Sjúkrahúsforstjóri í París hvetur til að jólunum verði aflýst Atli Ísleifsson skrifar 10. nóvember 2020 12:35 Alls hafa 1,8 milljónir manna greinst með kórónuveirusmit í Frakklandi frá upphafi faraldursins. Getty Julien Lenglet, forstjóri sjúkrahússins Hôpital privé d'Antony í París, hefur hvatt til þess að hátíðahöldum vegna jóla og áramóta verði öllum aflýst í ár vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar á franskt samfélag. „Ég myndi segja að við verðum að aflýsa jólum og áramótum, án nokkurs vafa,“ sagði Lenglet í samtali við útvarpsstöðina RMC. Forstjórinn segir að hefðbundið hátíðarhald í tengslum við jól og áramót í Frakklandi gæti leitt til „gríðarstórs“ kórónuveiruklasasmits þar sem veiran myndi dreifast stjórnlaust milli ættliða og leiða til mikillar, þriðju bylgju faraldursins í landinu. Í lok október kom franska ríkisstjórnin í annað sinn á mjög hörðum takmörkunum, nær algerri lokun landsins, í þeirri von að hefta útbreiðsluna. Stjórnmálamenn hafa margir réttlætt ákvörðunina um hertar aðgerðir með því að þá væri mögulega hægt að halda nokkuð hefðbundin jól. Alls hafa 1,8 milljónir manna greinst með kórónuveirusmit í Frakklandi frá upphafi faraldursins. Einungis er fjöldinn hærri í Bandaríkjunum, Indlandi, Brasilíu og Rússlandi. Rúmlega 41 þúsund manns hafa látist af völdum Covid-19 í Frakklandi frá upphafi faraldursins. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Áramót Tengdar fréttir Rúmlega 270 létust í gær í Frakklandi vegna Covid 271 létust síðasta sólarhringinn vegna Covid-19 í Frakklandi. Nú hafa alls 40.439 látist af völdum veirunnar þar í landi og hafa tæplega 1,8 milljónir manna greinst smitaðir af veirunni en rúmlega 38 þúsund manns greindust síðasta sólarhringinn. 8. nóvember 2020 20:35 Frakkar skella í lás í annað sinn Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í Frakklandi munu gilda út nóvember. Þá hafa þýsk stjórnvöld jafnframt ákveðið að grípa til frekari aðgerða. 28. október 2020 20:31 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Julien Lenglet, forstjóri sjúkrahússins Hôpital privé d'Antony í París, hefur hvatt til þess að hátíðahöldum vegna jóla og áramóta verði öllum aflýst í ár vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar á franskt samfélag. „Ég myndi segja að við verðum að aflýsa jólum og áramótum, án nokkurs vafa,“ sagði Lenglet í samtali við útvarpsstöðina RMC. Forstjórinn segir að hefðbundið hátíðarhald í tengslum við jól og áramót í Frakklandi gæti leitt til „gríðarstórs“ kórónuveiruklasasmits þar sem veiran myndi dreifast stjórnlaust milli ættliða og leiða til mikillar, þriðju bylgju faraldursins í landinu. Í lok október kom franska ríkisstjórnin í annað sinn á mjög hörðum takmörkunum, nær algerri lokun landsins, í þeirri von að hefta útbreiðsluna. Stjórnmálamenn hafa margir réttlætt ákvörðunina um hertar aðgerðir með því að þá væri mögulega hægt að halda nokkuð hefðbundin jól. Alls hafa 1,8 milljónir manna greinst með kórónuveirusmit í Frakklandi frá upphafi faraldursins. Einungis er fjöldinn hærri í Bandaríkjunum, Indlandi, Brasilíu og Rússlandi. Rúmlega 41 þúsund manns hafa látist af völdum Covid-19 í Frakklandi frá upphafi faraldursins.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Áramót Tengdar fréttir Rúmlega 270 létust í gær í Frakklandi vegna Covid 271 létust síðasta sólarhringinn vegna Covid-19 í Frakklandi. Nú hafa alls 40.439 látist af völdum veirunnar þar í landi og hafa tæplega 1,8 milljónir manna greinst smitaðir af veirunni en rúmlega 38 þúsund manns greindust síðasta sólarhringinn. 8. nóvember 2020 20:35 Frakkar skella í lás í annað sinn Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í Frakklandi munu gilda út nóvember. Þá hafa þýsk stjórnvöld jafnframt ákveðið að grípa til frekari aðgerða. 28. október 2020 20:31 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Rúmlega 270 létust í gær í Frakklandi vegna Covid 271 létust síðasta sólarhringinn vegna Covid-19 í Frakklandi. Nú hafa alls 40.439 látist af völdum veirunnar þar í landi og hafa tæplega 1,8 milljónir manna greinst smitaðir af veirunni en rúmlega 38 þúsund manns greindust síðasta sólarhringinn. 8. nóvember 2020 20:35
Frakkar skella í lás í annað sinn Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í Frakklandi munu gilda út nóvember. Þá hafa þýsk stjórnvöld jafnframt ákveðið að grípa til frekari aðgerða. 28. október 2020 20:31