Telja líklegt að Trump bjóði sig fram 2024 Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 21:37 Donald Trump Bandaríkjaforseti ásamt elsta syni sínum, Donald Trump Jr. Feðgarnir hafa báðir verið orðaðir við forsetaframboð árið 2024, sá eldri að því gefnu að hann tapi kosningunum nú. Vísir/getty Svo gæti farið að Donald Trump Bandaríkjaforseti bjóði sig fram í forsetakosningum í Bandaríkjunum eftir fjögur ár, tapi hann í kosningunum nú. Þetta er mat ýmissa álitsgjafa og greinenda í dag og síðustu daga. Útlitið er svart fyrir Trump þegar þetta er ritað en mótframbjóðandi hans, Joe Biden, virðist eiga talsvert betri möguleika á sigri. Þannig er búist við því að úrslit liggi fyrir í Pennsylvaníu í kvöld eða nótt að íslenskum tíma. Vinni Biden ríkið munu úrslit forsetakosninganna ráðast, að mati sérfræðinga – Biden hreppi forsetaembættið. Trump eða elsti sonurinn Friðjón Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, ræddi kosningarnar í Kastljósi í kvöld. Inntur eftir því hvort hann teldi að Trump myndi bjóða sig fram aftur svaraði Friðjón játandi. „Hafi hann heilsu til, já. Hann mun allavega halda Repúblikanaflokknum í heljargreipum eins lengi og hann getur. Ef ekki hann, þá Don Jr.,“ sagði Friðjón. Don Jr., eða Donald Trump Jr., er elsti sonur forsetans og hefur nú um nokkurt skeið verið sagður eygja forsetaframboð í náinni framtíð. Friðjón Friðjónsson, almannatengill.Foto: Frosti Kr. Logason/Frosti Kr. Logason Mögulegt framboð Trumps árið 2024 kom einnig til umræðu í útvarpsþættinum Today á Radio 4, rás breska ríkisútvarpsins, í dag. Þar sagði Bryan Lanza, fyrrverandi kosningaráðgjafi Trumps, að forsetinn hefði gefið ákveðnar vísbendingar um að hann hygði á framboð í næstu kosningum. Lanza benti á að Trump yrði yngri en Joe Biden að fjórum árum liðnum, auk þess sem enginn í Repúblikanaflokknum ætti möguleika á sigri gegn Trump í forvali. Fréttamenn CNN sem haldið hafa úti kosningaumfjöllun í dag og síðustu daga hafa jafnframt ítrekað minnst á samtöl við heimildarmenn sína innan Rebúblikanaflokksins, sem segi mögulegt framboð Trumps árið 2024 hafa komið alvarlega til tals í ljósi stöðunnar í kosningunum nú. Þetta þykir fréttamönnum CNN einmitt benda til uppgjafar innan Trump-teymisins. Forseti Bandaríkjanna má ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil, alls átta ár, samkvæmt stjórnarskrá. Þess er þó ekki getið í stjórnarskránni að kjörtímabilin þurfi að vera samliggjandi. Lögin virðast því ekki standa í vegi fyrir mögulegu forsetaframboði Trumps 2024. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Heitir því að kæra úrslit í Biden-ríkjum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heitir því að höfða dómsmál vegna forsetakosninganna í vikunni á grundvelli meintra kosningasvika. 5. nóvember 2020 18:41 Fjögur ár af Trump á þremur mínútum Breski spjallþáttastjórnandinn James Corden fór yfir síðustu fjögur í forsetatíð Donalds Trump í vikunni í þætti sínum The Late Late Show with James Corden. 5. nóvember 2020 15:30 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Svo gæti farið að Donald Trump Bandaríkjaforseti bjóði sig fram í forsetakosningum í Bandaríkjunum eftir fjögur ár, tapi hann í kosningunum nú. Þetta er mat ýmissa álitsgjafa og greinenda í dag og síðustu daga. Útlitið er svart fyrir Trump þegar þetta er ritað en mótframbjóðandi hans, Joe Biden, virðist eiga talsvert betri möguleika á sigri. Þannig er búist við því að úrslit liggi fyrir í Pennsylvaníu í kvöld eða nótt að íslenskum tíma. Vinni Biden ríkið munu úrslit forsetakosninganna ráðast, að mati sérfræðinga – Biden hreppi forsetaembættið. Trump eða elsti sonurinn Friðjón Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, ræddi kosningarnar í Kastljósi í kvöld. Inntur eftir því hvort hann teldi að Trump myndi bjóða sig fram aftur svaraði Friðjón játandi. „Hafi hann heilsu til, já. Hann mun allavega halda Repúblikanaflokknum í heljargreipum eins lengi og hann getur. Ef ekki hann, þá Don Jr.,“ sagði Friðjón. Don Jr., eða Donald Trump Jr., er elsti sonur forsetans og hefur nú um nokkurt skeið verið sagður eygja forsetaframboð í náinni framtíð. Friðjón Friðjónsson, almannatengill.Foto: Frosti Kr. Logason/Frosti Kr. Logason Mögulegt framboð Trumps árið 2024 kom einnig til umræðu í útvarpsþættinum Today á Radio 4, rás breska ríkisútvarpsins, í dag. Þar sagði Bryan Lanza, fyrrverandi kosningaráðgjafi Trumps, að forsetinn hefði gefið ákveðnar vísbendingar um að hann hygði á framboð í næstu kosningum. Lanza benti á að Trump yrði yngri en Joe Biden að fjórum árum liðnum, auk þess sem enginn í Repúblikanaflokknum ætti möguleika á sigri gegn Trump í forvali. Fréttamenn CNN sem haldið hafa úti kosningaumfjöllun í dag og síðustu daga hafa jafnframt ítrekað minnst á samtöl við heimildarmenn sína innan Rebúblikanaflokksins, sem segi mögulegt framboð Trumps árið 2024 hafa komið alvarlega til tals í ljósi stöðunnar í kosningunum nú. Þetta þykir fréttamönnum CNN einmitt benda til uppgjafar innan Trump-teymisins. Forseti Bandaríkjanna má ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil, alls átta ár, samkvæmt stjórnarskrá. Þess er þó ekki getið í stjórnarskránni að kjörtímabilin þurfi að vera samliggjandi. Lögin virðast því ekki standa í vegi fyrir mögulegu forsetaframboði Trumps 2024.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Heitir því að kæra úrslit í Biden-ríkjum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heitir því að höfða dómsmál vegna forsetakosninganna í vikunni á grundvelli meintra kosningasvika. 5. nóvember 2020 18:41 Fjögur ár af Trump á þremur mínútum Breski spjallþáttastjórnandinn James Corden fór yfir síðustu fjögur í forsetatíð Donalds Trump í vikunni í þætti sínum The Late Late Show with James Corden. 5. nóvember 2020 15:30 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Heitir því að kæra úrslit í Biden-ríkjum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heitir því að höfða dómsmál vegna forsetakosninganna í vikunni á grundvelli meintra kosningasvika. 5. nóvember 2020 18:41
Fjögur ár af Trump á þremur mínútum Breski spjallþáttastjórnandinn James Corden fór yfir síðustu fjögur í forsetatíð Donalds Trump í vikunni í þætti sínum The Late Late Show with James Corden. 5. nóvember 2020 15:30
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent