Fótbolti

Sjáðu mis­tökin hjá Man. United, mörkin hjá Chelsea og er Barcelona slapp með skrekkinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær átti erfiðan dag í Tyrklandi í gær.
Ole Gunnar Solskjær átti erfiðan dag í Tyrklandi í gær. Salih Zeki Fazlioglu/Anadolu Agency

Manchester Unitd missteig sig í Tyrklandi, Chelsea er á fullri ferð og sömu sögu má segja af Barcelona í Meistaradeildinni.

Man. United tapaði 2-1 fyrir Instanbul Basaksehir í Tyrklandi í dag. United hafði unnið fyrstu tvo leikina í riðlinum og voru mörkin sem United fengu á sig ansi klaufarleg.

Chelsea rúllaði yfir Rennes á heimavelli og er liðið með fullt hús stiga. Timo Werner skoraði tvö mörk og Tammy Abraham eitt en Rennes lék einum manni færri allan síðari hálfleikinn.

Barcelona slapp með skrekkinn gegn Dynamo Kiev á heimavelli. Lionel Messi og Gerard Pique skoruðu mörk Barcelona en Úkraínumennirnir óðu í færum.

Mörkin úr þessum þremur leikjum má sjá hér að neðan.

Klippa: Basaksehir - Man. United 2-1
Klippa: Chelsea - Rennes 3-0
Klippa: Barcelona - Dynamo Kiev 2-1

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×