Sjáðu vítin þrjú sem Real Madrid fékk á sig og skrautlegt sjálfsmark Varane Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2020 16:01 Jesús Gil Manzano dæmir þriðju vítaspyrnuna á Real Madrid gegn Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í gær eftir að hafa kíkt á VAR-skjáinn á hliðarlínunni. getty/Angel Martinez Allt gekk á afturfótunum hjá Real Madrid þegar Spánarmeistararnir töpuðu, 4-1, fyrir Valencia á Mestalla í gær. Carlos Soler skoraði þrennu fyrir Valencia en öll mörkin komu af vítapunktinum. Þá gerði Raphaël Varane, varnarmaður Real Madrid, afar klaufalegt sjálfsmark. Leikurinn byrjaði reyndar vel fyrir Real Madrid en Karim Benzema kom meisturum yfir með skoti fyrir utan vítateig á 23. mínútu. Sex mínútum síðar fékk Valencia fyrsta vítið sitt eftir að boltinn fór í hönd Lucas Vázquez innan vítateigs. Thibaut Courtois varði víti Soler, hann tók frákastið, skaut í stöng og Yunus Musah, Bandaríkjamaðurinn ungi, skoraði svo. Hins vegar þurfti að endurtaka spyrnuna þar sem Musah var kominn inn í vítateiginn þegar Soler sparkaði í boltann. Soler fór aftur á punktinn og skoraði að þessu sinni. Á markamínútunni svokölluðu, þeirri fertugustuogþriðju, skoraði Varane afar slysalegt sjálfsmark og kom Valencia yfir, 2-1. Á 51. mínútunni fengu heimamenn annað víti eftir að Marcelo braut á Maxi Gómez innan teigs. Soler skoraði sitt annað mark úr vítinu. Aðeins átta mínútum síðar fékk Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, boltann í höndina innan teigs og eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi dæmdi Jesús Gil Manzano þriðja vítið. Soler fór enn einu sinni á punktinn og skoraði sitt þriðja mark og fjórða mark Valencia. Real Madrid er í 4. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með sextán stig, fjórum stigum á eftir toppliði Real Sociedad. Madrídingar eiga reyndar leik til góða á Baskana. Valencia er í 9. sæti deildarinnar með ellefu stig. Klippa: Valencia 4-1 Real Madrid Spænski boltinn Tengdar fréttir Valencia gekk frá Real í vítaspyrnudrama Valencia skellti Real Madrid 4-1 er liðin mættust í síðasta leik umferðarinnar í spænska boltanum. 8. nóvember 2020 21:56 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Sjá meira
Allt gekk á afturfótunum hjá Real Madrid þegar Spánarmeistararnir töpuðu, 4-1, fyrir Valencia á Mestalla í gær. Carlos Soler skoraði þrennu fyrir Valencia en öll mörkin komu af vítapunktinum. Þá gerði Raphaël Varane, varnarmaður Real Madrid, afar klaufalegt sjálfsmark. Leikurinn byrjaði reyndar vel fyrir Real Madrid en Karim Benzema kom meisturum yfir með skoti fyrir utan vítateig á 23. mínútu. Sex mínútum síðar fékk Valencia fyrsta vítið sitt eftir að boltinn fór í hönd Lucas Vázquez innan vítateigs. Thibaut Courtois varði víti Soler, hann tók frákastið, skaut í stöng og Yunus Musah, Bandaríkjamaðurinn ungi, skoraði svo. Hins vegar þurfti að endurtaka spyrnuna þar sem Musah var kominn inn í vítateiginn þegar Soler sparkaði í boltann. Soler fór aftur á punktinn og skoraði að þessu sinni. Á markamínútunni svokölluðu, þeirri fertugustuogþriðju, skoraði Varane afar slysalegt sjálfsmark og kom Valencia yfir, 2-1. Á 51. mínútunni fengu heimamenn annað víti eftir að Marcelo braut á Maxi Gómez innan teigs. Soler skoraði sitt annað mark úr vítinu. Aðeins átta mínútum síðar fékk Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, boltann í höndina innan teigs og eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi dæmdi Jesús Gil Manzano þriðja vítið. Soler fór enn einu sinni á punktinn og skoraði sitt þriðja mark og fjórða mark Valencia. Real Madrid er í 4. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með sextán stig, fjórum stigum á eftir toppliði Real Sociedad. Madrídingar eiga reyndar leik til góða á Baskana. Valencia er í 9. sæti deildarinnar með ellefu stig. Klippa: Valencia 4-1 Real Madrid
Spænski boltinn Tengdar fréttir Valencia gekk frá Real í vítaspyrnudrama Valencia skellti Real Madrid 4-1 er liðin mættust í síðasta leik umferðarinnar í spænska boltanum. 8. nóvember 2020 21:56 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Sjá meira
Valencia gekk frá Real í vítaspyrnudrama Valencia skellti Real Madrid 4-1 er liðin mættust í síðasta leik umferðarinnar í spænska boltanum. 8. nóvember 2020 21:56