Einn og hálfur milljarður aldrei verið mikilvægari fyrir íslenska knattspyrnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2020 08:01 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, fer fyrir fögnuði strákanna eftir sigurinn á Rúmeníu. Vísir/Vilhelm Það er gríðarlega mikið undir í Búdapest á fimmtudagskvöldið þegar Ísland mætir Ungverjalandi í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar. KSÍ fær í sinn hlut að lágmarki einn og hálfan milljarð komist íslensku strákarnir á Evrópumótið. Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar hjá Íslandsbanka, sagði í samtali við Ríkisútvarpið að leikurinn á móti Ungverjum sé sá verðmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu. Deildarstjóri greiningar hjá Íslandsbanka segir að leikur Íslands og Ungverjalands um sæti á EM á fimmtudaginn sé sá dýrmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu.https://t.co/lLzCJCIC6c— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 9, 2020 „Ég leyfi mér að fullyrða það að leikur karlalandsliðsins núna sé sá verðmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu. Það er ekki bara vegna þess hve háar fjárhæðir eru í boði, um einn og hálfur milljarður íslenskra króna, heldur er það mikilvægi þeirra peninga fyrir íslenska knattspyrnu í dag,“ sagði Björn Berg Gunnarsson í samtali við Eva Björk Benediktsdóttur, íþróttafréttamann á RÚV. „Ég þykist vita það að forsvarsfólk íslenskra knattspyrnuliða muni fylgjast mjög grannt með þessum leik. Fari svo að við tryggjum okkur áfram á EM þá munu væntanlega félagsliðin hér heimta það að fá sinn skerf eins og félagslið í Portúgal hafa þegar fengið loforð um,“ sagði Björn Berg. Björn Berg telur á nú muni reyna á pólitíkina í fótboltanum því þetta er mjög sterk hagsmunabarátta. Það má heyra allt viðtalið með því að smella hér. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Sjá meira
Það er gríðarlega mikið undir í Búdapest á fimmtudagskvöldið þegar Ísland mætir Ungverjalandi í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar. KSÍ fær í sinn hlut að lágmarki einn og hálfan milljarð komist íslensku strákarnir á Evrópumótið. Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar hjá Íslandsbanka, sagði í samtali við Ríkisútvarpið að leikurinn á móti Ungverjum sé sá verðmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu. Deildarstjóri greiningar hjá Íslandsbanka segir að leikur Íslands og Ungverjalands um sæti á EM á fimmtudaginn sé sá dýrmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu.https://t.co/lLzCJCIC6c— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 9, 2020 „Ég leyfi mér að fullyrða það að leikur karlalandsliðsins núna sé sá verðmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu. Það er ekki bara vegna þess hve háar fjárhæðir eru í boði, um einn og hálfur milljarður íslenskra króna, heldur er það mikilvægi þeirra peninga fyrir íslenska knattspyrnu í dag,“ sagði Björn Berg Gunnarsson í samtali við Eva Björk Benediktsdóttur, íþróttafréttamann á RÚV. „Ég þykist vita það að forsvarsfólk íslenskra knattspyrnuliða muni fylgjast mjög grannt með þessum leik. Fari svo að við tryggjum okkur áfram á EM þá munu væntanlega félagsliðin hér heimta það að fá sinn skerf eins og félagslið í Portúgal hafa þegar fengið loforð um,“ sagði Björn Berg. Björn Berg telur á nú muni reyna á pólitíkina í fótboltanum því þetta er mjög sterk hagsmunabarátta. Það má heyra allt viðtalið með því að smella hér. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Sjá meira