Maðurinn sem átti að leiða lögfræðiherferð Trumps greindist með veiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2020 22:12 Bossie greindist með kórónuveiruna á föstudaginn. Darren McCollester/Getty David Bossie, maðurinn sem var valinn til þess að leiða lögfræðiherferð framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta með það fyrir augum að sanna ásakanir um víðtækt kosningasvindl og tryggja forsetanum áframhaldandi setu í embætti, hefur greinst með Covid-19. Bossie er stjórnarformaður Sameinaðra borgara (e. Citizens United), íhaldssamra stjórnmálasamtaka í Bandaríkjunum. Bossie er nú í einangrun og getur því ekki tekið þátt í ferlinu sem hann var valinn til þess að leiða. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Bossie hafi greinst í gær. Bossie hefur sjálfur ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla, en haft er eftir heimildarmönnum að finni aðeins til vægra einkenna Covid-19. Á miðvikudaginn greindist Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, með veiruna. Donald Trump greindist í síðasta mánuði sjálfur með kórónuveiruna, ásamt tugum öðrum sem tengjast honum. Þeirra á meðal eru Melania Trump forsetafrú og Barron, yngsti sonur þeirra. Reyna að breyta úrslitum kosninganna í dómsölum Eins og áður sagði hafði Bossie verið falið að fara fyrir teymi lögfræðinga sem undirbýr nú málsóknir vegna framkvæmdar forsetakosninganna í nokkrum ríkjum. Trump tapaði kosningunum fyrir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Kjördagur var síðastliðinn þriðjudag en úrslitin lágu ekki fyrir fyrr en á laugardag, fimm dögum síðar. Trump hefur ekki viljað viðurkenna ósigur í kosningunum. Hann hefur ítrekað haldið því fram að brögð hafi verið í tafli, og að víðtækt kosningasvindl sé ástæða þess að hann tapaði. Hvorki hann né aðrir á hans bandi hafa opinberlega lagt fram sannanir sem styðja slíkar staðhæfingar, en teymi forsetans ætlar engu að síður að láta reyna á lögmæti kosninganna fyrir rétti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Auðvelda Trump að sætta sig við tap og tryggja hollustu stuðningsmanna Markmið ásakana Donald Trumps og bandamanna hans um umfangsmikið kosningasvindl er ekki að snúa niðurstöðu forsetakosninganna. Þess í stað er þeim ætlað að tryggja forsetanum hollustu sinna helstu stuðningsmanna. 9. nóvember 2020 14:09 Sagður hafa reynt að fá Trump til að íhuga að viðurkenna ósigur Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. 8. nóvember 2020 08:43 „Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
David Bossie, maðurinn sem var valinn til þess að leiða lögfræðiherferð framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta með það fyrir augum að sanna ásakanir um víðtækt kosningasvindl og tryggja forsetanum áframhaldandi setu í embætti, hefur greinst með Covid-19. Bossie er stjórnarformaður Sameinaðra borgara (e. Citizens United), íhaldssamra stjórnmálasamtaka í Bandaríkjunum. Bossie er nú í einangrun og getur því ekki tekið þátt í ferlinu sem hann var valinn til þess að leiða. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Bossie hafi greinst í gær. Bossie hefur sjálfur ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla, en haft er eftir heimildarmönnum að finni aðeins til vægra einkenna Covid-19. Á miðvikudaginn greindist Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, með veiruna. Donald Trump greindist í síðasta mánuði sjálfur með kórónuveiruna, ásamt tugum öðrum sem tengjast honum. Þeirra á meðal eru Melania Trump forsetafrú og Barron, yngsti sonur þeirra. Reyna að breyta úrslitum kosninganna í dómsölum Eins og áður sagði hafði Bossie verið falið að fara fyrir teymi lögfræðinga sem undirbýr nú málsóknir vegna framkvæmdar forsetakosninganna í nokkrum ríkjum. Trump tapaði kosningunum fyrir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Kjördagur var síðastliðinn þriðjudag en úrslitin lágu ekki fyrir fyrr en á laugardag, fimm dögum síðar. Trump hefur ekki viljað viðurkenna ósigur í kosningunum. Hann hefur ítrekað haldið því fram að brögð hafi verið í tafli, og að víðtækt kosningasvindl sé ástæða þess að hann tapaði. Hvorki hann né aðrir á hans bandi hafa opinberlega lagt fram sannanir sem styðja slíkar staðhæfingar, en teymi forsetans ætlar engu að síður að láta reyna á lögmæti kosninganna fyrir rétti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Auðvelda Trump að sætta sig við tap og tryggja hollustu stuðningsmanna Markmið ásakana Donald Trumps og bandamanna hans um umfangsmikið kosningasvindl er ekki að snúa niðurstöðu forsetakosninganna. Þess í stað er þeim ætlað að tryggja forsetanum hollustu sinna helstu stuðningsmanna. 9. nóvember 2020 14:09 Sagður hafa reynt að fá Trump til að íhuga að viðurkenna ósigur Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. 8. nóvember 2020 08:43 „Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Auðvelda Trump að sætta sig við tap og tryggja hollustu stuðningsmanna Markmið ásakana Donald Trumps og bandamanna hans um umfangsmikið kosningasvindl er ekki að snúa niðurstöðu forsetakosninganna. Þess í stað er þeim ætlað að tryggja forsetanum hollustu sinna helstu stuðningsmanna. 9. nóvember 2020 14:09
Sagður hafa reynt að fá Trump til að íhuga að viðurkenna ósigur Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og háttsettur ráðgjafi innan herbúða hans, hefur rætt við forsetann um möguleikann á að viðurkenna ósigur í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. 8. nóvember 2020 08:43
„Þetta er ekki búið! Falsfréttir!“ Stuðningsmenn Donald Trump virðast taka fréttum af sigri Joe Biden illa, ef marka má fjölmiðla vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:22