Segir réttast að gefa Landvernd trukkinn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. nóvember 2020 15:28 Flutningabíl Aksturs og köfunar var náð upp á þjóðveginn á Hjallahálsi í dag eftir að hann valt þar á föstudag. Loka þurfti Vestfjarðavegi meðan á aðgerðum stóð. Mynd/Gísli Ásgeirsson „Bíllinn var kyrrstæður. Hann hafði stoppað til að víkja fyrir þremur öðrum bílum sem voru að koma á móti. Þá bara seig vegkanturinn undan honum. Þetta er algjört rugl,“ sagði Gísli Ásgeirsson, eigandi og framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Aksturs og köfunar, staddur á Hjallahálsi á Vestfjörðum á þriðja tímanum í dag. Gísli var ásamt samstarfsmönnum að ljúka við að fjarlægja flutningabíl frá fyrirtækinu sem valt þar á föstudag. Farmurinn var 20 tonn af laxi frá Arctic Fish á leið frá Bíldudal til Þorlákshafnar. Flutningabíllinn á hliðinni á Hjallahálsi í gær. Fjær má sjá Þorskafjörð og hluta Teigsskógar þar sem lengi hefur staðið til að leggja nýjan láglendisveg í stað fjallvegarins.Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson Hjallaháls er 336 metra hár fjallvegur milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Vegagerðin hefur lengi áformað að leggja fjallveginn af með lagningu láglendisvegar um Teigsskóg. Hér sést hvernig vegkanturinn gaf sig undan trukknum.Gísli Ásgeirsson „Bíllinn er ónýtur en laxinn er að mestu óskemmdur. Björgunarsveitarmenn í Reykhólasveit björguðu farminum. Þeir voru fljótir að því enda alvöru menn og aldir upp í sveit. Laxinn nær meira að segja í skipið í Þorlákshöfn áður en það fer,“ sagði Gísli og þakkar fyrir að enginn hafi slasast. Hann segir að á föstudag hafi níu flutningabílar flutt lax suður en aðeins hafi verið pláss fyrir sex þeirra með ferjunni Baldri, milli Brjánslækjar og Stykkishólms. Því hafi þeir neyðst til að láta þrjá bíla aka þjóðveginn, sem bílstjórarnir vilji í lengstu lög forðast. Gísli er óhress með þann drátt sem orðið hefur á endurbótum vegakerfisins á sunnanverðum Vestfjörðum. Hann segir þetta þriðja bílinn sem fyrirtækið missi á þessari leið á síðustu átta árum. Einnig hafi undirverktakar misst þarna flutningabíla. „Það væri réttast að færa Landvernd trukkinn að gjöf. Þetta má skrifast á þeirra reikning. Ætli við förum ekki bara með hann suður og skiljum hann eftir á bílaplaninu hjá framkvæmdastjóra Landverndar,“ sagði eigandi Aksturs og köfunar en fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Patreksfirði. Flutningabílnum náð upp í dag.Gísli Ásgeirsson Í viðtali við framkvæmdastjóra Landverndar í síðasta mánuði kom fram að samtökin teldu að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg væru að öllum líkindum uppurnir eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði öllum kröfum um ógildingu framkvæmdaleyfis til Vegagerðarinnar. Ákvörðun Landverndar síðastliðið vor um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg kallaði fram reiðibylgju í athugasemdadálkum vestfirska fréttamiðilsins Bæjarins besta, eins og lesa má um í þessari frétt: Teigsskógur Reykhólahreppur Vesturbyggð Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28 Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar stendur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Reykhólahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg. 1. október 2020 17:08 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
„Bíllinn var kyrrstæður. Hann hafði stoppað til að víkja fyrir þremur öðrum bílum sem voru að koma á móti. Þá bara seig vegkanturinn undan honum. Þetta er algjört rugl,“ sagði Gísli Ásgeirsson, eigandi og framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Aksturs og köfunar, staddur á Hjallahálsi á Vestfjörðum á þriðja tímanum í dag. Gísli var ásamt samstarfsmönnum að ljúka við að fjarlægja flutningabíl frá fyrirtækinu sem valt þar á föstudag. Farmurinn var 20 tonn af laxi frá Arctic Fish á leið frá Bíldudal til Þorlákshafnar. Flutningabíllinn á hliðinni á Hjallahálsi í gær. Fjær má sjá Þorskafjörð og hluta Teigsskógar þar sem lengi hefur staðið til að leggja nýjan láglendisveg í stað fjallvegarins.Reykhólavefurinn/Sveinn Ragnarsson Hjallaháls er 336 metra hár fjallvegur milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Vegagerðin hefur lengi áformað að leggja fjallveginn af með lagningu láglendisvegar um Teigsskóg. Hér sést hvernig vegkanturinn gaf sig undan trukknum.Gísli Ásgeirsson „Bíllinn er ónýtur en laxinn er að mestu óskemmdur. Björgunarsveitarmenn í Reykhólasveit björguðu farminum. Þeir voru fljótir að því enda alvöru menn og aldir upp í sveit. Laxinn nær meira að segja í skipið í Þorlákshöfn áður en það fer,“ sagði Gísli og þakkar fyrir að enginn hafi slasast. Hann segir að á föstudag hafi níu flutningabílar flutt lax suður en aðeins hafi verið pláss fyrir sex þeirra með ferjunni Baldri, milli Brjánslækjar og Stykkishólms. Því hafi þeir neyðst til að láta þrjá bíla aka þjóðveginn, sem bílstjórarnir vilji í lengstu lög forðast. Gísli er óhress með þann drátt sem orðið hefur á endurbótum vegakerfisins á sunnanverðum Vestfjörðum. Hann segir þetta þriðja bílinn sem fyrirtækið missi á þessari leið á síðustu átta árum. Einnig hafi undirverktakar misst þarna flutningabíla. „Það væri réttast að færa Landvernd trukkinn að gjöf. Þetta má skrifast á þeirra reikning. Ætli við förum ekki bara með hann suður og skiljum hann eftir á bílaplaninu hjá framkvæmdastjóra Landverndar,“ sagði eigandi Aksturs og köfunar en fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Patreksfirði. Flutningabílnum náð upp í dag.Gísli Ásgeirsson Í viðtali við framkvæmdastjóra Landverndar í síðasta mánuði kom fram að samtökin teldu að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg væru að öllum líkindum uppurnir eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði öllum kröfum um ógildingu framkvæmdaleyfis til Vegagerðarinnar. Ákvörðun Landverndar síðastliðið vor um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg kallaði fram reiðibylgju í athugasemdadálkum vestfirska fréttamiðilsins Bæjarins besta, eins og lesa má um í þessari frétt:
Teigsskógur Reykhólahreppur Vesturbyggð Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28 Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar stendur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Reykhólahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg. 1. október 2020 17:08 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28
Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28
Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar stendur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Reykhólahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg. 1. október 2020 17:08
Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58