Guðmundur Jóhann Arngrímsson og Regína Björk Jónsdóttir hafa verið ráðin í tækniþjónustu- og afhendingardeild Gagnaveitu Reykjavíkur.
Í tilkynningu segir að Regína hafi áður starfað sem viðskiptastjóri hjá Nova og að hún sé vottaður fjármálaráðgjafi úr Opna háskólanum í Reykjavík frá árinu 2017 auk þess sem hún hafi numið viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík.
Þá segir að Guðmundur hafi starfað sem verslunarstjóri hjá Vodafone, en hann leggur stund á fjarnám í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri.
Guðmundur og Regína hafa bæði hafið störf.