Þrír Íslandsvinir í litháíska hópnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. nóvember 2020 15:01 Vilius Rasimas hefur farið vel af stað með Selfossi í Olís-deild karla. vísir/hulda margrét Leið íslenska karlalandsliðsins í handbolta á tólfta Evrópumótið í röð hefst í kvöld þegar Ísland tekur á móti Litháen í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022. Í litháíska landsliðshópnum má finna þrjá leikmenn sem spila eða hafa spilað á Íslandi. Þetta eru markverðirnir Vilius Rasimas og Giedrius Morkunas og örvhenta skyttan Mindaugas Dumcius. Rasimas leikur með Selfossi en hann gekk í raðir liðsins frá Aue í Þýskalandi fyrir þetta tímabil. Hann hefur farið vel af stað með Selfyssingum og varði 35,2 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig í fyrstu fjórum leikjum liðsins í Olís-deildinni. „Það er margt nýtt fyrir mér hérna en ég nýt þess að vera hér, sem og fjölskylda mín. Við reynum að ferðast mikið þegar við höfum tíma. Hingað til hefur allt verið gott,“ sagði Rasimas í viðtali í Seinni bylgjunni á dögunum. Það má sjá hér fyrir neðan. Morkunas lék með Haukum við góðan orðstír á árunum 2012-17. Hann varð Íslandsmeistari með Haukum 2015 og 2016, bikarmeistari 2014 og deildarmeistari 2012, 2013, 2014 og 2016. Morkunas hefur undanfarin ár leikið með Riihimäki Cocks, besta liðinu í Finnlandi. Dumcius lék með Akureyri tímabilið 2016-17. Hann skoraði grimmt og var markahæsti leikmaður liðsins með 127 mörk. Þau dugðu þó ekki til að halda Akureyri í Olís-deildinni en liðið endaði í tíunda og neðsta sæti hennar. Dumcius leikur nú með Elbflorenz 2006 í B-deildinni í Þýskalandi. Hann er næstmarkahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með nítján mörk. Dumcius og Morkunas léku báðir með litháíska landsliðinu þegar það mætti því íslenska í umspili um sæti á HM sumarið 2018. Liðin gerðu jafntefli í fyrri leiknum í Litháen, 27-27, en Íslendingar tryggðu sér farseðilinn á HM með 34-31 sigri í seinni leiknum í Laugardalshöllinni. Leikstjórnandinn Aidenas Malasinskas reyndist íslenska liðinu erfiður í leikjunum gegn Litháen fyrir tveimur árum. Hann skoraði samtals fimmtán mörk í leikjunum tveimur og fór oft illa með íslensku vörnina. Malasinskas er langbesti leikmaður Litháa. Hann leikur með úkraínska liðinu Motor Zaporizhia sem er fastagestur í Meistaradeild Evrópu. Þjálfari liðsins er landi Malasinskas, Gintaras Savukynas. Hann er Íslendingum að góðu kunnur en hann lék með Aftureldingu og Gróttu/KR hér á landi og varð m.a. þrefaldur meistari með Mosfellingum tímabilið 1998-99. Þá þjálfaði Gintaras lið ÍBV um tíma. Leikur Íslands og Litháens hefst klukkan 19:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Þarf að hlusta vel og spyrja mikið „Ég er ótrúlega stoltur,“ segir Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem verður með íslenska landsliðinu í Laugardalshöll í kvöld þegar undankeppni EM í handbolta hefst. 4. nóvember 2020 13:00 Datt ekki í hug að hann yrði meðal þeirra markahæstu í Þýskalandi Viggó Kristjánsson hefur farið frábærlega af stað með nýja liðinu sínu, Stuttgart, og er í hópi markahæstu leikmanna þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. 4. nóvember 2020 09:00 Guðmundur um HM í janúar: Ég sé þetta ekki fyrir mér Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, efast um að HM í Egyptalandi, sem á að fara fram í janúar næstkomandi, verði haldið til streitu. 3. nóvember 2020 19:09 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Sjá meira
Leið íslenska karlalandsliðsins í handbolta á tólfta Evrópumótið í röð hefst í kvöld þegar Ísland tekur á móti Litháen í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022. Í litháíska landsliðshópnum má finna þrjá leikmenn sem spila eða hafa spilað á Íslandi. Þetta eru markverðirnir Vilius Rasimas og Giedrius Morkunas og örvhenta skyttan Mindaugas Dumcius. Rasimas leikur með Selfossi en hann gekk í raðir liðsins frá Aue í Þýskalandi fyrir þetta tímabil. Hann hefur farið vel af stað með Selfyssingum og varði 35,2 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig í fyrstu fjórum leikjum liðsins í Olís-deildinni. „Það er margt nýtt fyrir mér hérna en ég nýt þess að vera hér, sem og fjölskylda mín. Við reynum að ferðast mikið þegar við höfum tíma. Hingað til hefur allt verið gott,“ sagði Rasimas í viðtali í Seinni bylgjunni á dögunum. Það má sjá hér fyrir neðan. Morkunas lék með Haukum við góðan orðstír á árunum 2012-17. Hann varð Íslandsmeistari með Haukum 2015 og 2016, bikarmeistari 2014 og deildarmeistari 2012, 2013, 2014 og 2016. Morkunas hefur undanfarin ár leikið með Riihimäki Cocks, besta liðinu í Finnlandi. Dumcius lék með Akureyri tímabilið 2016-17. Hann skoraði grimmt og var markahæsti leikmaður liðsins með 127 mörk. Þau dugðu þó ekki til að halda Akureyri í Olís-deildinni en liðið endaði í tíunda og neðsta sæti hennar. Dumcius leikur nú með Elbflorenz 2006 í B-deildinni í Þýskalandi. Hann er næstmarkahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með nítján mörk. Dumcius og Morkunas léku báðir með litháíska landsliðinu þegar það mætti því íslenska í umspili um sæti á HM sumarið 2018. Liðin gerðu jafntefli í fyrri leiknum í Litháen, 27-27, en Íslendingar tryggðu sér farseðilinn á HM með 34-31 sigri í seinni leiknum í Laugardalshöllinni. Leikstjórnandinn Aidenas Malasinskas reyndist íslenska liðinu erfiður í leikjunum gegn Litháen fyrir tveimur árum. Hann skoraði samtals fimmtán mörk í leikjunum tveimur og fór oft illa með íslensku vörnina. Malasinskas er langbesti leikmaður Litháa. Hann leikur með úkraínska liðinu Motor Zaporizhia sem er fastagestur í Meistaradeild Evrópu. Þjálfari liðsins er landi Malasinskas, Gintaras Savukynas. Hann er Íslendingum að góðu kunnur en hann lék með Aftureldingu og Gróttu/KR hér á landi og varð m.a. þrefaldur meistari með Mosfellingum tímabilið 1998-99. Þá þjálfaði Gintaras lið ÍBV um tíma. Leikur Íslands og Litháens hefst klukkan 19:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Þarf að hlusta vel og spyrja mikið „Ég er ótrúlega stoltur,“ segir Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem verður með íslenska landsliðinu í Laugardalshöll í kvöld þegar undankeppni EM í handbolta hefst. 4. nóvember 2020 13:00 Datt ekki í hug að hann yrði meðal þeirra markahæstu í Þýskalandi Viggó Kristjánsson hefur farið frábærlega af stað með nýja liðinu sínu, Stuttgart, og er í hópi markahæstu leikmanna þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. 4. nóvember 2020 09:00 Guðmundur um HM í janúar: Ég sé þetta ekki fyrir mér Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, efast um að HM í Egyptalandi, sem á að fara fram í janúar næstkomandi, verði haldið til streitu. 3. nóvember 2020 19:09 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Sjá meira
Þarf að hlusta vel og spyrja mikið „Ég er ótrúlega stoltur,“ segir Eyjamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sem verður með íslenska landsliðinu í Laugardalshöll í kvöld þegar undankeppni EM í handbolta hefst. 4. nóvember 2020 13:00
Datt ekki í hug að hann yrði meðal þeirra markahæstu í Þýskalandi Viggó Kristjánsson hefur farið frábærlega af stað með nýja liðinu sínu, Stuttgart, og er í hópi markahæstu leikmanna þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. 4. nóvember 2020 09:00
Guðmundur um HM í janúar: Ég sé þetta ekki fyrir mér Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, efast um að HM í Egyptalandi, sem á að fara fram í janúar næstkomandi, verði haldið til streitu. 3. nóvember 2020 19:09