Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 13:13 Forstjóri Landhelgisgæslunnar óttast að ótímabundið verkfall flugvirkja hjá gæslunni muni hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu ef það dregst á langinn. Vélar geti bilað með skömmum fyrirvara. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. Samningar hafa verið lausir frá 31. desember 2019. Verkfallið nær til allra flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni sem sinna ekki neyðarþjónustu. Hjá gæslunni starfa 18 flugvirkjar. Ef frá eru dregin launatengd gjöld voru meðalheildarlaun flugvirkjanna í fyrra 1.764.291 kr. á mánuði. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá gæslunni. Þegar fréttastofa náði tali af Georg Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, hafði hann nýlokið fundi um verkfallið. „Við erum vakin og sofin yfir þessu og höfum haldið marga og langa fundi til að undirbúa okkur og bregðast við. Það er það sem við erum að gera núna; reyna að takmarka tjónið eins og nokkur kostur er“. Hann var spurður hvort aðgerðirnar hefðu mikil áhrif á störf gæslunnar. „Það fer eftir því hvernig þetta þróast en dragist þetta verkfall á langinn þá mun það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu Landhelgisgæslunnar en það er hins vegar óvíst hvenær þessara áhrifa fer að gæta, það gæti gerst í dag, morgun eða eftir einhverja daga“. TF Líf á flugiVísir/Vilhelm Vélarnar geti bilað með afar skömmum fyrirvara „Sem stendur erum við bara með eina tiltæka, hinar vélarnar eru í skoðunum og meðan á verkfalli stendur þá er ekki unnið í þeim. Ef koma upp bilanir í þeirri einu sem er til taks, þá gæti verið erfitt að leysa úr því á meðan á verkfalli stendur“. Georg kveðst bjartsýnn á framhaldið þó staðan sé ekki góð í dag, á fyrsta degi verkfalls. „Þetta er fyrst og fremst erfitt þar sem um er að ræða neyðarþjónustu og þetta getur verið spursmál um mannslíf. Ég vona bara að menn sýni ábyrgð og geri sér grein fyrir þeim skyldum sem á þeim hvíla gagnvart þjóðinni allri, sér í lagi eins og ástandið er núna,“ sagði Georg. Laun flugvirkja á síðasta ári Fréttastofa kallaði eftir svörum frá Landhelgisgæslunni um heildarlaun flugvirkja. Upplýsingafulltrúi gæslunnar svaraði jafnharðan: „Flugvirkjar í áhöfnum (spilmenn) eru á bakvöktum og fá því álagsgreiðslur, yfirvinnugreiðslur og fleira sem hefur áhrif á laun þeirra til hækkunar miðað við flugvirkja sem starfa alla jafna einungis í dagvinnu: Heildarlaun spilmanna án launatengdra gjalda voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 1.061.523 kr. til 2.513.236 kr. á mánuði og að meðaltali 2.039.515 kr.“ Heildarlaun flugvirkja í dagvinnu í skýli voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 708.466 kr. til 1.036.095 kr. á mánuði og að meðaltali 907.913 kr. Heildarlaun flugvirkja á skrifstofu (viðhaldsáætlanir) voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 1.472.258 kr. til 2.041.860 kr. á mánuði og að meðaltali 1.667.843 kr. Landhelgisgæslan Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. Samningar hafa verið lausir frá 31. desember 2019. Verkfallið nær til allra flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni sem sinna ekki neyðarþjónustu. Hjá gæslunni starfa 18 flugvirkjar. Ef frá eru dregin launatengd gjöld voru meðalheildarlaun flugvirkjanna í fyrra 1.764.291 kr. á mánuði. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá gæslunni. Þegar fréttastofa náði tali af Georg Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, hafði hann nýlokið fundi um verkfallið. „Við erum vakin og sofin yfir þessu og höfum haldið marga og langa fundi til að undirbúa okkur og bregðast við. Það er það sem við erum að gera núna; reyna að takmarka tjónið eins og nokkur kostur er“. Hann var spurður hvort aðgerðirnar hefðu mikil áhrif á störf gæslunnar. „Það fer eftir því hvernig þetta þróast en dragist þetta verkfall á langinn þá mun það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu Landhelgisgæslunnar en það er hins vegar óvíst hvenær þessara áhrifa fer að gæta, það gæti gerst í dag, morgun eða eftir einhverja daga“. TF Líf á flugiVísir/Vilhelm Vélarnar geti bilað með afar skömmum fyrirvara „Sem stendur erum við bara með eina tiltæka, hinar vélarnar eru í skoðunum og meðan á verkfalli stendur þá er ekki unnið í þeim. Ef koma upp bilanir í þeirri einu sem er til taks, þá gæti verið erfitt að leysa úr því á meðan á verkfalli stendur“. Georg kveðst bjartsýnn á framhaldið þó staðan sé ekki góð í dag, á fyrsta degi verkfalls. „Þetta er fyrst og fremst erfitt þar sem um er að ræða neyðarþjónustu og þetta getur verið spursmál um mannslíf. Ég vona bara að menn sýni ábyrgð og geri sér grein fyrir þeim skyldum sem á þeim hvíla gagnvart þjóðinni allri, sér í lagi eins og ástandið er núna,“ sagði Georg. Laun flugvirkja á síðasta ári Fréttastofa kallaði eftir svörum frá Landhelgisgæslunni um heildarlaun flugvirkja. Upplýsingafulltrúi gæslunnar svaraði jafnharðan: „Flugvirkjar í áhöfnum (spilmenn) eru á bakvöktum og fá því álagsgreiðslur, yfirvinnugreiðslur og fleira sem hefur áhrif á laun þeirra til hækkunar miðað við flugvirkja sem starfa alla jafna einungis í dagvinnu: Heildarlaun spilmanna án launatengdra gjalda voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 1.061.523 kr. til 2.513.236 kr. á mánuði og að meðaltali 2.039.515 kr.“ Heildarlaun flugvirkja í dagvinnu í skýli voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 708.466 kr. til 1.036.095 kr. á mánuði og að meðaltali 907.913 kr. Heildarlaun flugvirkja á skrifstofu (viðhaldsáætlanir) voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 1.472.258 kr. til 2.041.860 kr. á mánuði og að meðaltali 1.667.843 kr.
Landhelgisgæslan Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira