Meirihluti kórónuveirusmitaðra nú utan Kína Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2020 07:00 Alls hafa um 81 þúsund smit greinst í Kína. Getty Þau tímamót urðu í nótt að meirihluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveirusmit í heiminum eru nú utan Kína. John Hopkins háskóli, sem haldið hefur utan skráningu smita eftir löndum, segir að alls séu nú skráð 169 þúsund smit í heiminum og þar af 81 þúsund í Kína. Alls hafa 6.500 manns látist af völdum veirunnar samkvæmt opinberum tölum – þar af 3.200 í Kína. Þau þrjú Evrópuríki sem verst hafa farið út úr kórónuveirusmitinu enn sem komið er, Ítalía, Spánn og Frakkland, tilkynntu öll um metfjölda dauðsfalla af völdum COVID-19 veikinnar í gær. Á Ítalíu létu 368 manns lífið en þar hafa alls 1.809 látið lífið. Á Spáni létust 97 og er heildartala látinna þar í landi komin í 288. Og í Frakklandi létust 29 og þar hafa 120 látið lífið í heildina. Á Bretlandseyjum létust fjórtán í gær sem einnig er mesti fjöldi á einum degi til þessa en þar hafa nú 35 látist af völdum kórónuveirunnar. Dauðsföll af völdum veirunnar á heimsvísu eru nú komin yfir 6.400 og smitin tæplega 170 þúsund. Fleiri lönd í Evrópu hafa nú gripið til þess ráðs að loka landamærum sínum að hluta eða öllu leyti. Í Þýskalandi verður gripið til aðgerða í dag og Portúgalir ætla að loka landamærunum að Spáni. Á Íslandi er nú fjöldi skráðra smita 180. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Samkomubann hefur nú tekið gildi Samkomubann tók nú gildi um allt land á miðnætti og mun gilda næstu fjórar vikur. 16. mars 2020 00:01 Allir eldri borgarar í Kaliforníu í sóttkví og börum lokað Ríkisstjóri Kaliforníu hefur fyrirskipað að allir eldri borgarar í ríkinu skuli fara í sóttkví vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Þá skuli börum, næturklúbbum og móttökum vínekra loka þegar í stað. 15. mars 2020 21:49 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Þau tímamót urðu í nótt að meirihluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveirusmit í heiminum eru nú utan Kína. John Hopkins háskóli, sem haldið hefur utan skráningu smita eftir löndum, segir að alls séu nú skráð 169 þúsund smit í heiminum og þar af 81 þúsund í Kína. Alls hafa 6.500 manns látist af völdum veirunnar samkvæmt opinberum tölum – þar af 3.200 í Kína. Þau þrjú Evrópuríki sem verst hafa farið út úr kórónuveirusmitinu enn sem komið er, Ítalía, Spánn og Frakkland, tilkynntu öll um metfjölda dauðsfalla af völdum COVID-19 veikinnar í gær. Á Ítalíu létu 368 manns lífið en þar hafa alls 1.809 látið lífið. Á Spáni létust 97 og er heildartala látinna þar í landi komin í 288. Og í Frakklandi létust 29 og þar hafa 120 látið lífið í heildina. Á Bretlandseyjum létust fjórtán í gær sem einnig er mesti fjöldi á einum degi til þessa en þar hafa nú 35 látist af völdum kórónuveirunnar. Dauðsföll af völdum veirunnar á heimsvísu eru nú komin yfir 6.400 og smitin tæplega 170 þúsund. Fleiri lönd í Evrópu hafa nú gripið til þess ráðs að loka landamærum sínum að hluta eða öllu leyti. Í Þýskalandi verður gripið til aðgerða í dag og Portúgalir ætla að loka landamærunum að Spáni. Á Íslandi er nú fjöldi skráðra smita 180.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Tengdar fréttir Samkomubann hefur nú tekið gildi Samkomubann tók nú gildi um allt land á miðnætti og mun gilda næstu fjórar vikur. 16. mars 2020 00:01 Allir eldri borgarar í Kaliforníu í sóttkví og börum lokað Ríkisstjóri Kaliforníu hefur fyrirskipað að allir eldri borgarar í ríkinu skuli fara í sóttkví vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Þá skuli börum, næturklúbbum og móttökum vínekra loka þegar í stað. 15. mars 2020 21:49 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Samkomubann hefur nú tekið gildi Samkomubann tók nú gildi um allt land á miðnætti og mun gilda næstu fjórar vikur. 16. mars 2020 00:01
Allir eldri borgarar í Kaliforníu í sóttkví og börum lokað Ríkisstjóri Kaliforníu hefur fyrirskipað að allir eldri borgarar í ríkinu skuli fara í sóttkví vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Þá skuli börum, næturklúbbum og móttökum vínekra loka þegar í stað. 15. mars 2020 21:49