Sjáðu geggjað sporðdrekamark í þýska boltanum um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2020 10:30 Valentino Lazaro sést hér skora þetta magnaða mark í gær. EPA-EFE/Martin Meissner Austurríkismaðurinn Valentino Lazaro skoraði magnað mark fyrir Borussia Mönchengladbach í þýsku bundesligunni í gær. Það voru skoruð sjö mörk í leik Bayer Leverkusen og Borussia Mönchengladbach í þýsku bundesligunni um helgina en það var þó eitt þessara marka sem hefur stolið fyrirsögnunum þrátt fyrir að markaskorarinn hafi verið í tapliðinu. Bayer Leverkusen vann leikinn 4-3 en mark Austurríkismannsins Valentino Lazaro í uppbótatíma leiksins fær mesta athyglina. Markið sem var sárabótamark og skipti litlu máli fyrir úrslitin hefur nú verið sýnt út um allan heim. Monchengladbach s Valentino Lazaro really scored this pic.twitter.com/30Mxy6cGq0— B/R Football (@brfootball) November 8, 2020 Valentino Lazaro skoraði þá sitt fyrsta mark fyrir Borussia Mönchengladbach með mjög eftirminnilegum hætti. Patrick Herrmann átti fyrirgjöf frá hægri kanti sem var aðeins fyrir aftan Valentino Lazaro sem dó þó ekki ráðalaus heldur tók boltann viðstöðulaust með hælnum eða með svokallaðri sporðdrekaspyrnu. Það var ekki sökum að spyrja heldur hitti hann boltann frábærlega sem sigldi upp í fjærhornið óverjandi fyrir Lukás Hrádecký í marki Bayer Leverkusen. Yes, I am happy about my first goal for @borussia. But unfortunately we couldn't win this game! Take a deep breath and get right back to work after the international break. pic.twitter.com/ZgEjgzFORz— Valentino Lazaro (@valentinolazaro) November 8, 2020 Það er lítill vafi á því að þetta mark mun koma til greina sem eitt fallegasta mark ársins 2020 þegar FIFA gerir upp árið. Valentino Lazaro er í láni hjá Gladbach frá ítalska félaginu Internazionale Milan en hann var á láni hjá Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Þess má geta að fyrsti landsleikur Valentino Lazaro á ferlinum var á móti Íslandi en hann hefur alls spilað 28 sinnum fyrir austurríska landsliðið. Það má sjá sjá þetta geggjaða sporðdrekamark hér fyrir neðan. Klippa: Sporðdrekamark í þýska boltanum Þýski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sigruðu meistarana í fyrsta leik í sögu „danska“ félagsins Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira
Austurríkismaðurinn Valentino Lazaro skoraði magnað mark fyrir Borussia Mönchengladbach í þýsku bundesligunni í gær. Það voru skoruð sjö mörk í leik Bayer Leverkusen og Borussia Mönchengladbach í þýsku bundesligunni um helgina en það var þó eitt þessara marka sem hefur stolið fyrirsögnunum þrátt fyrir að markaskorarinn hafi verið í tapliðinu. Bayer Leverkusen vann leikinn 4-3 en mark Austurríkismannsins Valentino Lazaro í uppbótatíma leiksins fær mesta athyglina. Markið sem var sárabótamark og skipti litlu máli fyrir úrslitin hefur nú verið sýnt út um allan heim. Monchengladbach s Valentino Lazaro really scored this pic.twitter.com/30Mxy6cGq0— B/R Football (@brfootball) November 8, 2020 Valentino Lazaro skoraði þá sitt fyrsta mark fyrir Borussia Mönchengladbach með mjög eftirminnilegum hætti. Patrick Herrmann átti fyrirgjöf frá hægri kanti sem var aðeins fyrir aftan Valentino Lazaro sem dó þó ekki ráðalaus heldur tók boltann viðstöðulaust með hælnum eða með svokallaðri sporðdrekaspyrnu. Það var ekki sökum að spyrja heldur hitti hann boltann frábærlega sem sigldi upp í fjærhornið óverjandi fyrir Lukás Hrádecký í marki Bayer Leverkusen. Yes, I am happy about my first goal for @borussia. But unfortunately we couldn't win this game! Take a deep breath and get right back to work after the international break. pic.twitter.com/ZgEjgzFORz— Valentino Lazaro (@valentinolazaro) November 8, 2020 Það er lítill vafi á því að þetta mark mun koma til greina sem eitt fallegasta mark ársins 2020 þegar FIFA gerir upp árið. Valentino Lazaro er í láni hjá Gladbach frá ítalska félaginu Internazionale Milan en hann var á láni hjá Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Þess má geta að fyrsti landsleikur Valentino Lazaro á ferlinum var á móti Íslandi en hann hefur alls spilað 28 sinnum fyrir austurríska landsliðið. Það má sjá sjá þetta geggjaða sporðdrekamark hér fyrir neðan. Klippa: Sporðdrekamark í þýska boltanum
Þýski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir Sigruðu meistarana í fyrsta leik í sögu „danska“ félagsins Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Sjá meira