Baráttan við Covid-19 eitt mikilvægasta verkefni Bidens Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2020 11:46 Joe Biden og eiginkona hans Jill. EPA/JIM LO SCALZO Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og ráðgjafar hans, ætla sér að grípa hratt í taumana varðandi faraldur nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Hann ætlar sér einnig að reyna að taka virkan þátt í viðræðum þingflokka um neyðaraðgerðir varðandi efnahag landsins. Meðal þess sem Biden vill gera er að auka skimun eftir Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, kaupa meira af hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsmenn og verja 25 milljörðum dala til þróunar og dreifingar bóluefnis. Í frétt Washington Post segir að ríkisstjórn Donald Trumps hafi ekki lagt fram neina áætlun varðandi skimun, smitrakningu, eða skort á hlífðarbúnaði, sem forsvarsmenn heilbrigðisstofnana hafa kvartað yfir að undanförnu. Ráðgjafar Bidens segjast átta sig á því að Bandaríkin hafi bara einn forseta í einu en Donald Trump verður tæknilega forseti til 20. janúar. Þá eiga enn ríki eftir að opinbera formlega niðurstöðu í forsetakosningunum. Þar til Biden tekur formlega við völdum getur hann ekki haft áhrif á stöðu mála í Bandaríkjunum, nema með óformlegum hætti. Þar að auki hefur Trump neitað að viðurkenna ósigur og er ekki útlit fyrir að framboð Bidens muni fá mikla hjálp frá Hvíta húsinu við stjórnarskiptin. Einhverjir Repbúlikanar hafa staðhæft að þeir ætli sér að halda áfram að bejrast gegn niðurstöðunum fyrir dómi. Þá hafa leiðtogar Repúblikanaflokksins, eins og Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, ekki viðurkennt sigur Bidens opinberlega. Áætlun Bidens gegn Covid-19 hefur verið birt á síðu framboðs hans. Þar segir að hann vilji tvöfalda fjölda skimunarstöðva og fjárfesta í þróun fleiri og betri prófa, svo fólk geti jafnvel prófað sig sjálft. Biden vill þar að auki bæta smitrakningu til muna. Teymi Bidens vill einnig að tölfræði varðandi faraldurinn verði bætt, svo íbúar eigi auðveldara með að átta sig á framgangi hans. Donald Trump, forseti, hefur ítrekað verið sakaður um að hafa dregið fæturna varðandi skimun í Bandaríkjunum. Hann hefur staðið í þeirri trú að skimun láti Bandaríkin líta illa út. Án skimunar væru tilfellin ekki eins mörg og þau eru í raunveruleikanum. Trump sagði einu sinni að hann hefði skipað embættismönnum að draga úr skimun, til að fækka tilfellum. Samkvæmt Johns Hopkins háskólanum, sem heldur utan um opinberar tölur, hafa tæplega tíu milljónir Bandaríkjamanna greinst með Covid-19 og tæplega 240 þúsund hafa dáið vegna sjúkdómsins. Undanfarið hafa rúmlega hundrað þúsund manns greinst smitaðir á degi hverju og algengt er að fleiri en þúsund deyi. Biden vill einnig grípa til aðgerða varðandi efnahag Bandaríkjanna en segir að fyrst þurfi að ná tökum á faraldrinum. Í ræðu sem hann hélt um helgina sagði hann að það yrði að gerast fyrst. Áður væri ekki hægt að bæta efnahaginn. Hann kynnti sérstakt teymi vísindamanna og heilbrigðisstarfsmanna sem ætlað er að teikna upp aðgerðaráætlun ríkisstjórnar hans og sú áætlun mun taka gildi þann 20. janúar, samkvæmt frétt Bloomberg. Vivik H. Murthy, sem var heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Barack Obama, David Kessler, sem stýrði Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna um langt skeið, og Marcella Nunez-Smith, frá Yale háskólanum, munu stýra teyminu. Í tilkynningu sem send var út í dag sagði Biden að teymi þetta muni hjálpa til við að móta stefnu hans vegna faraldursins og að um eitt mikilvægasta verki hans og ríkisstjórnar hans sé að ræða. Þar muni vísindin og sérfræðingar ráða för. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, og ráðgjafar hans, ætla sér að grípa hratt í taumana varðandi faraldur nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Hann ætlar sér einnig að reyna að taka virkan þátt í viðræðum þingflokka um neyðaraðgerðir varðandi efnahag landsins. Meðal þess sem Biden vill gera er að auka skimun eftir Covid-19, sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur, kaupa meira af hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsmenn og verja 25 milljörðum dala til þróunar og dreifingar bóluefnis. Í frétt Washington Post segir að ríkisstjórn Donald Trumps hafi ekki lagt fram neina áætlun varðandi skimun, smitrakningu, eða skort á hlífðarbúnaði, sem forsvarsmenn heilbrigðisstofnana hafa kvartað yfir að undanförnu. Ráðgjafar Bidens segjast átta sig á því að Bandaríkin hafi bara einn forseta í einu en Donald Trump verður tæknilega forseti til 20. janúar. Þá eiga enn ríki eftir að opinbera formlega niðurstöðu í forsetakosningunum. Þar til Biden tekur formlega við völdum getur hann ekki haft áhrif á stöðu mála í Bandaríkjunum, nema með óformlegum hætti. Þar að auki hefur Trump neitað að viðurkenna ósigur og er ekki útlit fyrir að framboð Bidens muni fá mikla hjálp frá Hvíta húsinu við stjórnarskiptin. Einhverjir Repbúlikanar hafa staðhæft að þeir ætli sér að halda áfram að bejrast gegn niðurstöðunum fyrir dómi. Þá hafa leiðtogar Repúblikanaflokksins, eins og Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, ekki viðurkennt sigur Bidens opinberlega. Áætlun Bidens gegn Covid-19 hefur verið birt á síðu framboðs hans. Þar segir að hann vilji tvöfalda fjölda skimunarstöðva og fjárfesta í þróun fleiri og betri prófa, svo fólk geti jafnvel prófað sig sjálft. Biden vill þar að auki bæta smitrakningu til muna. Teymi Bidens vill einnig að tölfræði varðandi faraldurinn verði bætt, svo íbúar eigi auðveldara með að átta sig á framgangi hans. Donald Trump, forseti, hefur ítrekað verið sakaður um að hafa dregið fæturna varðandi skimun í Bandaríkjunum. Hann hefur staðið í þeirri trú að skimun láti Bandaríkin líta illa út. Án skimunar væru tilfellin ekki eins mörg og þau eru í raunveruleikanum. Trump sagði einu sinni að hann hefði skipað embættismönnum að draga úr skimun, til að fækka tilfellum. Samkvæmt Johns Hopkins háskólanum, sem heldur utan um opinberar tölur, hafa tæplega tíu milljónir Bandaríkjamanna greinst með Covid-19 og tæplega 240 þúsund hafa dáið vegna sjúkdómsins. Undanfarið hafa rúmlega hundrað þúsund manns greinst smitaðir á degi hverju og algengt er að fleiri en þúsund deyi. Biden vill einnig grípa til aðgerða varðandi efnahag Bandaríkjanna en segir að fyrst þurfi að ná tökum á faraldrinum. Í ræðu sem hann hélt um helgina sagði hann að það yrði að gerast fyrst. Áður væri ekki hægt að bæta efnahaginn. Hann kynnti sérstakt teymi vísindamanna og heilbrigðisstarfsmanna sem ætlað er að teikna upp aðgerðaráætlun ríkisstjórnar hans og sú áætlun mun taka gildi þann 20. janúar, samkvæmt frétt Bloomberg. Vivik H. Murthy, sem var heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Barack Obama, David Kessler, sem stýrði Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna um langt skeið, og Marcella Nunez-Smith, frá Yale háskólanum, munu stýra teyminu. Í tilkynningu sem send var út í dag sagði Biden að teymi þetta muni hjálpa til við að móta stefnu hans vegna faraldursins og að um eitt mikilvægasta verki hans og ríkisstjórnar hans sé að ræða. Þar muni vísindin og sérfræðingar ráða för.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira