Fótbolti

Ansu Fati fjarri góðu gamni næstu vikurnar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ansu Fati í leiknum í gær
Ansu Fati í leiknum í gær vísir/Getty

Óttast er að spænska ungstirnið Ansu Fati muni ekki spila meira á þessu ári vegna meiðsla á hné.

Fati þurfti að fara af velli í leikhléi þegar Barcelona fékk Real Betis í heimsókn í spænsku úrvalsdeildinni í gær.

Þessi 18 ára gamli sóknarmaður hefur fest sig í sessi hjá Barcelona á leiktíðinni og hefur skorað 5 mörk. Hann var valinn leikmaður mánaðarins í spænsku úrvalsdeildinni í september en þá var hann nýbúinn að leika sinn fyrsta A-landsleik fyrir Spán.

Hann mun klárlega missa af næstu leikjum Spánverja í Þjóðadeildinni sem fram fara í komandi viku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×