Telur ekki óábyrgt að halda Kringlukast þrátt fyrir harðar samkomutakmarkanir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2020 12:16 Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Vísir Kringlukast fer nú fram með tilheyrandi afsláttum í verslunarmiðstöðinni. Harðar samkomutakmarkanir eru í gildi og er fólki ekki ráðlagt að hópast saman. Umræða hefur verið um útsöluna á samfélagsmiðlum vegna þessa. @kringlaniceland hvernig dettur ykkur í hug að hafa kringlukast á meðan 10 manna samkomubann er í gildi og fólk er beðið um að vera ekki að fara út í margmenni? álíka mikið að gera í dag og á venjulegum laugardegi fyrir covid. þetta er fáránleg ákvörðun og græðgi.— Snædís Lilja (@snaedislilja) November 7, 2020 Framkvæmdastjóri Kringlunnar telur ekki óábyrgt að halda Kringlukast þegar hertar samkomutakmarkanir eru í gildi. „Ekki með þessum aðgerðum sem við höfum gert til þess að stuðla að því að fólk þurfi ekki að koma í hús þá tel ég að við séum að sýna ábyrga hegðun.“ „Við vorum vel meðvituð um þá áskorun sem felst í því að halda Kringlukast á þessum tímum. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á að fólk þyrfti ekki að koma í hús til að versla við okkur,“ sagði Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Kinglan. Áhersla var lögð á söluvefinn auk þess sem boðið er upp á ókeypis heimsendingu. „Allar sóttvarnir, gímuskylda og annað sem hefur verið innleitt í Kringluna bæði að okkar eigin frumkvæði og svo gestanna sjálfra sem hefur sýnt okkur að við höfum ekki orðið fyrir sérstökum árekstrum í kringum þetta,“ sagði Sigurjón. Engar sérstakar áhyggjur af jólaverslun Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segist ekki hafa miklar áhyggjur af jólaverslun. „Ég hef alltaf áhyggjur þegar fólk er að hópast saman og gæta sín ekki. Hópamyndun er uppspretta þess að smit fari á stað aftur en ég hef engar sérstakar áhyggjur af jólaverslun eins og staðan er núna. Þetta er eitthvað sem við skoðum í framhaldinu,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Sigurjón segir aðsókn í hús ekki hafa tekið miklum breytingum frá hefðbundnum dögum. „Kannski einhver 10-15% aukning í aðsókn frá hefðbundnum dögum þannig áherslan og álagið hefur fyrst og fremst verið í gegum netið og útkeyrsluna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kringlan Verslun Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Kringlukast fer nú fram með tilheyrandi afsláttum í verslunarmiðstöðinni. Harðar samkomutakmarkanir eru í gildi og er fólki ekki ráðlagt að hópast saman. Umræða hefur verið um útsöluna á samfélagsmiðlum vegna þessa. @kringlaniceland hvernig dettur ykkur í hug að hafa kringlukast á meðan 10 manna samkomubann er í gildi og fólk er beðið um að vera ekki að fara út í margmenni? álíka mikið að gera í dag og á venjulegum laugardegi fyrir covid. þetta er fáránleg ákvörðun og græðgi.— Snædís Lilja (@snaedislilja) November 7, 2020 Framkvæmdastjóri Kringlunnar telur ekki óábyrgt að halda Kringlukast þegar hertar samkomutakmarkanir eru í gildi. „Ekki með þessum aðgerðum sem við höfum gert til þess að stuðla að því að fólk þurfi ekki að koma í hús þá tel ég að við séum að sýna ábyrga hegðun.“ „Við vorum vel meðvituð um þá áskorun sem felst í því að halda Kringlukast á þessum tímum. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á að fólk þyrfti ekki að koma í hús til að versla við okkur,“ sagði Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Kinglan. Áhersla var lögð á söluvefinn auk þess sem boðið er upp á ókeypis heimsendingu. „Allar sóttvarnir, gímuskylda og annað sem hefur verið innleitt í Kringluna bæði að okkar eigin frumkvæði og svo gestanna sjálfra sem hefur sýnt okkur að við höfum ekki orðið fyrir sérstökum árekstrum í kringum þetta,“ sagði Sigurjón. Engar sérstakar áhyggjur af jólaverslun Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segist ekki hafa miklar áhyggjur af jólaverslun. „Ég hef alltaf áhyggjur þegar fólk er að hópast saman og gæta sín ekki. Hópamyndun er uppspretta þess að smit fari á stað aftur en ég hef engar sérstakar áhyggjur af jólaverslun eins og staðan er núna. Þetta er eitthvað sem við skoðum í framhaldinu,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Sigurjón segir aðsókn í hús ekki hafa tekið miklum breytingum frá hefðbundnum dögum. „Kannski einhver 10-15% aukning í aðsókn frá hefðbundnum dögum þannig áherslan og álagið hefur fyrst og fremst verið í gegum netið og útkeyrsluna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kringlan Verslun Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira