Birkir klár í slaginn við Ungverja en Jóhann enn tæpur Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2020 11:31 Birkir Bjarnason meiddist í leiknum við Belgíu í Þjóðadeildinni, þar sem hann var fyrirliði. vísir/vilhelm Birkir Bjarnason er kominn á gott ról eftir að hafa meiðst undir lok leiks gegn Belgíu á Laugardalsvelli 14. október. Hann er klár í úrslitaleikinn við Ungverja eftir viku. Birkir hefur ekkert spilað með liði sínu Brescia á Ítalíu eftir að hann meiddist í ökkla í lokin á leiknum við Belgíu. Hann bar þá fyrirliðabandið og lék 90 mínútur í þriðja landsleiknum í röð á einni viku. „Ég er búinn að ná mér af ökklameiðslunum og er búinn að æfa á fullu síðustu tíu daga. Ég fékk reyndar smáhögg á ökklann daginn fyrir leikinn um síðustu helgi en ég er klár í slaginn,“ sagði Birkir við Vísi. Það er því hugsanlegt að Birkir spili með Brescia gegn Cosenza á laugardaginn í síðasta leiknum fyrir landsleikjahléið. Jóhann Berg Guðmundsson var með íslenska landsliðinu í 2-1 sigrinum gegn Rúmeníu í síðasta mánuði.vísir/vilhelm Jóhann Berg Guðmundsson missti af missti af síðasta leik Burnley, 3-0 tapi gegn Chelsea síðastliðinn laugardag, vegna meiðsla í kálfa. Hann hafði þá byrjað síðustu tvo leiki Burnley. Að sögn Sean Dyche, knattspyrnustjóra Burnley, er enn óvíst hvort Jóhann verði klár í slaginn gegn Brighton á morgun, vegna meiðslanna. Búast má þó við því að Birkir og Jóhann verði báðir í landsliðshópi Íslands sem Erik Hamrén tilkynnir um hádegisbil á morgun. Íslenski hópurinn kemur saman í Augsburg í Þýskalandi á mánudaginn og leikur svo við Ungverja í Búdapest fimmtudaginn 12. nóvember. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Ítalski boltinn EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ragnar meiddur en reiknað með að hann byrji að æfa í vikunni Ragnar Sigurðsson er enn á meiðslalistanum og var ekki í leikmannahópi FCK sem vann í kvöld 2-1 sigur á C-deildarliðinu Avarta í danska bikarnum. 4. nóvember 2020 20:30 Kári vonast til að mega æfa: Gæti hjálpað geðheilsu þjóðarinnar Kári Árnason hefur jafnað sig eftir að hann meiddist í sigrinum á Rúmeníu. Hann segir unnið að lausn svo hann geti æft fótbolta fram að úrslitaleiknum við Ungverjaland um sæti á EM. 2. nóvember 2020 13:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum klárlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira
Birkir Bjarnason er kominn á gott ról eftir að hafa meiðst undir lok leiks gegn Belgíu á Laugardalsvelli 14. október. Hann er klár í úrslitaleikinn við Ungverja eftir viku. Birkir hefur ekkert spilað með liði sínu Brescia á Ítalíu eftir að hann meiddist í ökkla í lokin á leiknum við Belgíu. Hann bar þá fyrirliðabandið og lék 90 mínútur í þriðja landsleiknum í röð á einni viku. „Ég er búinn að ná mér af ökklameiðslunum og er búinn að æfa á fullu síðustu tíu daga. Ég fékk reyndar smáhögg á ökklann daginn fyrir leikinn um síðustu helgi en ég er klár í slaginn,“ sagði Birkir við Vísi. Það er því hugsanlegt að Birkir spili með Brescia gegn Cosenza á laugardaginn í síðasta leiknum fyrir landsleikjahléið. Jóhann Berg Guðmundsson var með íslenska landsliðinu í 2-1 sigrinum gegn Rúmeníu í síðasta mánuði.vísir/vilhelm Jóhann Berg Guðmundsson missti af missti af síðasta leik Burnley, 3-0 tapi gegn Chelsea síðastliðinn laugardag, vegna meiðsla í kálfa. Hann hafði þá byrjað síðustu tvo leiki Burnley. Að sögn Sean Dyche, knattspyrnustjóra Burnley, er enn óvíst hvort Jóhann verði klár í slaginn gegn Brighton á morgun, vegna meiðslanna. Búast má þó við því að Birkir og Jóhann verði báðir í landsliðshópi Íslands sem Erik Hamrén tilkynnir um hádegisbil á morgun. Íslenski hópurinn kemur saman í Augsburg í Þýskalandi á mánudaginn og leikur svo við Ungverja í Búdapest fimmtudaginn 12. nóvember. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Ítalski boltinn EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Ragnar meiddur en reiknað með að hann byrji að æfa í vikunni Ragnar Sigurðsson er enn á meiðslalistanum og var ekki í leikmannahópi FCK sem vann í kvöld 2-1 sigur á C-deildarliðinu Avarta í danska bikarnum. 4. nóvember 2020 20:30 Kári vonast til að mega æfa: Gæti hjálpað geðheilsu þjóðarinnar Kári Árnason hefur jafnað sig eftir að hann meiddist í sigrinum á Rúmeníu. Hann segir unnið að lausn svo hann geti æft fótbolta fram að úrslitaleiknum við Ungverjaland um sæti á EM. 2. nóvember 2020 13:00 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum klárlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira
Ragnar meiddur en reiknað með að hann byrji að æfa í vikunni Ragnar Sigurðsson er enn á meiðslalistanum og var ekki í leikmannahópi FCK sem vann í kvöld 2-1 sigur á C-deildarliðinu Avarta í danska bikarnum. 4. nóvember 2020 20:30
Kári vonast til að mega æfa: Gæti hjálpað geðheilsu þjóðarinnar Kári Árnason hefur jafnað sig eftir að hann meiddist í sigrinum á Rúmeníu. Hann segir unnið að lausn svo hann geti æft fótbolta fram að úrslitaleiknum við Ungverjaland um sæti á EM. 2. nóvember 2020 13:00