaður fjölskyldunnar hefur óskað eftir endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála. Vonast þú til að kærunefndin fari aðra leið en hún hefur gert í þessu máli? „Kærunefndin er sjálfstæð úrskurðarnefnd og tekur málið til umfjöllunar eins og lögmaðurinn hefur beðið um og það verður þá bara að koma í ljós,“ segir Áslaug Arna. Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Bassirou er kristinn og það breytir öllu til hins verra Sindri Guðjónsson þýðandi segir fjölskylduna allt eins eiga yfir höfði sér ofsóknir og útskúfun í Senegal 3. nóvember 2020 17:43 Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45 12 þúsund mótmæla brottvísun fjölskyldunnar Rúmlega tólf þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar þar sem krafist er að fjölskyldu frá Senegal verði ekki vísað úr landi. 1. nóvember 2020 20:49 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður fjölskylduföðurs frá Senegal, sem á að vísa úr landi ásamt eiginkonu og börnum, segir málið hrikalegt. Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan skuli hafa beðið í sex ár eftir niðurstöðu í málinu sínu. Fjölskyldan hefur búið á Íslandi og starfað í næstum sjö ár. Hjónin hafa án árangurs barist fyrir því að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Þau eiga tvær dætur, sex og þriggja ára, sem eru fæddar og uppaldar á Íslandi. Málið hefur farið í gegn um stjórnsýsluna og dómskerfið og að óbreyttu á að vísa þeim úr landi. Fjölskyldufaðirinn vann í uppvaski á Hótel Canopy í þrjú ár þar til honum var sagt upp nýlega vegna heimsfaraldursins. „Hann er fyrirmyndarstarfsmaður. Vann sína vinnu betur en vel, fór í önnur verk líka og bara fyrirmyndarstarfsmaður,“ segir Jón Guðni Þórarinsson fyrrverandi yfirkokkur á Hótel Canopy. Hann hafi verið mjög vel liðinn meðal samstarfsmanna sem blöskri málið. „Þetta er hrikalegt. Hann er með tvær stelpur sem eru jafn íslenskar og ég, þær fæddust hérna og önnur er í leikskóla og hin í skóla. Það er hagur barnanna sem er númer eitt tvö og þrjú og hagur þeirra er að hafa foreldra sína hér,“ segir Jón Guðni. Óboðlegur tími að mati ráðherra Dómsmálaráðherra segir að á síðustu árum hafi miklu verið breytt í útlendingalögum, málsmeðferðartími hafi verið styttur og að þetta mál samræmist ekki þeim nýju viðmiðum. „Þetta er auðvitað óboðlegur tími,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Málið sýni mikilvægi þess að breyta reglum um atvinnuleyfi sem veitt eru hér á landi. „Að þegar fólk vill koma hingað til landsins og starfa að við verðum að hafa opnari augun fyrir fólki utan EES,“ segir Áslaug Arna. Lögmaður fjölskyldunnar hefur óskað eftir endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála. Vonast þú til að kærunefndin fari aðra leið en hún hefur gert í þessu máli? „Kærunefndin er sjálfstæð úrskurðarnefnd og tekur málið til umfjöllunar eins og lögmaðurinn hefur beðið um og það verður þá bara að koma í ljós,“ segir Áslaug Arna.
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Bassirou er kristinn og það breytir öllu til hins verra Sindri Guðjónsson þýðandi segir fjölskylduna allt eins eiga yfir höfði sér ofsóknir og útskúfun í Senegal 3. nóvember 2020 17:43 Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45 12 þúsund mótmæla brottvísun fjölskyldunnar Rúmlega tólf þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar þar sem krafist er að fjölskyldu frá Senegal verði ekki vísað úr landi. 1. nóvember 2020 20:49 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Bassirou er kristinn og það breytir öllu til hins verra Sindri Guðjónsson þýðandi segir fjölskylduna allt eins eiga yfir höfði sér ofsóknir og útskúfun í Senegal 3. nóvember 2020 17:43
Ráðherra segir biðtímann óboðlegan Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi. 3. nóvember 2020 12:45
12 þúsund mótmæla brottvísun fjölskyldunnar Rúmlega tólf þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar þar sem krafist er að fjölskyldu frá Senegal verði ekki vísað úr landi. 1. nóvember 2020 20:49