Yfirmaður WHO hlakkar til samstarfsins við stjórn Biden og Harris Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 20:45 Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO. EPA/SALVATORE DI NOLFI Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segist hlakka til að starfa náið með ríkisstjórn Joe Biden, kjörins forseta Bandaríkjanna. Þá fagnaði hann umbótum á starfsemi stofnunarinnar sem boðaðar hafa verið af Frakklandi, Þýskalandi og Evrópusambandinu. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, sagði á ávarpi sem hann flutti fyrir heilbrigðisráðherra á fundi WHO í dag að fjármögnun stofnunarinnar þurfi að verða sveigjanlegri og fyrirsjáanleg til þess að jafna mismun sem nú sé til staðar á væntingum um það sem stofnunin getur gert og hvað hún getur í raun gert. „Við eigum enn langt í land en við erum á réttri braut,“ sagði Tedros á fundinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað fyrr á þessu ári að frysta fé sem renna átti til stofnunarinnar og hóf ferli við að draga Bandaríkin úr stofnuninni fyrir næsta sumar. Hann sakaði stofnunina um að vera hliðholl Kína í viðbrögðum hennar við kórónuveirufaraldrinum sem Tedros hefur neitað. Joe Biden, sem kjörinn var forseti Bandaríkjanna í forsetakosningunum vestanhafs nú um helgina, lýsti því yfir á meðan á kosningabaráttunni stóð að hann myndi snúa við ákvörðun Trumps um að segja Bandaríkin úr WHO á fyrsta degi sínum í forsetastóli. Hann kallaði í dag saman hóp sérfræðinga alls staðar að úr Bandaríkjunum sem eiga að sitja í kórónuveiruteymi þegar hann tekur við embætti. Tedros óskaði Biden til hamingju með sigurinn og Kamölu Harris, verðandi varaforseta, sömuleiðis. Nú hafa rúmlega 10 milljónir Bandaríkjamanna verið greindir smitaðir af veirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum samkvæmt nýjum tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Þá hafa tæplega 238 þúsund látist af völdum sjúkdómsins þar í landi. Undanfarin vika hefur verið Bandaríkjamönnum erfið hvað veiruna varðar en í þrjá daga í röð var metfjöldi í kórónuveirusmitum þar í landi. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Varar við því að ungt heilbrigt fólk fái líklega ekki bóluefni fyrr en 2022 Yfirmaður vísindastarfs hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Soumya Swaminathan, segir að svo gæti farið að ungt heilbrigt fólk fái ekki bóluefni gegn COVID-19 fyrr en á þarnæsta ári, eða 2022. 15. október 2020 08:27 Hægt að ná tökum á faraldrinum með réttum tólum Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði o í dag að hægt væri að ná tökum á heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar tiltölulega fljótt. 12. október 2020 15:47 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segist hlakka til að starfa náið með ríkisstjórn Joe Biden, kjörins forseta Bandaríkjanna. Þá fagnaði hann umbótum á starfsemi stofnunarinnar sem boðaðar hafa verið af Frakklandi, Þýskalandi og Evrópusambandinu. Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, sagði á ávarpi sem hann flutti fyrir heilbrigðisráðherra á fundi WHO í dag að fjármögnun stofnunarinnar þurfi að verða sveigjanlegri og fyrirsjáanleg til þess að jafna mismun sem nú sé til staðar á væntingum um það sem stofnunin getur gert og hvað hún getur í raun gert. „Við eigum enn langt í land en við erum á réttri braut,“ sagði Tedros á fundinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað fyrr á þessu ári að frysta fé sem renna átti til stofnunarinnar og hóf ferli við að draga Bandaríkin úr stofnuninni fyrir næsta sumar. Hann sakaði stofnunina um að vera hliðholl Kína í viðbrögðum hennar við kórónuveirufaraldrinum sem Tedros hefur neitað. Joe Biden, sem kjörinn var forseti Bandaríkjanna í forsetakosningunum vestanhafs nú um helgina, lýsti því yfir á meðan á kosningabaráttunni stóð að hann myndi snúa við ákvörðun Trumps um að segja Bandaríkin úr WHO á fyrsta degi sínum í forsetastóli. Hann kallaði í dag saman hóp sérfræðinga alls staðar að úr Bandaríkjunum sem eiga að sitja í kórónuveiruteymi þegar hann tekur við embætti. Tedros óskaði Biden til hamingju með sigurinn og Kamölu Harris, verðandi varaforseta, sömuleiðis. Nú hafa rúmlega 10 milljónir Bandaríkjamanna verið greindir smitaðir af veirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum samkvæmt nýjum tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Þá hafa tæplega 238 þúsund látist af völdum sjúkdómsins þar í landi. Undanfarin vika hefur verið Bandaríkjamönnum erfið hvað veiruna varðar en í þrjá daga í röð var metfjöldi í kórónuveirusmitum þar í landi.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Varar við því að ungt heilbrigt fólk fái líklega ekki bóluefni fyrr en 2022 Yfirmaður vísindastarfs hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Soumya Swaminathan, segir að svo gæti farið að ungt heilbrigt fólk fái ekki bóluefni gegn COVID-19 fyrr en á þarnæsta ári, eða 2022. 15. október 2020 08:27 Hægt að ná tökum á faraldrinum með réttum tólum Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði o í dag að hægt væri að ná tökum á heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar tiltölulega fljótt. 12. október 2020 15:47 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Varar við því að ungt heilbrigt fólk fái líklega ekki bóluefni fyrr en 2022 Yfirmaður vísindastarfs hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, Soumya Swaminathan, segir að svo gæti farið að ungt heilbrigt fólk fái ekki bóluefni gegn COVID-19 fyrr en á þarnæsta ári, eða 2022. 15. október 2020 08:27
Hægt að ná tökum á faraldrinum með réttum tólum Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði o í dag að hægt væri að ná tökum á heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar tiltölulega fljótt. 12. október 2020 15:47
Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11