Biden og Trump sýni að kennitalan skiptir engu máli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2020 14:14 Þórunn fyrir miðju ásamt Rögnvaldi Ólafssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni og Önnu Steinsen fyrirlesara. Almannavarnir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, beindi orðum sínum til eldri borgara á upplýsingafundi Embætti landlæknis og Almannavarna í dag. Hún sagði haustið hafa verið erfitt en eldri borgarar þessa lands væru þrautseigir og myndu tímana tvenna. Fundurinn í dag var með öðruvísi sniði en reglulegu fundirnir með þríeykinu á mánudögum og fimmtudögum. Auk Þórunnar mætti Anna Steinsen fyrirlesari á fundinn og talaði um samskipti foreldra við börn sín á tímum þar sem svo margir sinna fjarvinnu. Mikilvægt að hreyfa sig Þórunn lagði mikla áherslu á gildi hreyfingar hjá eldra fólki. Fólk ætti að fara út ef það eigi þess kost en annars nýta önnur rými, svo sem langa ganga, til að fara í göngutúra. Til standi að opna íþróttahús ÍR fyrir eldra fólki svo það geti farið í göngutúra. Þá ráðlagði hún fólki að fara snemma og versla í matinn til að forðast margmenni. Einnig að vera með minnislista á sér til að kaupin gengju sem hraðast fyrir sig. Þannig minnkaði fólk áhættu á smiti enda kemst það í snertingu við færra fólk með styttri veru í verslunum. Möguleiki á að versla á netinu og panta heim væri líka fyrir hendi. Þá væri upplagt að nýta tæknikunnáttu yngra fólks varðandi slíka hluti og sömuleiðis að kenna á spjaldtölvur og snjallsíma. Varðandi önnur erindi, sem mega bíða, taldi hún rétt að leggja þau á hilluna á meðan hörðustu aðgerðirnar, sem standa að óbreyttu til 17. nóvember, standa yfir. Hvetur til sjálfboðavinnu Þórunn hvatti Íslendinga til að gerast sjálfboðaliðar. Horfði hún til Danaveldis í þeim efnum þar sem stór hluti þjóðarinnar er sjálfboðaliði að hennar sögn. „Við getum rofið einmanaleika með því að hjálpa öðrum. Brettum upp ermar,“ sagði Þórunn og hvatti fólk til að gerast símavini og svo heimsóknarvini þegar það verður leyft á ný. Donald Trump og Joe Biden keppa um forseteaembætti Bandaríkjanna en þeir eru báðir á áttræðisaldri. „Takið upp símann, hringið í vin eða barnabörn - eða hvern sem er,“ sagði Þórunn og minnti á að 45 þúsund eldri borgarar væru í landinu. Sterkur og duglegur hópur. Trump og Biden í eldlínunni Ótrúlega seigum hópi sem skipti höfuðmál í samfélaginu og muni tímana tvenna, svo sem eftir kreppunni 1930 og skömmtunarseðlum. Þá horfði hún vestur um haf þar sem forsetakosningar standa yfir og óljóst hvort Joe Biden eða Donald Trump yrði næsti forseti. Þar færi þó í báðum tilfellum einstaklingur á áttræðisaldri. Sem sýni að kennitalan skipti engu máli. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Tengdar fréttir Óvænt vörukynning á upplýsingafundi almannavarna Þórunn Sveinbjörnsdóttir dró óvænt úr pússi sínu tvær fernur af Næringu + frá MS og mælti með þeim næringarríka próteindrykk. 4. nóvember 2020 13:33 Svona var 131. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 4. nóvember 2020 10:16 Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, beindi orðum sínum til eldri borgara á upplýsingafundi Embætti landlæknis og Almannavarna í dag. Hún sagði haustið hafa verið erfitt en eldri borgarar þessa lands væru þrautseigir og myndu tímana tvenna. Fundurinn í dag var með öðruvísi sniði en reglulegu fundirnir með þríeykinu á mánudögum og fimmtudögum. Auk Þórunnar mætti Anna Steinsen fyrirlesari á fundinn og talaði um samskipti foreldra við börn sín á tímum þar sem svo margir sinna fjarvinnu. Mikilvægt að hreyfa sig Þórunn lagði mikla áherslu á gildi hreyfingar hjá eldra fólki. Fólk ætti að fara út ef það eigi þess kost en annars nýta önnur rými, svo sem langa ganga, til að fara í göngutúra. Til standi að opna íþróttahús ÍR fyrir eldra fólki svo það geti farið í göngutúra. Þá ráðlagði hún fólki að fara snemma og versla í matinn til að forðast margmenni. Einnig að vera með minnislista á sér til að kaupin gengju sem hraðast fyrir sig. Þannig minnkaði fólk áhættu á smiti enda kemst það í snertingu við færra fólk með styttri veru í verslunum. Möguleiki á að versla á netinu og panta heim væri líka fyrir hendi. Þá væri upplagt að nýta tæknikunnáttu yngra fólks varðandi slíka hluti og sömuleiðis að kenna á spjaldtölvur og snjallsíma. Varðandi önnur erindi, sem mega bíða, taldi hún rétt að leggja þau á hilluna á meðan hörðustu aðgerðirnar, sem standa að óbreyttu til 17. nóvember, standa yfir. Hvetur til sjálfboðavinnu Þórunn hvatti Íslendinga til að gerast sjálfboðaliðar. Horfði hún til Danaveldis í þeim efnum þar sem stór hluti þjóðarinnar er sjálfboðaliði að hennar sögn. „Við getum rofið einmanaleika með því að hjálpa öðrum. Brettum upp ermar,“ sagði Þórunn og hvatti fólk til að gerast símavini og svo heimsóknarvini þegar það verður leyft á ný. Donald Trump og Joe Biden keppa um forseteaembætti Bandaríkjanna en þeir eru báðir á áttræðisaldri. „Takið upp símann, hringið í vin eða barnabörn - eða hvern sem er,“ sagði Þórunn og minnti á að 45 þúsund eldri borgarar væru í landinu. Sterkur og duglegur hópur. Trump og Biden í eldlínunni Ótrúlega seigum hópi sem skipti höfuðmál í samfélaginu og muni tímana tvenna, svo sem eftir kreppunni 1930 og skömmtunarseðlum. Þá horfði hún vestur um haf þar sem forsetakosningar standa yfir og óljóst hvort Joe Biden eða Donald Trump yrði næsti forseti. Þar færi þó í báðum tilfellum einstaklingur á áttræðisaldri. Sem sýni að kennitalan skipti engu máli.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Tengdar fréttir Óvænt vörukynning á upplýsingafundi almannavarna Þórunn Sveinbjörnsdóttir dró óvænt úr pússi sínu tvær fernur af Næringu + frá MS og mælti með þeim næringarríka próteindrykk. 4. nóvember 2020 13:33 Svona var 131. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 4. nóvember 2020 10:16 Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Óvænt vörukynning á upplýsingafundi almannavarna Þórunn Sveinbjörnsdóttir dró óvænt úr pússi sínu tvær fernur af Næringu + frá MS og mælti með þeim næringarríka próteindrykk. 4. nóvember 2020 13:33
Svona var 131. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 4. nóvember 2020 10:16
Foreldrar þurfi að passa sig á að verða ekki leiðinlegir Anna Steinsen, fyrirlesari, var gestur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag vegna kórónuveirufaraldursins ásamt Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Landssambands eldri borgara. 4. nóvember 2020 12:04