Tveir Íslendingar í undanúrslit | Tíundi sigur Börsunga í röð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2020 22:30 Aron var sáttur í leikslok. @FCBhandbol Viktor Gísli Hallgrímsson og Elvar Örn Jónsson eru komnir í undanúrslit í danska bikarnum eftir leiki kvöldsins. Viktor Gísli og félagar þurftu framlengingu gegn Íslendingaliði Ribe-Esjberg á meðan Elvar Örn í Skjern pökkuðu Skanderborg saman. Þá lék Aron Pálmarsson að venju með Barcelona sem vann enn einn stórsigurinn í spænsku úrvalsdeildinni. Aron komst ekki á blað hjá Börsungum er liðið lagði Villa de Aranda í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Líkt og lokatölur gefa til kynna var sigur Börsunga aldrei í hættu en heimamenn voru komnir 16 mörkum yfir strax í hálfleik, staðan þá 24-8. Þeir héldu dampi í þeim síðari þó aðeins hafi losað um varnarlega, lokatölur leiksins 39-22. Var þetta tíundi sigur Barcelona í röð í deildinni en liðið hefur unnið alla leiki sína til þessa og trónir á toppi deildarinnar. Þá er liðið með 164 mörk í plús í markatölu. Sex stig eru í næsta lið en CD Bidasoa er einnig með fullt hús stiga, liðið hefur hins vegar aðeins leikið sjö leiki. Ekki var mikil spenna í leik Skjern og Skanderborg í 8-liða úrslitum danska bikarsins í kvöld. Skjern var átta mörkum yfir í hálfleik, 22-14, og vann á endanum 13 marka sigur. Lokatölur leiksins 38-25 og Skjern flaug þar með inn í undanúrslitin. Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk í leik kvöldsins. See you soon, Final4 Storsejr over Skanderborg på 38-25! #skjernhåndbold pic.twitter.com/wMwK2g9Rls— Skjern Håndbold (@SkjernHaandbold) November 10, 2020 Hinn undanúrslitaleikurinn var töluvert meira spennandi en þar mættust ríkjandi bikarmeistarar í GOG og Íslendingalið Ribe-Esbjerg. Leikurinn var hnífjafn frá upphafi til enda og fór alla leið í framlengingu eftir að staðan var jöfn 29-29. Viktor Gísli Hallgrímsson átti fínan leik í marki GOG en tölfræði leiksins liggur þó ekki fyrir. Samkvæmt Handbolti.is fékk Daníel Þór Ingason tveggja mínútna brottvísun þegar rúmar þrjár og hálf mínúta voru eftir af framlengingunni. Þá var staðan jöfn 32-32 og ljóst að GOG nýtti brottreksturinn til hins ítrasta, fór það svo að liðið vann eins marks sigur, 34-33. Rúnar Kárason og Gunnar Steinn Jónsson skoruðu báðir fjögur mörk í liði Ribe-Esjberg. Þá skoraði Daníel Þór eitt mark. Handbolti Spænski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Viktor Gísli Hallgrímsson og Elvar Örn Jónsson eru komnir í undanúrslit í danska bikarnum eftir leiki kvöldsins. Viktor Gísli og félagar þurftu framlengingu gegn Íslendingaliði Ribe-Esjberg á meðan Elvar Örn í Skjern pökkuðu Skanderborg saman. Þá lék Aron Pálmarsson að venju með Barcelona sem vann enn einn stórsigurinn í spænsku úrvalsdeildinni. Aron komst ekki á blað hjá Börsungum er liðið lagði Villa de Aranda í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Líkt og lokatölur gefa til kynna var sigur Börsunga aldrei í hættu en heimamenn voru komnir 16 mörkum yfir strax í hálfleik, staðan þá 24-8. Þeir héldu dampi í þeim síðari þó aðeins hafi losað um varnarlega, lokatölur leiksins 39-22. Var þetta tíundi sigur Barcelona í röð í deildinni en liðið hefur unnið alla leiki sína til þessa og trónir á toppi deildarinnar. Þá er liðið með 164 mörk í plús í markatölu. Sex stig eru í næsta lið en CD Bidasoa er einnig með fullt hús stiga, liðið hefur hins vegar aðeins leikið sjö leiki. Ekki var mikil spenna í leik Skjern og Skanderborg í 8-liða úrslitum danska bikarsins í kvöld. Skjern var átta mörkum yfir í hálfleik, 22-14, og vann á endanum 13 marka sigur. Lokatölur leiksins 38-25 og Skjern flaug þar með inn í undanúrslitin. Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk í leik kvöldsins. See you soon, Final4 Storsejr over Skanderborg på 38-25! #skjernhåndbold pic.twitter.com/wMwK2g9Rls— Skjern Håndbold (@SkjernHaandbold) November 10, 2020 Hinn undanúrslitaleikurinn var töluvert meira spennandi en þar mættust ríkjandi bikarmeistarar í GOG og Íslendingalið Ribe-Esbjerg. Leikurinn var hnífjafn frá upphafi til enda og fór alla leið í framlengingu eftir að staðan var jöfn 29-29. Viktor Gísli Hallgrímsson átti fínan leik í marki GOG en tölfræði leiksins liggur þó ekki fyrir. Samkvæmt Handbolti.is fékk Daníel Þór Ingason tveggja mínútna brottvísun þegar rúmar þrjár og hálf mínúta voru eftir af framlengingunni. Þá var staðan jöfn 32-32 og ljóst að GOG nýtti brottreksturinn til hins ítrasta, fór það svo að liðið vann eins marks sigur, 34-33. Rúnar Kárason og Gunnar Steinn Jónsson skoruðu báðir fjögur mörk í liði Ribe-Esjberg. Þá skoraði Daníel Þór eitt mark.
Handbolti Spænski handboltinn Danski handboltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira