Einn og hálfur milljarður aldrei verið mikilvægari fyrir íslenska knattspyrnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2020 08:01 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, fer fyrir fögnuði strákanna eftir sigurinn á Rúmeníu. Vísir/Vilhelm Það er gríðarlega mikið undir í Búdapest á fimmtudagskvöldið þegar Ísland mætir Ungverjalandi í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar. KSÍ fær í sinn hlut að lágmarki einn og hálfan milljarð komist íslensku strákarnir á Evrópumótið. Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar hjá Íslandsbanka, sagði í samtali við Ríkisútvarpið að leikurinn á móti Ungverjum sé sá verðmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu. Deildarstjóri greiningar hjá Íslandsbanka segir að leikur Íslands og Ungverjalands um sæti á EM á fimmtudaginn sé sá dýrmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu.https://t.co/lLzCJCIC6c— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 9, 2020 „Ég leyfi mér að fullyrða það að leikur karlalandsliðsins núna sé sá verðmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu. Það er ekki bara vegna þess hve háar fjárhæðir eru í boði, um einn og hálfur milljarður íslenskra króna, heldur er það mikilvægi þeirra peninga fyrir íslenska knattspyrnu í dag,“ sagði Björn Berg Gunnarsson í samtali við Eva Björk Benediktsdóttur, íþróttafréttamann á RÚV. „Ég þykist vita það að forsvarsfólk íslenskra knattspyrnuliða muni fylgjast mjög grannt með þessum leik. Fari svo að við tryggjum okkur áfram á EM þá munu væntanlega félagsliðin hér heimta það að fá sinn skerf eins og félagslið í Portúgal hafa þegar fengið loforð um,“ sagði Björn Berg. Björn Berg telur á nú muni reyna á pólitíkina í fótboltanum því þetta er mjög sterk hagsmunabarátta. Það má heyra allt viðtalið með því að smella hér. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira
Það er gríðarlega mikið undir í Búdapest á fimmtudagskvöldið þegar Ísland mætir Ungverjalandi í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar. KSÍ fær í sinn hlut að lágmarki einn og hálfan milljarð komist íslensku strákarnir á Evrópumótið. Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar hjá Íslandsbanka, sagði í samtali við Ríkisútvarpið að leikurinn á móti Ungverjum sé sá verðmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu. Deildarstjóri greiningar hjá Íslandsbanka segir að leikur Íslands og Ungverjalands um sæti á EM á fimmtudaginn sé sá dýrmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu.https://t.co/lLzCJCIC6c— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 9, 2020 „Ég leyfi mér að fullyrða það að leikur karlalandsliðsins núna sé sá verðmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu. Það er ekki bara vegna þess hve háar fjárhæðir eru í boði, um einn og hálfur milljarður íslenskra króna, heldur er það mikilvægi þeirra peninga fyrir íslenska knattspyrnu í dag,“ sagði Björn Berg Gunnarsson í samtali við Eva Björk Benediktsdóttur, íþróttafréttamann á RÚV. „Ég þykist vita það að forsvarsfólk íslenskra knattspyrnuliða muni fylgjast mjög grannt með þessum leik. Fari svo að við tryggjum okkur áfram á EM þá munu væntanlega félagsliðin hér heimta það að fá sinn skerf eins og félagslið í Portúgal hafa þegar fengið loforð um,“ sagði Björn Berg. Björn Berg telur á nú muni reyna á pólitíkina í fótboltanum því þetta er mjög sterk hagsmunabarátta. Það má heyra allt viðtalið með því að smella hér. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira