Endaði ellefu ára bið í sigrinum á Man. United í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2020 13:31 Slóvakinn Martin Skrtel var búinn að bíða mjög lengi eftir því að fagna sigri í Meistaradeildinni. Samsett/Getty Slóvakinn Martin Skrtel vann langþráðan sigur í Meistaradeildinni í gær þegar Manchester United kom í heimsókn til Istanbul. Lið Basaksehir frá Istanbul kom mörgum á óvart með því að vinna 2-1 sigur á Manchester United í þriðju umferð riðlakeppninnar í gær en þetta er fyrsta tímabil tyrkneska liðsins í Meistaradeildinni og einnig í fyrsta sinn sem félagið fagnar sigri í Meistaradeildinni. Í miðri vörn Basaksehir spilar hinn gamalreyndi slóvakíski miðvörður Martin Skrtel. Martin Skrtel mun fagna 36 ára afmæli sínu í næsta mánuði en hann er á síðu öðru tímabili með Basaksehir liðinu. Skrtel er örugglega frægastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool en Slóvakinn spilað í átta ár með Liverpool liðinu eða frá 2008 til 2016. Frá þeim tíma hann spilað lengstum í Tyrklandi fyrir utan þriggja vikna tíma hjá ítalska félaginu Atalanta. Martin Skrtel náði vissulega að spila sigurleik með Liverpool í Meistaradeildinni en það var orðið langt síðan að hann kynntist þeirri sigurtilfinningu. 11y 49d - Martin Skrtel ended on the winning side in a Champions League game for the first time since September 2009 (Liverpool vs Debreceni), the second biggest gap between wins in the competition for a player after Denny Landzaat (14y 227d between 1996 and 2010). Overdue. pic.twitter.com/6u5ZN8cS9u— OptaJoe (@OptaJoe) November 4, 2020 Með sigrinum á Manchester United í gær þá endaði Martin Skrtel nefnlega meira en ellefu ára bið eftir því að vera í sigurliði í Meistaradeildinni. Síðasti sigurleikur hans í keppninni var með Liverpool á móti ungverska félaginu Debreceni 16. september 2009. Liverpool tapaði hinum þremur leikjunum sem hann spilaði í Meistaradeildinni 2009-10. Tímabilið á eftir var Liverpool einnig í Meistaradeildinni en vann þá bara einn leik í riðlakeppninni. Það var einmitt fyrsti leikurinn og um leið eini leikurinn sem Martin Skrtel missti af. Hann spilaði hina fimm en þrír þeirra töpuðust og tveir enduðu með jafntefli. Martin Skrtel var síðan búinn að spila tvo leiki með Basaksehir í Meistaradeildinni á þessari leiktíð en þeir töpuðust báðir 2-0 á móti RB Leipzig og Paris Saint Germain. Í gær voru því liðin ellefu ár og 49 dagar frá síðasta sigurleik Skrtel í Meistaradeildinni. Þetta var þó ekki met því Hollendingurinn Denny Landzaat beið í næstum því fimmtán ár eftir sigurleik í Meistataradeildinni frá því að hann vann leik með Ajax árið 1996 þar til að hann fangaði sigri með Twente árið 2010. Denny Landzaat beið í 14 ár og 227 daga eftir sigri. Martin krtel: "It s our first win in the Champions League ever, we wish we could play Manchester United every week." #UCL #MUFC #LFC pic.twitter.com/UHEeVNYPLt— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 5, 2020 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Sjá meira
Slóvakinn Martin Skrtel vann langþráðan sigur í Meistaradeildinni í gær þegar Manchester United kom í heimsókn til Istanbul. Lið Basaksehir frá Istanbul kom mörgum á óvart með því að vinna 2-1 sigur á Manchester United í þriðju umferð riðlakeppninnar í gær en þetta er fyrsta tímabil tyrkneska liðsins í Meistaradeildinni og einnig í fyrsta sinn sem félagið fagnar sigri í Meistaradeildinni. Í miðri vörn Basaksehir spilar hinn gamalreyndi slóvakíski miðvörður Martin Skrtel. Martin Skrtel mun fagna 36 ára afmæli sínu í næsta mánuði en hann er á síðu öðru tímabili með Basaksehir liðinu. Skrtel er örugglega frægastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool en Slóvakinn spilað í átta ár með Liverpool liðinu eða frá 2008 til 2016. Frá þeim tíma hann spilað lengstum í Tyrklandi fyrir utan þriggja vikna tíma hjá ítalska félaginu Atalanta. Martin Skrtel náði vissulega að spila sigurleik með Liverpool í Meistaradeildinni en það var orðið langt síðan að hann kynntist þeirri sigurtilfinningu. 11y 49d - Martin Skrtel ended on the winning side in a Champions League game for the first time since September 2009 (Liverpool vs Debreceni), the second biggest gap between wins in the competition for a player after Denny Landzaat (14y 227d between 1996 and 2010). Overdue. pic.twitter.com/6u5ZN8cS9u— OptaJoe (@OptaJoe) November 4, 2020 Með sigrinum á Manchester United í gær þá endaði Martin Skrtel nefnlega meira en ellefu ára bið eftir því að vera í sigurliði í Meistaradeildinni. Síðasti sigurleikur hans í keppninni var með Liverpool á móti ungverska félaginu Debreceni 16. september 2009. Liverpool tapaði hinum þremur leikjunum sem hann spilaði í Meistaradeildinni 2009-10. Tímabilið á eftir var Liverpool einnig í Meistaradeildinni en vann þá bara einn leik í riðlakeppninni. Það var einmitt fyrsti leikurinn og um leið eini leikurinn sem Martin Skrtel missti af. Hann spilaði hina fimm en þrír þeirra töpuðust og tveir enduðu með jafntefli. Martin Skrtel var síðan búinn að spila tvo leiki með Basaksehir í Meistaradeildinni á þessari leiktíð en þeir töpuðust báðir 2-0 á móti RB Leipzig og Paris Saint Germain. Í gær voru því liðin ellefu ár og 49 dagar frá síðasta sigurleik Skrtel í Meistaradeildinni. Þetta var þó ekki met því Hollendingurinn Denny Landzaat beið í næstum því fimmtán ár eftir sigurleik í Meistataradeildinni frá því að hann vann leik með Ajax árið 1996 þar til að hann fangaði sigri með Twente árið 2010. Denny Landzaat beið í 14 ár og 227 daga eftir sigri. Martin krtel: "It s our first win in the Champions League ever, we wish we could play Manchester United every week." #UCL #MUFC #LFC pic.twitter.com/UHEeVNYPLt— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 5, 2020
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu