Kórónuveira og kreppa stoppa ekki garðyrkjubændur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. nóvember 2020 21:16 Þrjár garðyrkjustöðvar í Reykholti eru að stækka gróðurhúsin sín um níu þúsund fermetra samtals. Magnús Hlynur Hreiðarsson Garðyrkjubændur í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð láta ekki kórónuveiru og kreppu stöðva sig því nú eru þrjár garðyrkjustöðvar á staðnum að stækka við sig um níu þúsund fermetra. Þá er líka verið að byggja fjörutíu herbergja hótel í Reykholti. Garðyrkjustöðvarnar sem eru að stækka við sig eru Friðheimar sem er í tómataræktun, Gufuhlíð sem ræktar gúrkur og Espiflöt, sem ræktar blóm. Nú þegar lítið sem ekkert er að gera í ferðaþjónustunni á Friðheimum eru starfsmennirnir að byggja ný gróðurhús. „Þetta er stórt ár í sögu þorpsins, þessa litla þorps með rétt um 300 íbúa er verið að byggja upp gróðurhús á þremur stöðum, stækka garðyrkjustöðvarnar samtals um níu þúsund fermetra, þannig að það er mikil uppbygging. Fyrir utan þetta er verið að steypa sökkla fyrir 40 herbergja hóteli hér í þorpinu. Þannig að það er mjög sérstakt að þetta skuli allt detta inn á sama árið og mikið líf og mikið gaman í plássinu,“ segir Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi í Friðheimum. Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi í Friðheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Knútur segir ástæða til að spíta í í garðyrkjunni því garðyrkjubændur finni það að íslenskir neytendur kunni vel að meta þeirra framleiðslu á tímum Covid-19. „Við erum að fylla upp í pínlegt gap, sem hefur verið á markaðnum í íslenskum tómötum síðustu árin. Þannig að við eigum að getað komið með svolítið góða innspýtingu þar inn, sem er bara mjög ánægjulegt því neytendur hafa kallað eftir meira af íslenskum tómötum.“ Þeir starfsmenn, sem hafi unnið við að þjóna ferðamönnum í Friðheimum eru núna komnir í að byggja nýju gróðurhúsin. „Já, það er skemmtilegt, kokkurinn okkar og sú sem sér um hestana hjá okkur eru í því að tengja ljósin saman í nýju gróðurhúsunum og þannig eru allir einhvern veginn tilbúin til að leggja hönd á plóg og síðan getur fólkið vonandi farið snemma á næsta ára til sinna starfa þar sem það var ráðið inn og komið þá sterk inn til baka,“ segir Knútur Rafn. Þeir sem störfuðu við ferðaþjónustu í Friðheimum áður en Covid-19 skall á starfa nú við byggingu nýju gróðurhúsanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Garðyrkjubændur í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð láta ekki kórónuveiru og kreppu stöðva sig því nú eru þrjár garðyrkjustöðvar á staðnum að stækka við sig um níu þúsund fermetra. Þá er líka verið að byggja fjörutíu herbergja hótel í Reykholti. Garðyrkjustöðvarnar sem eru að stækka við sig eru Friðheimar sem er í tómataræktun, Gufuhlíð sem ræktar gúrkur og Espiflöt, sem ræktar blóm. Nú þegar lítið sem ekkert er að gera í ferðaþjónustunni á Friðheimum eru starfsmennirnir að byggja ný gróðurhús. „Þetta er stórt ár í sögu þorpsins, þessa litla þorps með rétt um 300 íbúa er verið að byggja upp gróðurhús á þremur stöðum, stækka garðyrkjustöðvarnar samtals um níu þúsund fermetra, þannig að það er mikil uppbygging. Fyrir utan þetta er verið að steypa sökkla fyrir 40 herbergja hóteli hér í þorpinu. Þannig að það er mjög sérstakt að þetta skuli allt detta inn á sama árið og mikið líf og mikið gaman í plássinu,“ segir Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi í Friðheimum. Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi í Friðheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Knútur segir ástæða til að spíta í í garðyrkjunni því garðyrkjubændur finni það að íslenskir neytendur kunni vel að meta þeirra framleiðslu á tímum Covid-19. „Við erum að fylla upp í pínlegt gap, sem hefur verið á markaðnum í íslenskum tómötum síðustu árin. Þannig að við eigum að getað komið með svolítið góða innspýtingu þar inn, sem er bara mjög ánægjulegt því neytendur hafa kallað eftir meira af íslenskum tómötum.“ Þeir starfsmenn, sem hafi unnið við að þjóna ferðamönnum í Friðheimum eru núna komnir í að byggja nýju gróðurhúsin. „Já, það er skemmtilegt, kokkurinn okkar og sú sem sér um hestana hjá okkur eru í því að tengja ljósin saman í nýju gróðurhúsunum og þannig eru allir einhvern veginn tilbúin til að leggja hönd á plóg og síðan getur fólkið vonandi farið snemma á næsta ára til sinna starfa þar sem það var ráðið inn og komið þá sterk inn til baka,“ segir Knútur Rafn. Þeir sem störfuðu við ferðaþjónustu í Friðheimum áður en Covid-19 skall á starfa nú við byggingu nýju gróðurhúsanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira