Argentínska goðsögnin, Diego Maradona, liggur nú þungt haldinn á spítala í La Plata í Argentínu á leið í aðgerð vegna blóðtappa í heila. Þetta hefur Reuters eftir fjölmiðlum í Argentínu.
Í fréttinni segir að Maradona gangist undir aðgerðina síðar í kvöld en Reuters segir Maradona vera með blóðtappa í höfði. Hann var lagður inn á spítala í gær.
Hann var skoðaður í bak og fyirr. Þar kom svo í ljós að hann væri með blóðtappa í heila. Því var ákveðið að gangast strax undir aðgerð á goðsögninni.
BREAKING: Football icon Diego Maradona to undergo emergency surgery in Argentina tonight to remove a blood clot on his brain. Seems a very serious situation - wish him all the best for a successful op & recovery. pic.twitter.com/HDaTO0MXm0
— Piers Morgan (@piersmorgan) November 3, 2020
„Hann hefur það ekki gott andlega og það hefur áhrif á líkamann hans,“ sagði læknir fótboltagoðsagnarinnar, Leopoldo Luque, í samtali við fjölmiðla.
Eftir að fréttirnar bárust af veikindum Maradona hafa fjölmargir safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið en Maradona er, eins og flestir vita, algjör goðsögn í Argentínu og víðar.
Hann var í m.a. í sigurliði Argentínu á HM 1986 en undanfarin ár hefur alls kyns vesen fylgt Maradona. Til að mynda fíkniefnaneysla, slagsmál og heimilisofbeldi.
Diego Maradona will undergo surgery for a blood clot on brain within hours, a source said today.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 3, 2020