Ferðadagur hjá íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 09:30 Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson á einni æfingu íslenska liðsins í Augsburg. Instagram/@footballiceland Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu færir sig í dag yfir til Ungverjalands eftir stuttar æfingabúðir í Þýskalandi síðustu daga. Íslensku strákarnir ferðast frá Augsburg í Þýskalandi til Ungverjalands þar sem liðið spilar annað kvöld hreinan úrslitaleik við Ungverja um sæti á EM næsta sumar. Knattspyrnusamband Íslands þakkaði fyrir sig á samfélagsmiðlum í morgun en Augsburg tók vel á móti íslenska landsliðinu sem fékk mjög dýrmæta daga á æfingasvæði þýska félagsins. Liðið fékk ekki langan tíma til að undirbúa sig fyrir Ungverjaleikinn og því var mikilvægt að nýta allan tímann vel. Það er ekki að heyra á öðru en að æfingabúðirnar hafi gengið vel. Auf Wiedersehen, Augsburg, thanks for having us! Next up: Budapest. #fyririsland pic.twitter.com/y4PC9Bo3l0— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 11, 2020 Íslenski hópurinn þakkaði fyrir sig á samfélagsmiðlum KSÍ í morgun. Það var kannski frekar dimmt yfir Augsburg svæðinu þessa daga ef marka má myndir frá æfingum íslenska liðsins en það er greinilega ekki dimmt yfir íslenskum landsliðsstrákunum sem eru staðráðnir að tryggja íslenska landsliðinu sæti á þriðja stórmótinu í röð. Nú er því komið að því að færa sig yfir til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimamönnum klukkan 19.45 annað kvöld að íslenskum tíma. Þetta verður sem betur fer ekki langt ferðalag enda Augsburg í suður Þýskalandi og ekki mjög langt frá Búdapest. Reyndar átta tíma bílferð en strákarnir fá sem betur fer þægilegra ferðalag en að hanga í rútu í svo langan tíma. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbuemo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu færir sig í dag yfir til Ungverjalands eftir stuttar æfingabúðir í Þýskalandi síðustu daga. Íslensku strákarnir ferðast frá Augsburg í Þýskalandi til Ungverjalands þar sem liðið spilar annað kvöld hreinan úrslitaleik við Ungverja um sæti á EM næsta sumar. Knattspyrnusamband Íslands þakkaði fyrir sig á samfélagsmiðlum í morgun en Augsburg tók vel á móti íslenska landsliðinu sem fékk mjög dýrmæta daga á æfingasvæði þýska félagsins. Liðið fékk ekki langan tíma til að undirbúa sig fyrir Ungverjaleikinn og því var mikilvægt að nýta allan tímann vel. Það er ekki að heyra á öðru en að æfingabúðirnar hafi gengið vel. Auf Wiedersehen, Augsburg, thanks for having us! Next up: Budapest. #fyririsland pic.twitter.com/y4PC9Bo3l0— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 11, 2020 Íslenski hópurinn þakkaði fyrir sig á samfélagsmiðlum KSÍ í morgun. Það var kannski frekar dimmt yfir Augsburg svæðinu þessa daga ef marka má myndir frá æfingum íslenska liðsins en það er greinilega ekki dimmt yfir íslenskum landsliðsstrákunum sem eru staðráðnir að tryggja íslenska landsliðinu sæti á þriðja stórmótinu í röð. Nú er því komið að því að færa sig yfir til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimamönnum klukkan 19.45 annað kvöld að íslenskum tíma. Þetta verður sem betur fer ekki langt ferðalag enda Augsburg í suður Þýskalandi og ekki mjög langt frá Búdapest. Reyndar átta tíma bílferð en strákarnir fá sem betur fer þægilegra ferðalag en að hanga í rútu í svo langan tíma. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Hittust á Íslandi og keyptu Mbuemo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Sjá meira