„Þeim verður ekki nauðgað úr þessu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. nóvember 2020 14:31 Sigmundur Ernir Rúnarsson er án efa einn allra reynslumesti fjölmiðlamaður þjóðarinnar og hefur hann því upplifað ótrúlegustu hluti á sínum ferli. Sigmundur Ernir Rúnarsson er einn reyndasti sjónvarpsmaður Íslandssögunnar og ræðir hann við Sölva Tryggvason um ferilinn og hápunktana hlaðvarpsþætti Sölva. „Ég kynntist einu sinni konu þegar ég var á ferðalagi í Sambíu og skrifaði um hana í bókinni minni, Flökkusögur. Þar var allt vaðandi í alnæmi þegar ég var þarna. Hún hafði misst tvær dætur úr alnæmi og sjálf var hún með alnæmi og hinar tvær dætur hennar voru enn lifandi, en báðar með alnæmi líka. Ég man að ég spurði hana, hvernig er hægt að una svona hlutskipti? Og hún sagði eftirminnilega, þær sem eru farnar, þeim var báðum nauðgað, en hinar tvær sem eiga kannski ekki langt eftir og eru mun yngri, ég get huggað mig við það að þeim verður ekki nauðgað úr þessu.” Sigmundur segir að hann hafi ekki verið samur á eftir og segist hafa séð líf sitt í öðru ljósi eftir þetta. Hann segist gífurlega þakklátur fyrir alla reynsluna sem hann hefur fengið af störfum við fjölmiðlana og öllu því fólki sem hann hefur kynnst. Ómar Ragnarsson og Sigmundur unnu saman um árabil og í þættinum segir Sigmundur sögur af alræmdum flugferðum hans. „Eftirminnilegasta ferðin var ferð með stjörnuliði Ómars til Vestmannaeyja til að vígja það sem núna er Shellmótið í Eyjum. Það var alltaf farið á tveimur flugvélum og allir reyndu að komast í stærri vélina svo þeir þyrftu ekki að fljúga með Ómari, en ég var of seinn eins og stundum ásamt Bubba Morthens og Rúnari heitnum Júlíussyni. Við förum fjórir saman í vélinni og ferðin byrjar á því að Bubbi segir áður en við leggjum af stað, strákar, vá ef vélin krassar, þvílík fyrirsögn á Mogganum,“ segir Sigmundur og heldur áfram. „Þannig byrjar þessi ferð og næst tók við uppstreymi hjá Henglinum þar sem Ómar byrjar að blaka vængjunum, þannig að vélin nánast stoppaði í loftinu, allt svo að við gætum séð einhvern bæ sem hann hafði skrifað um. Svo héldum við áfram yfir Hellisheiðina og tökum þar svakalega dýfu eins og herflugvél niður í Kaldaðarnes vegna þess að Ómar ætlaði að sýna okkur hvernig herflugvélar Breta hefðu hagað sér til þess að lenda á Kaldaðarnesi í stríðinu með því að nota niðurstreymið af kambinum. Þarna voru þrír næpuhvítir menn um borð og svo rauðflekkóttur Ómar Ragnarsson við stýrið. Svo komum við út að ströndinni þar sem Víkartindur var strandaður og þegar Ómar er að taka einhverja slaufu þar í kring, þá sér hann Seli í sjónum og skutlar sér út úr slaufunni, þannig að við hendumst allir út í kant á flugvélinni og það var þá sem Bubbi segir þessa frægu setningu yfir hafinu, Ómar láttu mig út hérna.” Sigmundur Ernir, sem hefur verið nær sleitulaust á skjáum landsmanna síðan á upphafsárum Stöðvar 2 segir í þættinum frá eftirminnilegustu viðmælendunum, ferðum í aðrar heimsálfur og mörgu fleiru en þáttinn má sjá hér að ofan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Sjá meira
Sigmundur Ernir Rúnarsson er einn reyndasti sjónvarpsmaður Íslandssögunnar og ræðir hann við Sölva Tryggvason um ferilinn og hápunktana hlaðvarpsþætti Sölva. „Ég kynntist einu sinni konu þegar ég var á ferðalagi í Sambíu og skrifaði um hana í bókinni minni, Flökkusögur. Þar var allt vaðandi í alnæmi þegar ég var þarna. Hún hafði misst tvær dætur úr alnæmi og sjálf var hún með alnæmi og hinar tvær dætur hennar voru enn lifandi, en báðar með alnæmi líka. Ég man að ég spurði hana, hvernig er hægt að una svona hlutskipti? Og hún sagði eftirminnilega, þær sem eru farnar, þeim var báðum nauðgað, en hinar tvær sem eiga kannski ekki langt eftir og eru mun yngri, ég get huggað mig við það að þeim verður ekki nauðgað úr þessu.” Sigmundur segir að hann hafi ekki verið samur á eftir og segist hafa séð líf sitt í öðru ljósi eftir þetta. Hann segist gífurlega þakklátur fyrir alla reynsluna sem hann hefur fengið af störfum við fjölmiðlana og öllu því fólki sem hann hefur kynnst. Ómar Ragnarsson og Sigmundur unnu saman um árabil og í þættinum segir Sigmundur sögur af alræmdum flugferðum hans. „Eftirminnilegasta ferðin var ferð með stjörnuliði Ómars til Vestmannaeyja til að vígja það sem núna er Shellmótið í Eyjum. Það var alltaf farið á tveimur flugvélum og allir reyndu að komast í stærri vélina svo þeir þyrftu ekki að fljúga með Ómari, en ég var of seinn eins og stundum ásamt Bubba Morthens og Rúnari heitnum Júlíussyni. Við förum fjórir saman í vélinni og ferðin byrjar á því að Bubbi segir áður en við leggjum af stað, strákar, vá ef vélin krassar, þvílík fyrirsögn á Mogganum,“ segir Sigmundur og heldur áfram. „Þannig byrjar þessi ferð og næst tók við uppstreymi hjá Henglinum þar sem Ómar byrjar að blaka vængjunum, þannig að vélin nánast stoppaði í loftinu, allt svo að við gætum séð einhvern bæ sem hann hafði skrifað um. Svo héldum við áfram yfir Hellisheiðina og tökum þar svakalega dýfu eins og herflugvél niður í Kaldaðarnes vegna þess að Ómar ætlaði að sýna okkur hvernig herflugvélar Breta hefðu hagað sér til þess að lenda á Kaldaðarnesi í stríðinu með því að nota niðurstreymið af kambinum. Þarna voru þrír næpuhvítir menn um borð og svo rauðflekkóttur Ómar Ragnarsson við stýrið. Svo komum við út að ströndinni þar sem Víkartindur var strandaður og þegar Ómar er að taka einhverja slaufu þar í kring, þá sér hann Seli í sjónum og skutlar sér út úr slaufunni, þannig að við hendumst allir út í kant á flugvélinni og það var þá sem Bubbi segir þessa frægu setningu yfir hafinu, Ómar láttu mig út hérna.” Sigmundur Ernir, sem hefur verið nær sleitulaust á skjáum landsmanna síðan á upphafsárum Stöðvar 2 segir í þættinum frá eftirminnilegustu viðmælendunum, ferðum í aðrar heimsálfur og mörgu fleiru en þáttinn má sjá hér að ofan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Sjá meira