Guðni Bergsson um fréttir dagsins: Gríðarlega ánægður og þakklátur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2020 15:01 Guðni Bergsson er formaður Knattspyrnusambands Íslands sem er nú mun nærri því að fá nýjan þjóðarleikvang fyrir landsliðin sín. vísir/vilhelm Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fagnar fréttum dagsins um að ríkisstjórn Íslands hafi samþykkt að hefja viðræður við Reykjavíkurborg um næstu skref vegna byggingar nýs þjóðarleikvangs í knattspyrnu. Með slíkum viðræðum um framtíðar leikvang fyrir íslenska landsliðið er mikilvægt skref stigið í þeirri vegferð að byggja keppnisaðstöðu sem stenst alþjóðlegar kröfur, en undanfarin ár hefur Laugardalsvöllur þurft undanþágur og sérstakan viðbúnað vegna keppnisleikja í alþjóðlegum mótum. „Ég er gríðarlega ánægður og þakklátur fyrir að ríkisstjórnin með viðkomandi ráðherrum og borgarstjórn ætli nú að fylkja sér um byggingu nýs þjóðarleikvangs og fara í lokaáfanga undirbúnings verkefnisins,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í viðtali á heimasíðu sambandsins. ,,Ég er gríðarlega ánægður og þakklátur fyrir að ríkisstjórnin með viðkomandi ráðherrum og borgarstjórn ætli nú að fylkja sér um byggingu nýs þjóðarleikvangs og fara í lokaáfanga undirbúnings verkefnisins. @gudnibergs https://t.co/7xlpzT0WoR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 10, 2020 „Þetta er orðið tímabært enda getum við ekki leikið alla þá heimaleiki sem við þurfum að leika hér á landi að vetri til. Sú staðreynd skerðir möguleika okkar að ná árangri og komast á stórmót. Núverandi aðstaða á vellinum er áratugum á eftir því sem þekkist á öðrum þjóðarleikvöngum í Evrópu,“ sagði Guðni. „Nýr þjóðarleikvangur mun ekki einungis þjóna landsliðum okkar heldur einnig íslenskum félagsliðum og samfélaginu öllu sem nýr og glæsilegur vettvangur fyrir fótboltaleiki, sýningar, viðburði og tónleikahald,“ sagði Guðni. Viðræður við Reykjavíkurborg munu byggja á valkostagreiningu breska ráðgjafafyrirtækisins AFL en AFL telur að fimmtán þúsund manna leikvangur án þaks sé hagkvæmasti kosturinn, ef eingöngu sé horft til beinna fjárhagslegra þátta. Hins vegar myndi slíkur leikvangur með opnanlegu þaki skila bestu heildarniðurstöðunni m.t.t. vinnsluvirðis, efnahagslegra áhrifa, nýtingar og fleiri þátta. Fótbolti Laugardalsvöllur KSÍ Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fagnar fréttum dagsins um að ríkisstjórn Íslands hafi samþykkt að hefja viðræður við Reykjavíkurborg um næstu skref vegna byggingar nýs þjóðarleikvangs í knattspyrnu. Með slíkum viðræðum um framtíðar leikvang fyrir íslenska landsliðið er mikilvægt skref stigið í þeirri vegferð að byggja keppnisaðstöðu sem stenst alþjóðlegar kröfur, en undanfarin ár hefur Laugardalsvöllur þurft undanþágur og sérstakan viðbúnað vegna keppnisleikja í alþjóðlegum mótum. „Ég er gríðarlega ánægður og þakklátur fyrir að ríkisstjórnin með viðkomandi ráðherrum og borgarstjórn ætli nú að fylkja sér um byggingu nýs þjóðarleikvangs og fara í lokaáfanga undirbúnings verkefnisins,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í viðtali á heimasíðu sambandsins. ,,Ég er gríðarlega ánægður og þakklátur fyrir að ríkisstjórnin með viðkomandi ráðherrum og borgarstjórn ætli nú að fylkja sér um byggingu nýs þjóðarleikvangs og fara í lokaáfanga undirbúnings verkefnisins. @gudnibergs https://t.co/7xlpzT0WoR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 10, 2020 „Þetta er orðið tímabært enda getum við ekki leikið alla þá heimaleiki sem við þurfum að leika hér á landi að vetri til. Sú staðreynd skerðir möguleika okkar að ná árangri og komast á stórmót. Núverandi aðstaða á vellinum er áratugum á eftir því sem þekkist á öðrum þjóðarleikvöngum í Evrópu,“ sagði Guðni. „Nýr þjóðarleikvangur mun ekki einungis þjóna landsliðum okkar heldur einnig íslenskum félagsliðum og samfélaginu öllu sem nýr og glæsilegur vettvangur fyrir fótboltaleiki, sýningar, viðburði og tónleikahald,“ sagði Guðni. Viðræður við Reykjavíkurborg munu byggja á valkostagreiningu breska ráðgjafafyrirtækisins AFL en AFL telur að fimmtán þúsund manna leikvangur án þaks sé hagkvæmasti kosturinn, ef eingöngu sé horft til beinna fjárhagslegra þátta. Hins vegar myndi slíkur leikvangur með opnanlegu þaki skila bestu heildarniðurstöðunni m.t.t. vinnsluvirðis, efnahagslegra áhrifa, nýtingar og fleiri þátta.
Fótbolti Laugardalsvöllur KSÍ Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira